Freyr

Árgangur

Freyr - 01.10.1958, Blaðsíða 31

Freyr - 01.10.1958, Blaðsíða 31
FREYR 327 milli þess bezta og versta, þó verulega nær því bezta. Svipað má segja um Vestur- Skaftafellssýslu. Vélakostnaður allur og fyrning í A.-Húnavatnssýslu í árslok 1956 er samkvæmt búnaðarskýrslunni, meðaltal á bónda kr. 4.033.— í Vestur-Skaftafells- sýslu kr. 4.368.— Ég læt það nægja, sem komið er um verð- lagsgrundvöllinn, ég veit að bændum er það vel ljóst, að það er ekki auðvelt að finna verðlagsgrundvöll, sem öllum hentar eða líkar. Ég ætla þá að fara nokkrum orðum um búnaðarástandið í árslok 1956. Sauðfé er þá talið 706.291, þar af eiga bændur 575.877 kindur. Nautgripir eru taldir 47.509, þar af eiga bændur 45.397 nautgripi. Heyfengur alls, taða 2.575.462 hb. úthey 412.568 hb. alls 2.988.030 hb. 4- þar frá hey búleysingja 164.599 — Hey bænda 2.823.431 hb. það er 449 hb. á bónda. Sauðfé búleysingja í sýslum og þorpum er 114.838 kindur — sauðfé í kaupstöðum 16.376 kindur. Nautgripir annarra en bænda 431 og hross 5850. Það mun láta nærri að kjötframleiðsla kaupstaðabúa, þorpsbúa og búlausra í sveit- um sé um 2000 tonn. Nú er gert ráð fyrir að úr landi þurfi að selja um 300 tonn fyrir um 8 kr. kílóið, (án útflutningsupp.). Kaupstaðarbúnar og menn í þorpum og kauptúnum, og það sumt hátekjumenn leggja til bróðurpartinn af útflutnings- kjötinu. Þetta er vert að athuga þegar deilur rísa út af uppbótum á útflutt kjöt. Hitt er ekki nema sjálfsagt og eðlilegt að búlausir menn, sem vinna úti í sveitunum eigi kind- ur. í framhaldi af því, sem að ofan segir fer hér á eftir kafli úr síðustu skýrslu fram- leiðsluráðs, sem er um útflutning landbún- aðarafurða Af kindakjötsframleiðslu s. 1. haust (1957) hefur verið flutt út 2.423.192,5 kg. dilkakjöt, en rúmlega 272 lestir af full- orðnu fé. Kjötið hefur verið flutt til Bret- lands (1.695.090 kg), Svíþjóðar (417.623 kg), Bandaríkjanna (392.753 kg), Danmerkur (52.844), Noregs, Færeyja, Frakklands og A,- og V.-Þýzkalands. Eins og fyrri daginn hefur komið í ljós, að verðið, sem fengist hefur fyrir kjötið, er mjög misjafnt. Söluverð dilkakjöts (fob.) til hinna ýmsu landa er sem hér segir: England......... kr. 7,51 pr. kg Svíþjóð .. Bandaríkin Danmörk Færeyjar Frakkland Noregur . Meðaltal 7,51 10,43 9,08 11,24 12,73 9,43 11,61 8,14 Kjötið af fullorðnu fé seldist að meðal- tali á kr. 4,70 pr. kg (frá 4,33 í 6,68). Á árinu 1957 var flutt úr landi um 173 tonn af mjólkurosti, aðallega til V.-Þýzka- lands. Að meðaltali mun söluverð hans hafa verið um kr. 6.50 pr. kg: Það sem af er þessu ári mun vera búið að flytja út tæp 200 tonn. Talsvert verðfall varð á osti á heimsmarkaðnum s. 1. vor, en nú upp á síð- kastið hefur verðið aftur hækkað nokkuð, þó það sé tæplega komið svo hátt sem það var um þetta leyti í fyrra. Þá hefur verið flutt út til V.-Þýzklands smávægilegt magn nýmjólkurdufts, en ætlunin er að flytja þangað alls um 100 tonn á þessu ári, fyrir verð, sem er svipað og ostverðið. Eins og áður er á minnst eru greiddar uppbætur á útfluttar landbúnaðarvörur, sem sambærilegar eru við beztu kjör báta- flotans. Fyrir verðlagsárið 1956/1957 var endanleg útflutningsprósenta landbúnaðar- afurða um 54,5% miðað við fob.-verð. Fyrir tímabilið frá 1. sept. 1957 til 15. maí s.l. mun hún verða um 65%, en eftir það til 1. sept. rúm 80%. Útflutningsuppbætur fyrir verðlagsárið 1956/1957 urðu nokkurn veginn jafn háar fyrir sauðfjárafurðir eins og uppbótaþörfin fyrir kjötið, um 33 milljónir króna, en á út- fluttan ost ársins 1957 vantar um 900.000,00 krónur. Hvernig þessi reikningur kemur út fyrir yfirstandandi verðlasár er óvíst ennþá, því uppgjör er skammt á veg komið, en sjálfsagt hafa hlutföllin ekki breytzt neitt stórvægilega. Sverrir Gíslason.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.