Freyr

Árgangur

Freyr - 01.04.1949, Blaðsíða 12

Freyr - 01.04.1949, Blaðsíða 12
110 FREYR Rúgurinn og taðan Þung dómsorð um íslenzkan landbúnað. í öð'ru tölublaði ísafoldar, þann 11. jan. s. 1., er grein, sem heitir „RÚGURINN og TAÐAN“. Fjallar hún um vandamálið mikla: burtflutning fólks úr sveitunum og aðstreymi til Reykjavíkur og þar af leið- andi hugmyndir um landbúnaðinn. Grein- arhöfundur minnist á þær framfarir, sem þegar eru orðnar í sveitunum, svo sem framræslu, ræktun, kynbætur búpenings o. fl. Og segir svo: „En þrátt fyrir allar þær framkvæmdir, sem komizt hafa á og vissulega hafa aukið afköst þeirra, er að 23. gr. Nú hefir sölustöðvun verið hafin og er þá óheimilt að flytja þær vörur til sölu, er sölustöðvun nær yfir, til þeirra héraða, meðan sölustöðvunin stendur yfir. 24. gr. Einn þriðji hluti bænda, innan ákveðins sölusvæðis, getur krafizt þess, að stjórn Stéttarsambandsins láti fara fram at- kvæðagreiðslu um sölustöðvun á einni eða fleiri landbúnaðarvörum, sem framleiddar eru á því sölusvæði, en færa verða þeir gildar ástæður fyrir sölustöðvuninni, sam- anber 16. gr. Almenn ákvæði. 25. gr. Stjórnir hreppabúnaðarfélaganna skulu vera stjórn Stéttarsambandsins til aðstoð- ar um allt það, er að félagssamtökunum iýtur, og koma fram fyrir stjórnarinnar hönd um öll þau mál, er hún kann að fela þeim innan hvers búnaðarfélags. 26. gr. Samþykktum þessum má aðeins breyta á aðalfundi Stéttarsambandsins og þarf til þess a. m. k. % hluta fulltrúa á lögmætum fundi. landbúnaði vinna á fjölda mörgum jörðum, er útkom- an sú, að því er kunnustu menn segja, að það er ódýr- ara fyrir bændur að kaupa erlent kjamfóður, svo sem rúgmjöl eða annað af svipuðu tagi, en innlenda töðu“. Og höfundur heldur áfram: „Þó kostnaðurinn hlaðist á kjamfóðrið af plægingu, herfingu, sáningu, uppskeru, þreskingu og flutningi til hafnar, flutningi á því, með allháum farmgjöldum yfir vítt haf, og flutningi hér, frá hafnarstað til bænda uppi í sveit, þá verður allur þessi kostnaður tiltölulega minni en kostnaðurinn við að ajla heyjanna á sléttum túnum kringum fjóshlöður hér heima“. Hér er upp kveðið hið þyngsta dómsorð yfir íslenzkum landbúnaði. f raun og veru þýðir þetta það sama og að landbúnaður á íslandi eigi engan tilverurétt, þegar ekki getur einu sinni borgað sig að heyja renni- slétt tún, rétt við fjóshlöðuna, með þeirri tækni, sem nú er viðhöfð við heyskap, víð- ast hvar á landinu. Og maðurinn spyr: „Hvað er þá orðið úr þeim framförum, sem koinið hefir verið á með allmiklu erfiði og fórnum frá hendi þjóðfélagsins, sem og einstakra bænda, úr því ekki er lengra komið en hér segir? Hér er ekki um að villast. Öllu, sem varið hefir verið til landbúnaðarins, hefir verið á glæ kastað og er því sjálfsagt fyrir sæmilega viti borna þjóð að halda ekki lengur áfram á þeirri braut.“ Að vísu hefir gleymst að taka með í reikninginn, að verðlag og kaupgjald er um það bil 3—4 sinnum hærra hér en í við- skiptalandinu og svo hefði heldur ekki verið úr vegi að bera saman verð iðnaðar- vöru hér og þar. Það er minnst á úrræði og þau eru: „Það þarf að gera lífsskilyrðin í beztu sveitunum svo góð, að fólk geti sannfærzt um, að þar verði lífvænlegt. — Framtíðin þar tryggari en anmirsstaðar. Þá er hægt að bjarga sveitabúskap og öllu, sem honum fylgir. —“ Hér er á ferðinni stórmál. Það er hvorki meira né minna en mesta vandamál, sem komið hefir fyrir hina íslenzku þjóð. —

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.