Freyr

Árgangur

Freyr - 01.04.1949, Blaðsíða 6

Freyr - 01.04.1949, Blaðsíða 6
104 E’REYR bótarupplýsingum, sem viðkomandi hrepp- stjórar voru beðnir um. Þessar skýrslur voru svo lagðar til grundvallar fyrir verð- grundvellinum s. 1. sumar, með hliðsjón af búreikningum Búreikningaskrifstofu rík- isins, o. fl. ★ Nú hefir stjórn sambandsins gert ráð- stafanir til þess, að safnað verði skýrslum um bústofn, framleiðslumagn og um tekjur og gjöld bænda af landbúnaði. Hefir stjórnin ráðið hagfróðan mann til þess að safna þessum skýrslum og vinna úr þeim, þ. e. Berg Sigurbjörnsson viðskiptafræðing. Verður þessum skýrslum safnað í sam- vinnu við Hagstofu íslands. Búnaðar- skýrsluformið hefir verið aukið, bætt inn á það nýjum útgjaldaliðum og yfir höfuð reynt að gera það þannig úr garði, að það gefi sem bezta hugmynd um afkomu land- búnaðarins áhverjum tíma. Það er nauð- synlegt að fá sem beztar upplýsingar um afkomu landbúnaðarins og ber því að leggja áherzlu á, að búnaðarskýrslurnar séu sem sannastar um bústærð, verkfæra- eign, fasteign og aðrar eignir og svo um skuldir, vaxtagreiðslur, ennfremur um allan kostnað, fóðurbætiskaup, áburðar- kaup, aðkeyptar viðgerðir véla og aðra eyðslu þeirra vegna, t. d. olíur o. fl. Nú er ýmiskonar vélanotkun að ryðja sér til rúms. Þeim fylgir nýr kostnaður bæði í viðhaldi og brennslu olía o. fl. Þessi kostn- aður er nauðsynlegt að komi fram. Við- haldsliðir húsa og girðinga eru ótrúlega lágir, bæði á skattskýrslum og búreikning- um. Bændur þurfa að gæta þess, að skrifa hjá sér ýms útgjöld og halda saman nót- um frá verzlunum, o. fl. Fyrningargjald húsa er óeðlilega lágt. Á þar hið lága fast- eignamat húsanna mesta sök á. Ennfremur er viðhaldsliður véla og verkfæra lágur, sem kemur af því, að þessar eignir eru ó- hæfilega lágt metnar á skattskýrslum all- víða. Aðkeypt vinna er á mörgum skýrslum vanreiknuð. í fyrsta lagi vinna unglinga og skylduliðs, ennfremur vinna, sem greidd er með hlunnindum, t. d. fóðrun, beit o. fl. Eftir að hinar almennu trygg- ingar komu til framkvæmda, hefir nokkuð borið á því, að bændur hafa ekki talið fram vinnu til gjalda, einkum skylduliðs, á skattaskýrslum, vegna áhættu- og at- vinnurekendagjaldsins. Það má ekki koma fyrir annað, en bændur telji fram alla vinnu, enda þótt það hafi í för með sér aukin gjöld til Almannatrygginganna. Á- hættu- og atvinnurekandagjaldið er í raun og veru kauphækkun. Skattaframtöl eru nú meir og meir notuð til þess að meta af- komu einstaklinganna og afkomu heildar- innar. Eins og nú er háttað verðlagsmál- um okkar bænda, má gera ráð fyrir að upplýsinga verði meir og meir leitað í framtalsskýrslum. Þó að stjórn Stéttarsambandsins haíi horfið að þvi ráði að gera tilraun til þess að finna tekjur og gjöld, t. d. meðalbúsins eftir búnaðarskýrslunum, þá er það ekki af því, að hún vanmeti á nokkurn hátt búreikninga. Þvert á móti. Vel færðir bú- reikningar, frá mismunandi bústærðum og við mismunandi aðstöður, verða alltaf bezta heimildin um afkomu búsins og þá sér í lagi vegna vinnuskýrslunnar og skipt- ingu vinnunnar og annars kostnaðar á milli búgreinanna. En því miður hefir gengið erfiðlega að fá nægilega marga bændur til þess að færa búreikninga. Svo er hitt, að búreikningarnir eru nokkuð síðbúnir. Stafar það að sjálfsögðu að ein- hverju leyti af því, að fjárframlög til bú-

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.