Freyr

Árgangur

Freyr - 01.10.1958, Blaðsíða 9

Freyr - 01.10.1958, Blaðsíða 9
FREYR 305 Auk þess sóttu fundinn ýmsir gestir, bændur og aðrir áhugamenn, m. a. úr Eyjafirði. Dagskrármál fundarins voru þessi: 1. Skýrsla stjórnarinnar. Sverrir Gíslason, formaður Stéttarsambands- ins, flutti ýtarlega skýrslu um störf stjórnar- innar frá síðasta aðalfundi. Ræddi hann fyrst um verðlagsgrundvöllinn. Honum hafði verið sagt upp af beggja hálfu, framleiðenda og neytenda, og síðan höfðu farið fram viðræður um málið, en ekki orðið samkomulag, þegar umræðum lauk að kvöldi 2. sept. Bar þar m. a. á milli, að fulltrúar neytenda vildu hækka af- urðamagn sauðfjárins, en fulltrúar bænda ekki, og í öðru lagi vildu fulltrúar neytenda ekki fallast á þá hækkun á vinnulaunum bús- ins, sem fulltrúar framleiðenda héldu fram. Formaður gat þess, að 12 manna nefnd sú, sem kosin var á síðasta Stéttarsambandsfundi, hefði ekki verið kvödd saman, þar sem stjórn- in var öll á einu máli um að segja upp verð- lagsgrundvellinum. Síðan ræddi formaður um einstök atriði, sem snerta verðlag og sölu á búvörum. M. a. ræddi hann verðlag kjöts og mjólkur og gat þess, að á undanförnum árum hefði kjöt hækkað meira í verði en mjólk. Nú væri mjólkurverðið neytendum hagstæðara en fyrir stríð, en kjötverð væri þeim óhagstæð- ara. Þá ræddi hann um vaxandi mjólkurfram- leiðslu og aukna vinnslu mjólkurvara af þeirri ástæðu. Því fylgdi útflutningur osta fyrir lít- ið verð. Formaður gat þess, að nú hefði verið fram- kvæmd jöfnun á flutningskostnaði kindakjöts til hagsbóta fyrir þá, sem hefðu mesta og dýr- asta kjötflutninga. Hefði það gefið góða raun og mundi verða haldið áfram. Hann vakti athygli á því, að verðlag á út- flutningsvörum gerði miklu hagkvæmara að flytja út dilkakjöt en mjólkurvörur. Síðan ræddi hann um nokkrar ályktanir síð- asta fundar og hvernig þau mál stæðu. Formaður kvað Grænmetisverzlunina hafa keypt jarðhúsin við Elliðaár á s.l. ári fyrir 21/2 milljón króna. Hefði það verið óhjákvæmilegt til að tryggja geymslu garðávaxta, því að fyrr- verandi eigandi hefði ekki viljað annast rekst- ur þeirra og ekki viljað leigja þau. Formaður ræddi síðan húsbyggingarmál Bún- aðarfélags íslands og Stéttarsambands bænda. Kvað hann óhjákvæmilegt að tryggja bygg- ingunni meira fé, til þess að hún kæmist upp áður en langir tímar liðu. Enn talaði formaður um stærð búanna í landinu og ýmislegt í því sambandi. Kvað hann áberandi, hve mörg smábúin væru, þar sem samgöngur væru erfiðastar, vegir engir eða ó- nógir. Erindi formanns tók fulla klukkustund. 2. Reikningar. Sæmundur Friðriksson, framkvæmdastjóri, lagði fram reikninga Stéttarsambands bænda fyrir árið 1957, rekstursreikning ársins og efnahagsreikning í árslok. Skýrði hann ein- staka liði reikninganna og ræddi þá. í því sam- bandi ræddi hann húsbyggingarmál sam- bandsins og Búnaðarfélags íslands. Grunni var lokið árið 1957 og varð hann dýr. Á þessu ári hefði að lokum fengizt leyfi til að steypa upp 2 hæðir og fjárfestingarleyfi fyrir 1.9 milljón króna. Reikningarnir höfðu verið endurskoðaðir án athugasemda. 3. Fjárhagsáætlun. Sæmundur Friðriksson lagði fram og las upp fjárhagsáætlun sambandsins fyrir árið 1959 og gerði grein fyrir einstökum liðum. Var henni síðan vísað til fjárhagsnefndar. 4. Umræður um skýrslu formanns. I fundarbyrjun hafði verið útbýtt meðal fundarmanna fjölrituðum skýrslum um starf- semi Framleiðsluráðs landbúnaðarins og um starfsemi Grænmetisverzlunar landbúnaðar- ins, ásamt fjölrituðum reikningum Stéttarsam- bandsins fyrir árið 1957. Voru þessar skýrslur nú til umræðu ásamt erindi formanns. Fyrstur tók til máls Benedikt H. Líndal. Lýsti hann ánægju sinni með jöfnun flutningskostnaðar á kjöti og aukna verðmiðlun á mjólk, en óánægju yfir stórfelldum fjárframlögum til húsbygg- ingar í Reykjavík. Garðar Halldórsson ræddi um verðlagsgrund- völl landbúnaðarvara. Taldi hann kostnaðar- liði of lágt áætlaða og studdi þá skoðun sína m. a. með skýrslu um þessa kostnaðarliði í

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.