Freyr

Árgangur

Freyr - 01.04.1949, Blaðsíða 28

Freyr - 01.04.1949, Blaðsíða 28
126 FREYR hafa verið. Það er auðvitað eitt, að sjá þeim fyrir fjármagni til framkvæmda, bæði beint og óbeint, en hitt er líka nokkurs vert hvernig með það er farið og hver ár- angurinn verður. í hverju amti (county) er starfandi ráð, sem skipað er fulltrúum bænda, landbún- aðarverkamanna og jarðeigenda. Hlutverk ráða þessara er að fylgjast með því er gerist á hinum ýmsu svæðum og hlutast til um að hagnýtar starfsaðferðir séu við- hafðar svo að framleiðslan verði ekki óhóf- lega dýr. Nefndir þessar eiga einnig að að- stoða bændur við útvegum vinnuafls, láns- fjár og leigu véla. Ráðunautar landbúnaðarins — um 1300 að tölu — eru í mjög náinni samvinnu við umræddar nefndir. Þar sem ekki tekst, eða torvelt reynist, að fá menn til þess að fara að góðum ráðum ráðunautanna, heimilar landbúnaðarlöggjöfin frá 1947, að bændur séu dæmdir til þess að hætta búskap og að í þeirra stað séu settir menn, sem hæfari séu til búskapar og fari að ráðum þeim, sem gefin eru. Löggjöfin heimilar einnig ráðherra að fyrirskipa ræktun ákveðinna tegunda, eða framleiða ákveðnar búvörur á vissum svæðum, til þess að fullnægja heimamarkaði. Tilraunastarfsemin er fyrirhuguð efld og notuð sem þýðingarmikill þáttur í þágu framleiðsluaukningarinnar. Sérstök stofn- un (Agricultural Improvement Council) sér um að niðurstöður tilraunanna nái til bænda jafnskjótt og þær eru fundnar. Auk hinna eiginlegu tilraunastöðva, sem leita vísindalegra sannanna, viðvíkjandi ýmsum efnum búfræðinnar, er tilrauna- starfsemi rekin á hagnýtum vettvangi — á venjulegum bændabýlum. Til þess að framfylgja fyrirætlunum öll- um hefir þurft að bæta við stórum hóp landbúnaðarverkamanna. Talið er. að 75.00* fleiri þurfi að vinna að búskap á komandi árum en verið hefir að undan- förnu. Vélarnar einar geta ekki skapað afurðaaukningu. Af þessum sökum verður að byggja yfir fólk. Verkafólki, við bústörf, eru veitt ákveðin fríðindi, t. d. eru menn lausir við herþjónustu. Auk vinnufólks af innlendum uppruna nýtur brezki landbúnaðurinn aðstoðar er- lends vinnuafls í allmiklum mæli. Þannig er talið að yfir 30 þúsund pólskir verka- menn vinni þar nú við bústörf, mikill fjöldi flóttafólks frá ýmsum löndum Ev- rópu, og í júní 1948 var talið að 23 þúsund þýzkir stríðsfangar hafi verið vinnumenn í Bretlandi, þeir, sem ekki vildu fara heim til Þýzklands. Það skal sagt — og undirstrikað — að þrátt fyrir þessa miklu viðleitni í þá átt að efla landbúnaðinn í heimalandinu og þó að vitað sé að árangur viðleitni þessar- ar reynist svo sem til er stofnað, þá er langt frá því að þörfum þjóðarinnar verði fullnægt, að því er snertir fæðuföng af framleiðslu innl. matvæla. Framvegis má gera ráð fyrir að Bretland verði kaupandi að miklu magni búvara á heimsmarkaðin- um og í rauninni er það svo, að fram- leiðsluáætlunin og fjárhagsráðstafanir eru þær, að þrátt fyrir stóraukna innanlands- framleiðslu vaxi neyzla búvara þó ennþá meir svo að flytja þurfi inn mikið magn, en mnflutningur hráefna af ýmsu tagi, til iðnaðarins, á að stuðla að því að hann skapi svo mikið magn útflutningsvara og utanríkisverzlunin gefi svo mikinn ágóða, að skuldir verði greiddar og þjóðinni þó jafnframt veitt langtum betri lífsskilyrði en verið hefir að undanförnu. G. -------------------------------------- Tek að mér RAFLAGNATEIKNINGAR í íbúðarhús og peningshús l sveitum. Verklýsing og efnisskrá getur fylgt teikningunum. STEFÁN BJARNASON, rafmagnsverkfrœðingur, Sogamýrarbl. 55, Reykjavík. Sími 6611. v____________________________________J

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.