Freyr - 01.04.1949, Blaðsíða 31
FREYR
129
Guðmundur Þorbjarnarson á Stóra Hofi
„Eg sé hann aldinn að árum
óðalið sitja frítt,
þar framfarahugur og höndin
hafa allt fegrað og prýtt.
Og loks sé ég sveitunga’ og vini
safnast í þann rann
að heiðra og þakka honum,
sem hollt fyrir þjóð sína vann“.
Þannig sagðist sr. Erlendi í Odda í einu
erindinu í „Ávarpi“, er hann flutti Guð-
mundi á 80 ára afmæli hans 19. júní 1943.
Þá var fagurt um að litast á Stóra-Hofi,
fjallasýnin fögur, bújörðin blómleg og af-
mælið hátíðlegt.
'Darna voru þá komnir margir helztu
ráðamenn og fulltrúar búnaðarfram-
kvæmda Sunnlendinga; þeir færðu hús-
bóndanum — afmælisbarninu — árnaðar-
óskir, góðar gjafir og hugheilar þakkir fyr-
ir mikið, vel unnið starf, fyrir sveit, hér-
að og bændastéttina í heild. En húsbónd-
mn veitti gestum sínum af mikilli rausn,
ekki einungis matarveitingar, heldur hafði
hann þarna sýningu. Hann sýndi, hvern-
ig heyvinnan gekk á Hofi, en þar var þá
allt unnið með nýjustu fullkomnustu
tækni, sem völ var á, og þekkt hér á landi
á þeim tíma.
\ð öðru leyti blasti þarna við gestunum
ræktuð jörð og reisuleg hús, raflýst frá
bæjarlæknum, sem líka eldaði matinn og
hitaði upp. Allt þetta í því formi, að gest-
irnir höfðu á orði, að þessi jörð myndi vera
ein sú bezt setna hér á landi að öllu sam-
anlögðu.
Guðmundur Þorbjarnarson var fæddur
að Gíslholti í Holtum 19. júní 1863. For-
eldrar hans, Þorbjörn Einarsson og Ingi-
björg Þorkellsdóttir, bæði komin af merk-
um bændaættum í Rangárþingi. Guð-
mundur ólst upp hjá foreldrum sínum,
fyrst í Gíslholti, en síðan á Blesastöðum á
Skeiðum. Lítilsháttar tilsögn í skrift og
kristinfræðum fékk hann veturinn fyrir
fermingu og lærði bókband litlu síðar hjá
Ágúst í Birtingaholti. Að öðru leyti ólst
hann upp við öll venjuleg heimilisstörf,
fjallferðir, kaupstaðarferðir og sjóróðra.
Um tvítugsaldur fór hann til Vestmanna-
eyja, vann þar við verzlun, einnig í Reykja-
vík einn vetur. Tók hann þá reiknings-
tíma í frístundum. Á sumrin fór hann í
iraupavinnu og var eitt sumar á hvalveiða-
skipi.
Þvi er þetta rakið hér, að það sýnir, að
Guðmundur hafði þegar á unglingsaldri
fengið þó nokkra lífsreynslu við óskyld og
ólík störf, sem svo leiddi til þess, að hon-
um leizt bezt á búskap og jarðrækt ásamt
forustu í búnaðarmálum.