Freyr

Árgangur

Freyr - 01.04.1949, Blaðsíða 14

Freyr - 01.04.1949, Blaðsíða 14
112 PREYR Hann mundi vera afarlangt frá að vera samkeppnisfær viS fiskiveiðar annarra þjóða. En ekki yrði fiskimiðunum um það kennt. Tillaga greinarhöfundar, um flutning eða tildrátt bændastéttarinnar á beztu svæði landsins, verður aldrei framkvæmd enda óframkvæmanleg meðan frelsi og átthagatryggð eru í heiðri höfð. íslenzkir bændur munu heimta rétt sinn til fjármagnsins, með þeim kjörum, sem aðrir fá það og með þeirri festu, sem bændastétt hæfir og öruggri vissu um góð- an sigur. Þá mun koma í ljós með hve miklum glæsileik hægt er að reka land- búnað á íslandi. Ólafur Sigurðsson, Hellulandi. GUÐMVNDUR GISLASON: Nautgripir og sauðfjársjúkdómar i. Garnaveiki hefir fundizt með vissu í 12 kúm hér á landi, sex í Hreppum og Skeið- um, þremur í Skagafirði og þremur á Aust- urlandi. Auk þess hafa án efa komið fram allmörg sjúkdómstilfelli, sem ekki voru staðfest. Leitað hefir verið upplýsinga um dauða- orsakir og sj úkdómseinkenni allra naut- gripa, sem drepizt hafa eða verið felldir 2 Hreppum og Skeiðum í Árnessýslu árin 1940—’45, en á þeim tíma var ekki farið að veita nautgripunum neina verulega athygli í þessu sambandi. Það hefir komið í ljós, að á þessum ár- um hafa verið felldar fjórar kýr með ein- kennum, sem bent gætu á, að um garna- veiki hafi verið að ræða. ítarlegar skýrslur um þetta atriði hafa ekki fengizt nema úr þessum þremur sveit- um, en lýsingar hafa borizt af einstökum sj úkdómstilfellum og að minnsta kosti af tveimur greinilega garnaveikum kúm. Mörg sýkingartilfelli hafa fundizt sunn- an lands. Nautgripafjöldinn er þar mestur, og þar hefir einnig mest verið leitað að sjúkum gripum. Erfitt er að áætla, með nokkurri vissu, hve margar kýr hafa sýkzt af garnaveiki á öllu landinu, en ekki er ólíklegt, að þær skipti nú þegar tugurn. Eftir að garnaveiki var fyrst uppgötvuð í kúm 1945 (sjá grein í júlíblaði Freys 1946), hefir verið reynt að fylgjast með nautgripaflutningum víðs vegar um land- ið. Aðaláherzla var lögð á það til að byrja með að fá upplýsingar um þá nautgripi, sem seldir höfðu verið úr sveitum, þar sem garnaveiki hafði fundizt í sauðfé, á staði, sem voru algjörlega lausir við veikina. Síð- an var fylgzt með þessum nautgripum, framkvæmdar húðprófanir og blóðprófan- ir, en sumir felldir, og gerð innyflaathug- un, ef ástæða þótti til. Jafnframt voru settar reglur um nautgripaflutninga til þess að hindra útbreiðslu veikinnar. Ekki hefir enn komið fram neinn grun- ur um, að garnaveikin hafi breiðzt út um landið með nautgripum, en hættan er fyr- ir hendi og sízt má draga úr þeirri varúð, sem beitt hefir verið undanfarin ár. Það er engum efa bundið, að garnaveik- in hefir borizt úr sauðfénu í kýrnar. Til þessa hefir ekki fundizt nein sjúk kýr,

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.