Freyr - 01.04.1949, Blaðsíða 9
FREYR
107
samband, er nefnist Stéttarsamband
bænda. Starfar það að ákveðnum verkefn-
um eftir því, sem fyrir er mælt í samþykkt-
um þessum.
Félagar í Stéttarsambandinu eru allir
meðlimir hreppabúnaðarfélaganna, er hafa
Kosningarrétt til Búnaðarþings.
2. gr.
Hlutverk Stéttarsambandsins er:
1. Að sameina bændur um sérstök hags-
munamál stéttarinnar og hafa forystu
um, að þeir beiti samtaka mætti sínum
til að fá framgengt sanngjörnum og
sameiginlegum kröfum þeirra í verðlags-
og viðskiptamálum.
2. Að vera baráttu aðili bændastéttarinnar
og þá einkum um eftirtalin atriði:
a) Að vera fulltrúi og framkvæmda-
aðili um verðlag og verðskráningu
landbúnaðarafurða gagnvart Al-
þingi, ríkisstjórn og öðrum, er um
þau mál kunna að fjalla.
b) Koma fram fyrir hönd bænda við
samninga uih kaup og kjör verka-
fólks til landbúnaðarstarfa, s. s.
Ráðningaskrifstofu landbúnaðarins
og annars staðar, eftir því, sem þörf
krefur.
c) Vera málsvari og samningsaðili
bænda gagnvart öðrum stéttarfélög-
um og stofnunum og gæta í hví-
vetna hagsmuna þeirra.
Kosningar.
3. gr.
Hvert búnaðarfélag kýs tvo fulltrúa til
að mæta á sameiginlegum kjörmannafundi
Stéttarsambandsins fyrir hvert sýslufélag.
4. gr.
Stjórnir búnaðarsambandanna boða til
kjörmannafunda. Þar, sem búnaðarsam-
band nær yfir fleira en eitt sýslufélag er
heimilt að boða til sameiginlegs fundar, ef
það þykir henta. Á fundum þessum skal
taka til meðíerðar verðlagsmál landbún-
Dúnaðarins og önnur hagsmunamál bænda-
stéttarinnar og gera ályktanir um þau
eftir því, sem efni standa til. Þar skulu
kosnir tveir fulltrúar fyrir hvert sýslu-
félag til að mæta á aðalfundum Stéttar-
sambandsins. Sé fundurinn sameiginlegur
fyrir tvö eða fleiri sýslufélög, kjósa fund-
armenn aðeins fyrir það sýslufélag, sem
þeir eru mættir fyrir. Hlutfallskosning
skal viðhöfð ef V3 fulltrúanna óskar þess.
Kosningin gildir til tveggja ára. Kjör-
mannafundur er lögmætur ef fullur helm-
ingur fulltrúa úr hverri sýslu mætir. —
Búnaðarfélög kaupstaða hafa rétt til að
senda fulltrúa á kjörmannafund í aðliggj-
andi sýslu. Þó skal Búnaðarfélagi Vest-
mannaeyja heimilt að kjósa einn fulltrúa
beint á aðalfund Stéttarsambandsins.
5. gr.
Urn kosningarétt og kjörgengi innan
Stéttarsambandsins gilda söinu ákvæði og
jm kosningar fulltrúa til Búnaðarþings.
Aðalfundiir.
6. gr.
Aðalfund Stéttarsambandsins skal halda
í júní til nóvember ár hvert og aukafundí,
þegar stjórn Stéttarsambandsins telur þess
þörf, eða ef helmingur fulltrúa aðalfundar
Stéttarsambandsins óska þess. Aðalfund
skal halda til skiptis í landsfjórðungum
eftir því, sem við verður komið. Aðalfundur
er lögmætur ef % fulltrúa mæta.
7. gr.
Aðalfundur Stéttarsambandsins hefir
æðsta vald í öllum félagsmálum þess.
Hann semur fjárhagsáætlun fyrir fjár-
hagstímabilið og tekur ákvarðanir um
starfsemi sambandsins í samræmi við á-
kvæði 2. greinar þessara samþykkta. Á að-
alfundi skulu lagðir fram reikningar sam-
bandsins til úrskurðar og samþykktar. Að-
ilfundur kýs 5 menn í stjórn sambandsins
og framleiðsluráð landbúnaðarins og vara-
mann fyrir hvern einstakan aðalmann.
Kjörgengir í stjórn sambandsins og fram-
leiðsluráð eru aðeins þeir menn, sem stunda
landbúnað, eða gegna mikilvægum trún-
aðarstörfum í þágu bændastéttarinnar að
dómi aðalfundar Stéttarsambandsins. Á að-