Freyr

Árgangur

Freyr - 01.04.1949, Blaðsíða 24

Freyr - 01.04.1949, Blaðsíða 24
122 FREYR Notkun matvæla er t. d. ekki áætluð meiri — svo teljandi sé — á komandi ári heldur en á þessu. Þó er gert ráð fyrir um 5% meiri mj ólkurneyzlu, svipað af kjöti og fleski en langt um meiri eggjaneyzlu en verið hefir. Til þess að geta haldið áfram uppbygg- ingarstarfsemi sinni, jafnt á öðrum svið- um sem á vettvangi framleiðslunnar, er talið, að á næsta ári þurfi að leita fjár- hagslegrar aðstoðar í Bandaríkjunum, sem nemur 940 milljónum dollara í stað 1.263 milljóna á þessu ári. * Fjögurra ára áætlunin, sem nær yfir árin 1948—52, hefir þann tilgang, meðal annars, að skapa jafnvægi milli greiðslna og innflutnings svo að hægt verði að halda uppi stöðugri atvinnu með sanngjörnu kaupi, eftir að aðstoð Bandaríkjanna hætt- ir, en það verður árið 1952. Halli sá, er var á utanríkisverzluninni 1946—47, er ráð- gert að verði greiddur með þeim ágóða, sem utanríkisviðskiptin veita á tímabilinu til 1953. Það er eftirtektarvert í þessu sambandi, að niðurstöður utanríkisverzlunar brezka ríkisins,á komandi árum,munu allt aðrar — og langtum hagkvæmari —en ætla má um Evrópuríki yfirleitt. Árið 1947 var inn- flutningur Evrópu mun meiri en 1938 en útflutningurinn allmiklu minni en þá, en Ayrshirc kýr. Foto: The Scottish Farmcr.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.