Freyr

Árgangur

Freyr - 01.04.1949, Blaðsíða 11

Freyr - 01.04.1949, Blaðsíða 11
FREYR 109 Skal þá félagsmönnum, svo og þeim félagssamtökum, er fulltrúa eiga í fram- leiðsluráði, ásamt undirdeildum þeirra, skylt — ef stjórn Stéttarsambandsins krefst þess — að hætta öllum vöruflutn- ingum og viðskiptum, svo sem framast má verða, við framleiðanda eða verzlun, sem brotleg hefir orðið við ákvæði 14. gr., þar til hlutaðeigandi hefir undirritað skuldbind- ingu um að hlíta verðlagsákvæöum fram- Jeiðsluráðs og greitt þá sekt, er lög ákveða eða þær bætur, er stjórn Stéttarsambands- ins ákveður, enda sé ekki um athugaleysi að ræða. 16. gr. Nú gerist það, að dómi stjórnar Stéttar- sambandsins: a) Að tiiraun er gerö, með valdboði eða á annan hátt, að þröngva bændastéttinni eða félagssamtökum hennar, til þess að selja vörur bænda, eða einhvern hluta þeirra, fyrir óeðlilega lágt verð, miðað við framleiðslukostnað varanna og al- mennt kaupgjald og launagreiðslur i landinu. b) Að kosti bænda eða félagsstofnana þeirra er þröngvað stórlega á annan hátt. Þegar svo er komið, er stjórn Stéttarsam- bandsins heimilt, eftir að hafa rannsak- að vandlega alla málavexti og aðstæður, og tillögum hennar til samkomulags hefir verið hafnað — að gera ráðstöfun til sölu- stöðvunar á einni eða fleiri söluvörum bænda. 17. gr. Nú hefir stjórn Stéttarsambandsins á- kveðið, eftir að hafa ráðfært sig við stjórn- ir hlutaðeigandi sölufélaga bænda, að ieggja til, að sölustöðvun verði komið á. Snýr hún sér þá til þeirra hreppabúnaðar- félaga, sem þar eiga hlut að máli, og gerir þeim grein fyrir þeim ástæðum, er hún telur að geri stöðvunina óumflýjanlega. Jafnframt óskar hún þess, að búnaðar- félögin láti fara fram atkvæðagreiðslu um stöðvunina. 18. gr. Nú berast stjórn hreppabúnaðarfélags tilmæli samkv. 17. gr. og er henni þá skylt — innan 7 daga frá því hún fékk tilmæl- in — að láta fram fara skriflega leynilega atkvæðagreiðslu í félaginu um sölustöðv- unina. Rétt til að taka þátt í þeirri at- kvæðagreiðslu hafa þeir félagsmenn ein- ir, er framleiða þær vörur til sölu, sem fyr- jrhugað er, að stöðvunin nái til og full- nægja að öðru leyti ákvæðum 19. gr. At- kvæðagreiðsla skal auglýst með a. m. k. tveggja sólarhringa fyrirvara. 19. gr. Stjórn hreppabúnaðaríélags skal strax og henni berast tilmæli um atkvgr., semja kjörskrá um þá félagsmenn, sem rétt hafa til að taka þátt í atkvæðagreiðslunni, sam- anber 18. gr. Verði ágreiningur um atkvæð- isrétt manns, sker stjórn hlutaðeigandi búnaðarfélags úr. 20. gr. Úrslit atkvæðagreiðslu samkvæmt 18. gr. skal stjórn hreppabúnaöarfélags tilkynna stjórn Stéttarsambandsins þegar í stað. Til þess að sölustöðvun verði fram- kvæmd, verða % þeirra manna, er atkvæði greiða, að hafa samþykkt hana, enda hafi minnst % þeirra manna, sem atkvæðis- rétt hafa, sótt atkvæðagreiðsluna. Er þá sölustöðvun bindandi fyrir alla meðlimi þeirra félaga, er fengið hafa fyrirmæli um atkvæðagreiðslu, samkvæmt 17. gr. 21. gr. Þegar sölustöðvun hefir verið samþykkt, ákveður stjórn Stéttarsambandsins alla nánari framkvæmd hennar í samráði við stjórnir hlutaðeigandi sölufélaga og eru allir félagar bændasamtakanna skyldir til þess, að aðstoða við framkvæmd sölustöðv- unarinnar eftir því, sem nauðsyn krefur. 22. gr. Þegar sölustöðvun hefir verið ákveðin, skal hún tilkynnt opinberlega a. m. k. 7 sólarhringum áður en hún kemur til fram- kvæmda.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.