Freyr - 01.04.1949, Blaðsíða 35
FRE YR
133
ig hann brást við þeirri áskorun. Ástúðleg
sambúð og manndómur Birtingaholtshjón-
anna gerði heimili þeirra að öndvegissetri
íslenzkrar bændamenningar. Stór og glæsi-
legur barnahópurinn, 5 synir og 4 dætur,
gáfu foreldrunum mikil fyrirheit og fögn-
uð, sem ekki brást.
Ágúst Helgasyni entist karlmannleg
hreysti fram til hins síðasta. Hinn hái ald-
ur náði ekki að beygja hann eða slá fölskva
á áhuga hans fyrir umbótamálum. Léttur
í spori og beinn í baki, sem miðaldra mað-
ur, gekk hann til gróðurríkis hins ókunna
heims. Samferðamennirnir flytja honum
þakkir og virðingu fyrir gott og göfugt ævi-
starf.
Þorsteinn Sigurðsson.
II.
MaSur prúður gætinn gekk
götu heiðurs manna.
Glaður vinnu frama fékk,
félags menning sanna.
Ágúst með oss lifði lengi
Lyfti mörgu grettistaki.
Hvatti góða dáða drengi.
Drengir þjóða iðnir vaki.
Bænda fylking stöðug standi
starfandi í voru landi.
Ágúst reyndist maður merkur.
Móeiður var konan góða.
Þeirra meiður standi sterkur,
styrkur löndum, prýði þjóða.
Saman hjón með sóma unnu
og sína þjóna meta kunnu.
Ágúst vildi búnað bæta,
bænda menning glæða sanna.
Allir skyldu efna gæta,
efla vinning sinna manna.
Gæði nýta, — gróður jarðar.
Góðum flýta arði hjarðar.
Ágústs lengi lifi andi.
Lýðir góðum verkum hrósi.
Félagsmenning stöðug standi,
þar stafa geislar út frá ljósi.
Um frjálsar byggðir skært þeir skína
og skul geyma minnig þína.
Ágúst reisti bæ sinn betur
en bændur gerðu á sama tíma.
Bóndinn hreysti mikils metur.
Merkið stendur, unnin glíma.
Fagur víður fjallahringur
frægðar minja-tíðir syngur.
Ágúst stendur beinn og bendir
bændum upp að gróðurs hæðum.
Hugur anda orku sendir
eftir móður jarðar gæðum. —
Þjóðar verði framtíð fögur
og fleiri góðra manna sögur.
B. G., Hörgsholti.