Freyr

Árgangur

Freyr - 01.04.1949, Blaðsíða 46

Freyr - 01.04.1949, Blaðsíða 46
144 FREYR ast af kvilla, sem menn ekki þekkja með vissu, þá sé ekki látið undir höf- uð leggjast að láta skoða þær af sér- fróðum mönnum, eða koma þeim líf- færum þeirra, er grunsamleg þykja, til rannsóknar. 2. Selja ekki óskila kindur í réttum eða á öðrum tímum til ásetnings. Þess eru mörg dæmi, að slíkar slangur-kindur hafa valdið útbreiðslu sjúkdómanna. Og yfir höfuð vinna á móti tilfærzlu á fé, hvort heldur er með kaupum og sölu, eða búferlaflutningi. 3. Vaka yfir, að varnargirðingum og hliðum sé vel við haldið, og bæta úr, eða gjöra þegar aðvart um, ef ágallar eru á, í þessum efnum. Einkum er rík nauðsyn, að enginn vanræki að láta aftur grindur í hliðum, er þeir fara um. 4. Fylgja stranglega merkjaaðgreiningu á fénu, þar sem hún er fyrirskipuð, og endurbæta hana eftir þörfum, bæði áður en fé er sleppt úr húsi, og þegar það er rúið. 5. Leggja alúð við að útrýma fjárkláð- anum, í sambandi við fjárskiptin, helzt með útrýmingarböðum strax að haustinu. Er og nauðsynleg öryggis- ráðstöfun að hafa hið aðkeypta fé inni, frá því að það er keypt og til næstu vordaga. 6. Að allir hlutaðeigendur leggist á eitt með að gjöra framkvæmdir þessara mála svo ódýrar, sem framast er kost- ur á. 7. Að seljendur líffjárins sýni lipurð og sanngirni við sölu lambanna og hlýti þeim fyrirmælum, er lögin ákveða, um verðlag og greiðsluhætti. G. Þ. ★ HESTENS YTRELÆRE. Handbók og kennslubók í hrossaþekkingu, heitir ný- útkomin bók eftir Nils Brandt, búfræði- kandídat í Noregi. Bók þessi fjallar um — eins og nafnið bendir til — byggingu og einkenni hestsins. Á rúmlega 100 síðum er gerð glögg grein fyrir einkennum öllum í samræmi við reglur þær, sem nú eru í flestum löndum settar og notaðar um lýsingu hrossa. Þær eru nokkuð á annan veg, en viðgengst meðal íslenzkra „hesta- manna“, sem einatt leggja meiri áherzlu á það sem ekki verður séð, heldur en það, sem sjá má með opnum augum. í umræddri bók er fjöldi mynda, sem eykur gildi hennar að miklum mun. Hún er tilvalin kennslubók í sköpunarfræði og lýsingu hrossa, og væri viðeigandi að nota hana í bændaskól- unum hér. Bókin er gefin út hjá Norsk Landbruk, Ak- ersgaten 7, Oslo. G AASULV LÖDDESÖL: Myrene i nærings- livets tjeneste. Gröndahl & Söns For- lag, Oslo. Höfundurinn er forstjóri fyrir norska mýra- félaginu (Det norske myrselskap). — Bók þessi, sem er um 310 lesmálssíður í Skírnis- broti, með rúml. 80 myndum, fjallar um gildi mýranna fyrir þjóðarbúskap Norðmanna. Út- gáfan er styrkt af norska landbúnaðarráðu- neytinu. Höfuðkaflar bókarinnar fjalla um: Víðáttu norskra mýra, mýraræktun, skógrækt á mýr- um, móvinnslu til eldsneytis og vinnslu mó- moldar til íburðar, einangrunar og iðnaðar. — Er hér saman kominn mikill og skemmtileg- ur fróðleikur, sem gefur yfirlit yfir hið marg- þætta gildi mýranna, þar sem þeim er sómi sýndur. Lítið sýnishorn: Stærð Noregs er um 324.250 km2 eða 32.425.000 ha. Allt mýrlendi landsins er áætlað 3.000.000 ha, þar af um 900.000 ha háfjallamýrar (s. s. fyrir ofan skógartakmörk).

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.