Freyr - 01.04.1949, Blaðsíða 20
118
FREYR
framkvæma nauðsynlegar prófanir.
Kýr, sem eru tveggja vetra eöa eldri,
smitast tæplega af garnaveiki. Það varð-
ar því mestu að einangra vel kálfana og
ungviðið.
2.
Lungnasjúkdómur kom fram í einni kú
hér á landi 1947, og líkist hann fullkom-
iega mæðiveiki, bæði hvað ytri einkenni
snertir og sömuleiðis skemmdir í lungum.
Ekki hefir tekizt að finna fleiri sams
konar tilfelli, og engar fréttir hafa borizt
af líkum sjúkdómseinkennum í nautgrip-
um. Mér er ekki kunnugt um, að slíkum til-
fellum hafi verið lýst í erlendum ritum og
er naumast efi á því, að þau eru mjög fá-
gæt.
Engu að síður er það þó athyglivert fyr-
ir okkur, t. d. í sambandi við fjárskipti á
stórum landssvæðum, ef hér kynni að
hafa verið um mæðiveiki að ræða, og ætti
í það minnsta að vera oss eindregin hvatn-
íng til þess að fylgjast vel með heilbrigði
nautgripanna og hindra, eftir því sem
nokkur kostur er, samgang þeirra við féð.
3.
Nokkrar kýr hafa veikzt á síðastliðnu
ári, með líkum einkennum og koma fram
við þurramæði í kindum.
Upplýsingar fengust um ellefu veikar
kýr, sem allar voru úr héruðum, þar sem
mikil þurramæði er í fénu.
Sjúkdómslýsingunum svipar mjög sam-
an og er hér á undan sagt frá fjórum veik-
um gripum, þremur kúm, með sömu ein-
kennum, virðist hafa batnað síðastliðið
íumar, eftir að þær komust á góða haga.
Líklegt er, að sjúkdómurinn stafi að ein-
hverju leyti af skemmdu heyfóðri, sé hey-
mæði samfara ofnæmi, eða vöntun vegna
hinna hröktu heyja.
Líkingin við þurramæði gæti stafað af
því, að aðaleinkennin koma af langvarandi
mæði.
Að svo stöddu er þó ekki hægt að á-
kveða með fullri vissu sjúkdómsorsökina.
Hafi skemmdu heyin verið höfuðorsökin,
ættu að fást upplýsingar frá fyrri árum
um fleiri lík sjúkdómseinkenni víðar að.
Það, sem hér hefir verið sagt, er fyrst
og fremst ætlað til þess að vekja athygli
manni á málinu, ef það mætti leiða til
viðtækari upplýsinga um sjúkdóminn.
Enn, sem komið er, er ekki hægt að af-
taka með öllu, að samband gæti leynzt
milli veikindanna í kúnum og þurramæð-
innar í fénu, og meðan svo er, er réttara
að haga sér í samræmi við það við ein-
angrun og alla meðferð gripanna.
Reykjavík, 20. febrúar 1949.
Guðm. Gíslason.