Freyr - 01.04.1949, Blaðsíða 44
142
FREYR
kvæðagreiðsla á óþarflega mikla einstakl-
ingshyggju, og skort á framsýni, því fjár-
skipti þessi verða að fara fram, og því
fyrr sem það verður, því betra.
Það hefir verið undarlega hljótt um
þetta mál, hefi ég ekki séð um það rit-
að opinberlega, nema grein í Degi, rit-
aða af einum andstæðingi fjárskiptanna.
Annars hafa blöðin skýrt aðeins stuttlega
frá atkvæðagreiðslunni um fjárskipta-
frumvarpið, þar á meðai búnaðarblaðið
„Freyr“ (janúarhefti 1949, bls. 28). Þar
segir svo:
„Fjáreigendur í Skagafirði og Eyjafirði
greiddu í nóvember atkvæði um fjárskipta-
frumvarp, þ. e. a. s. hvort farga skuli öllu
fé, austan Héraðsvatna og um megin hluta
Eyjafjarðar á komandi hausti. Á kjörskrá
voru 738 fjáreigendur. Af þeim greiddu at-
kvæði 595. Voru 386 með fjárskiptum, en
192 á móti, 8 atkvæði voru ógild og 9 seðlar
auðir. Fjárskiptafrumvarpið hefir ekki
fengið nægilegt fylgi og er því fellt. Hvort
sauðfjársjúkdómaneínd mun fyrirskipa
niðurskurð á hausti komandi, gegn vilja
meirihluta sauðfjáreigenda*), er ekki vit-
að enn.“
Annað hvort er hér um misritun að ræða,
eða þá að blaðið dregur rangar ályktanir
af niðurstöðum atkvæðagreiðslunnar, því
meiri hluti fjáreigenda ,þeirra sem á kjör-
skrá voru, greiddu atkvæði með frumvarp-
inu**), þar að auki er líklegt að verulegur
hluti þeirra, sem ekki greiddu atkvæði hafi
verið með fjárskiptum, álít ég þvi að ríf-
legt sé að áætla að y3 hluti atkvæðisbærra
saðufjáreigenda hafi verið á móti fjár-
skiptunum.
*) I.eturbreyting mín. S. V.
**) Auðvitað átti að standa: löglegs meirihluta.
Ritstj.
Spurningunni um það, hvort sauðfjár-
sjúkdómanefnd muni fyrirskipa fjárskipti
á þessu svæði, á næsta hausti, get ég að
sjálfsögðu ekki svarað, en það er sannfær-
ing mín að hún eigi að gera það, — og
muni gera það. Vegna þeirrar sannfæringar
hefi ég skrifað þessar línur, því ég tel
brýna nauðsyn að málið sé rætt og skýrt,
sem bezt, einkum vegna þeirra, sem eru á
móti fj árskiptunum, því alkunnugt er að
flestum mönnum gengur ver að lúta vald-
boði heldur en að beygja sig fyrir meiri
hluta við atkvæðagreiðslu.
Það eru ýmsar ástæður, sem bornar eru
fram gegn fjárskiptum. Flestir munu fyrst
og fremst líta á fjárhagshliðina, sumir
tíma heldur ekki að eyðileggja sinn eigin
fjárstofn, einkum þeir, sem eiga heilbrigt
fé, öðrum vex í augum fyrirhöfn við flutn-
ing líflambanna, og fleira mætti telja. Þess-
ar og fleiri mótbárur hafa komið fram alls
staðar þar, sem fjárskipti hafa farið fram.
Það hefir lítið verið birt opinberlega um
það, hvernig fjárskiptin hafa gefist, og er
því að vonum ýmsum ókunnugt um það.
Ég mun því leitast við að gera grein fyrir
því hvernig fjárskiptin hafa gefist. Mun ég
aðallega halda mig við svæði það, sem ég
þekki bezt til á, en það er frá Skjálfanda-
fljóti að varnargirðingunum í Eyjafirði —
eða svæði það, sem fjárskiptin fóru fram
á haustið 1946.
Þegar fjárskipti hófust í Suður-Þing-
eyjarsýslu töldu ýmsir að ekki mætti eyði-
leggja þingeyska sauðfjárstofninn með öllu
því að ekki yrði hægt að fá jafn afurða-
gott fé aftur, nema með langvarandi rækt-
un, — en þingeyzka féð var þá talið einna
bezt ræktaða sauðfé landsins. Reynslan
hefir nú kollvarpað þessari skoðun hvað
afurðamagnið snertir. Hefir meðalkropp-
þungi dilka víðast hvar orðið mun meiri