Freyr

Árgangur

Freyr - 01.04.1949, Blaðsíða 8

Freyr - 01.04.1949, Blaðsíða 8
106 FREYR júlí 1948). Er óskað eftir, að á búnaðar- félagsfundunum verði teknar ákvarðanir um: í fyrsta lagi, hvort að bændur óski eftir sérstökum (bændadegi) hátíðisdegi (i líkingu við 1. maí fyrir verkalýðsfél.). í öðru lagi, nær bændur óska eftir að há- tíðisdagurinn verði haldinn — á hvaða tíma árs. Ég geri ráð fyrir, að hátíðisdagur (eða bændadagur) fyrir sveitafólk, geti haft gagnlega þýðingu fyrir fólkið í dreifbýlinu. Samkomur verða haldnar víðsvegar um landið. Þær gætu verið með ýmsu móti, t. d. fyrir stærri svæði. Stæðu þá búnaðar- samböndin fyrir þeim; einnig innan hreppabúnaðarfélaganna og ennfremur fyrir landsheildina og þá í gegnum útvarp og blöð. Ég vona, að sveitafólk taki þess- ari hugmynd með velvild og af skilningi, ræði málið og geri um það ályktanir. Rætt hefir verið um fyrirlestraferðir út um sveitir og í sambandi við það um kvikmyndasýningar. Verður á næsta vori ®g sumri gerð tilraun til þess að koma þessu í framkvæmd. Ýmsir erfiðleikar eru í sambandi við að geta framkvæmt þessa hugmynd á nægilega mörgum stöð- um úti um land. Kemur þar fyrst til erfið- leikar með rafmagn og svo að hafa að- gang að sæmilega góðum myndum. Sverrir Gíslason. Samþykktír fyrir Stéttarsamband bænda Á aðalfundi Stéttarsambands bænda, er haldinn var á Akureyri í sept. 1947 var samþykkt reglugerð varðandi sölustöðvun á landbúnaðarvörum o. fl. Á þeim fundi kom fram og var samþykkt tillaga um það til stjérnar sambandsins, að hún erdur- skoði samþykktir og reglugerðir þess og tæki til athugunar, hvort ekki væri heppi- legt að fella reglugerðarákvæðin inn í sam- þykktirnar. Á fundi stjórnar Stéttarsambandsins 8. april 1948 var þeim Jóni Sigurðssyni og Sæmundi Friðrikssyni falið að yfirfara samþykktirnar og reglugerðina, og fella caman í eitt frumvarp, sem lagt yrði fyrir aðalfund. Var því verki lokið skömmu sið- ar. Á aðalfundi Stéttarsambandsins, er haldinn var að Reykjaskóla við Hrútafjörð 2. og 3. sept. s.l. var frumvarpið lagt fram svo sem ráð hafði verið fyrir gert og tók !aganefnd fundarins það til athugunar og gerði á því nokkrar breytingar. Því næst samþykkti fundurinn frumvarpið, sem gildandi samþykktir fyrir Stéttarsamband bænda og eru þar með úr gildi fallnar fyrri samþykktir og reglugerð sambands- !ns. Fara samþykktirnar hér á eftir eins og aðalfundurinn afgreiddi þær: Samþykktir fyrir Stéttarsamband bænda. 1. gr. Búnaðarfélög hreppanna mynda sérstakt

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.