Freyr - 01.04.1949, Blaðsíða 5
REYKJAVÍK, APRÍL 1949
FÉLAGSTÍÐINDI
STÉTTARSAMBANDS BÆNDA
Á víö og dreif
Árið 1948 gaf Stéttarsamband bænda út
3 blöð af búnaðarblaðinu Frey.
Fyrsta blaðið kom út í apríl; í því var
gerð grein fyrir því, hvernig þessari útgáfu
yrði hagað og að samkomulag hefði orðið
um þetta á milli stjórnar Búnaðarfélags
íslands og stjórnar Stéttarsambands
bænda.
Stéttarsambandið hefir sent blaðið öllum
bændum í landinu, án tillits til þess, hvort
þeir eru kaupendur Freys. Á þennan hátt
hefir stjórn Stéttarsambandsins hugsað
sér að ná til allra bænda í landinu, og
ræða þá alveg sérstaklega málefni sam-
bandsins, birta í blaðinu útdrátt úr aðal-
fundargerðinni, samþykktir sambandsins,
gildandi verðlagsgrundvöll, ásamt greinar-
gerðum samningsaðila o. fl. Síðasta blað
sambandsins kom út í september s. 1.; er í
því blaði gildandi verðlagsgrundvöllur
landbúnaðarafurða, ásamt greinargerðum
fulltrúa neytenda og fulltrúum framleið-
enda. Er gott og enda nauðsynlegt fyrir
bændur að kynna sér alveg sérstaklega
hverjar eru undirstöður undir verðákvörð-
iminni,, þar sem reynt er að gera áætlun
um reksturskostnað meðalbúsins og af-
urðamagn þess. Fulltrúar neytenda óskuðu
alveg sérstaklega eftir því s. 1. ár, að
fyllri skýrslum yrði safnað um tekjur og
gjöld bænda og afkomu alla, og þá sérstak-
lega í ambandi við skattaframtöl. Var þvi
safnað allvíðtækum skýrslum síðastliðið
ár, byggðum á skattaframtölum, með við-