Freyr - 01.04.1949, Blaðsíða 13
FREYR
Ekki eina stétt, heldur alla þjóðina. — Ef
það skyldi reynast rétt, að ísland væri svo
lélegt landbúnaðarland, að þar væri ekki
um landbúnað að ræða nema í beztu sveit-
um, og auðvitað með miklum ríkismeð-
gjöfum.--------Þar ætti að vera hægt að
rækta töðu, svona til „jórturs" með ame-
ríska kornmatnum.
Nú er bezt að athuga hvernig þessí
„stóridómur“ stenzt dóm reynslunnar.
1. Það er að verða smám saman ljósara,
að ísland er bezta grasræktarland á Norð-
Urlöndum. Veldur þar mestu um góður
jarðvegur, mikil birta nætur og daga um
sprettutímann og ekki svo sterkur hiti, að
gras skrælni, þó að langvinnir þurrkar
gangi — sé rétt og vel á borið, verður ekki
grasbrestur á íslandi.
2. Á íslandi er gras auðugra af næring-
arefnum og vitamínum en víða annars-
staðar. Þar af leiðandi verður mjólk, smjör
og kjöt auðugra af þessum verðmætu efn-
um. Munu allir þekkja mjólk og smjör í
gróandanum.
Þetta hefir reynslan sannað um hundr-
uð ára, þar sem mjólkandi kýr hafa haldið
sæmilegri nyt og holdum af einu saman
heyi. Og vísindalegar niðurstöður hafa
einmitt undirstrikað þetta með rannsókn-
um á karótínmagninu í heyi og grasi.
Meira að segja hefir vísindaleg rannsókn
leitt í ljós, að íslenzkt þorskalýsi var auð-
ugra af A-vitamíni en þorskalýsi frá Ný-
fundnalandi og Noregi. Því hafa Banda-
ríkin keypt það handa börnum sínum fyrir
mun hærra verð en annað lýsi. Þetta
hafa vísindamenn (Skúli Guðjónsson, pró-
fessor) sett í samband við hinn langa
birtutíma við strendur landsins.
3. Þá eru landbúnaðarlegar plágur, af
völdum veðráttu, sem oft heimsækir önn-
ur lönd, mikið sjaldgæfar hér. Má þar til
nefna langvinna þurrka og langsamar
frosthörkur að vetrinum, hagl að sumr-
inu, sem allt brýtur niður, o. m. fl.
í aldaraðir hafa mjólkandi kýr gengið
úti allt að 5 mánuðum ár hvert, án nokk-
urrar gjafar og mjólkað sæmilega. Þetta
geta Norðurlöndin tæpast boðið, meðal
annars vegna landþrengsla.
flt
Þó vitanlegt sé, að rækta þurfi sumar-
hagana, gefa hámjólka kúm lítið eitt af
fóðurbæti og verka heyið eftir nýjustu vís-
indaniðurstöðum, t. d. sem vothey, með
súgþurrkun o. fl.
Af því, sem nú hefir verið lauslega á
drepið ,er augljóst, að landið er hið ágæt-
asta til búskapar.
Þá er að líta á kostnaðarhliðina og fá
samanburð á ameríska rúgnum og íslenzku
töðunni.
Ég hefi athugað hvað töðuhesturinn
kostar hjá mér kominn í hlöðu. Einnig
hefi ég leitað til nokkurra bænda, sem
hafa — er kalla mætti — meðaltún, þ. e.
10—15 ha — um það hvað töðuhesturinn
mundi kosta, kominn í hlöðu. Niðurstaðan
af þessum athugunum er 25 krónur hest-
urinn. Er þá reiknað með áburði, bæði
heimafengnum og tilbúnum, svo og land-
leigu og verkfæraleigu. Talið er að 200 kg
þurfi af meðaltölu móti 100 kg af harð-
fóðri. En til þess að ekki hallist á ame-
ríska rúginn, legg ég 250 kg af töðu á móti.
Hér kostar fóðurblanda, þar af —x/3
síldarmjöl, 125—150 krónur hver 100 kg, en
2i/2 hestburður af töðu ætti — eftir mín-
um reikningi — að kosta 62,50 eða fullum
helmingi minna. Nú er enginn efi á, að
með betri heyvinnuvélum, en ennþá hafa
verið notaðar hér, og með bættum og fljót^
virkum heyverkunaraðferðum, má fá töðu-
verðið talsvert niður fyrir þetta. Hins ber
að geta, að svona aðstaða til heyskapar,
eins og hér er miðað við (alsiétt tún, 10—
15 ha að stærð eða meira) er því miður
ekki á öllum jörðum þessa lands ennþá.
En það er ekki bændunum að kenna. Það
er hin mikla yfirsjón íslenzkrar fjármála-
stjórnar að hafa sett bændurna að mestu
leyti hjá í síðastliðin 40 ár, þegar deilt
var fjármagni milli atvinnuveganna, sem
þjóðin hafði ráð á, á hverjum tíma.
Því er sem er að allt of margar jarðir
i landinu eru ekki í rekstrarhæfu standi.
En það er ekki landinu að kenna. Gæði
þess til landbúnaðar eru ótvíræð.
Hvar stæði sjávarútvegurinn ef engu,
eða mjög litlu, fjármagni hefði verið veitt
til hans síðan um aldamót?