Freyr - 01.04.1949, Blaðsíða 30
128
FRE YR
framleiðslumagn og framleiðslukostnað í
einstökum greinum, á mismunandi stórum
búum og við ýmiss skilyrði víðsvegar um
landið. Þessir útreikningar skulu gerðir til
þess að hafa glöggt yfirlit yfir útkomu
reksturs einstakra búgreina, til gagns fyr-
ir nefndina sjálfa og ráðuneytin.
3. Að gera glöggt reikningsyfirlit, er nota
megi sem grundvöll, er ákveða skal vinnu-
laun við landbúnaðarstörfin og verðið á
búsafurðum.
4. Vera ráðgjafi Hagstofunnar þegar
hagnýta skal tölur þær, sem nefndin legg-
ur til grundvallar útreikningum sínum.
Sænska heildaráætlunin er þannig
byggð, að bæði tekjur og gjöld er reikn-
ingsfært og eru vinnulaunin þar reiknuð
gjaldamegin. í Noregi er þetta ekki gert.
Hér er útgjaldamegin fært: aðkeyptar vör-
ur, fyrning og viðhald véla og bygginga.
Þessir póstar dragast auðvitað frá tekj-
unum og fæst þá útkoman sem kallast:
nettorealtekjur.
Á heildaryfirlitinu er talið með framlag
hins opinbera, sem eykur tekjur landbún-
aðarins.
Er nú fundin sú upphæð, er svarar til
þess sem fjármagn (stofnfé) og vinna eiga
í framleiðslunni. Þar næst er dregin frá
vaxtaupphæð af stofnfénu en þá er hlutur
vinnunnar eftir.
Ástæðan til þess, að vinnulaun eru ekki
reikningsfærð á útgjaldahliðinni, er sú að
ekkert fullkomið yfirlit hefir verið til, sem
sýndi hve mikið vinnuafl er af mörkum
lagt vegna búvöruframleiðslunnar. Þó er
nú fengið yfirlit yfir aðkeypta vinnu, og
því hægt að draga greidd vinnulaun frá
á reikningsyfirlitinu, en árlegur stunda-
fjöldi, sem fjölskyldurnar leggja af mörk-
um til bústarfa um gjörvallt landið árið
um kring, er með öllu óþekktur.
Um aðalatriði heildaráætlunarinnar hef-
ir orðið samkomulag, en nokkrar minni
háttar breytingar geta verið frá ári til árs
innan einstakra búgreina og geta verð-
sveiflur á einstökum tegundum búsafurða
komið til greina í sambandi við þær.
í hinu umfangsmikla starfi, sem unnið
hefir verið vegna þessara mála, hefir
verið leitað eftir leið til þess sjálfvirkt að
lækka eða hækka samanlagðar tekjur
landbúnaðarins í samræmi við verðbreyt-
ingar á vissum sviðum, svo sem lífsnauð-
synjum, kaupgj aldsbreytingum o. s. frv.
Með öðrum orðum: Leitað hefir verið eft-
ir vísitölugrundvelli. En eiginlegur vísi-
tölugrundvöllur hefir enn ekki verið fund-
inn og er framvegis unnið að því að fá
gleggra yfirlit yfir einstakar búgreinar og
skapa öruggari niðurstöður þeirra, en á
smáatriðunum byggist heildaráætlunin.
SIMPLEX
MJALTAVÉLAR
útvegum vér með stuttum fyrirvara frá
Bretlandi
Þ. ÞBRGRÍMSSON & CO.
Umboðs- og heildverzlun — Hamarshúsinu, Reykjavík
Sími 7385 — Símnefni „THCO".
V________________________________________