Freyr

Árgangur

Freyr - 01.10.1958, Blaðsíða 30

Freyr - 01.10.1958, Blaðsíða 30
326 FREYR eins lækkað í Reykjavík, en hækkað í kaup- stöðum og kauptúnum 5,3—7,8%. Hagstofustjóri lagði og fram skýrslu um fjórar mismunandi stærðir búa, fundna eft- ir sömu reglu og 1957, það er um framleiðslu og tilkostnað hjá búum af ákveðinni stærð í 20 hreppum á mjólkurframleiðslusvæðum frá 768 bændum, og 20 hreppum á kjöt- framleiðslusvæðum frá 595 bændum. Skýrslanna verður nánar getið síðar. Eftir gildistöku laga um Útflutningssjóð o. f 1., var verð mjólkur hækkað um rúma 11 aura til bóndans (afleiðing af 5% hækk- uninni á kaupi v.f.) og rúma 8 aura fyrir auknum kostnaði eða um 20 aura alls, til þess að mæta þeim kostnaði, sem leiddi af 5% kauphækkunum verkamanna, sem lögin heimiluðu. Þegar að samningar hófust um verð- grundvöllinn, höfðu ýmsar stéttir verka- manna fengið kauphækkanir umfram þau 5% launahækkun, sem lögin um Útflutn- ingssjóð gerðu ráð fyrir. Var sú hækkun víðast hvar um 6%. Það varð því fyrsta krafa fulltrúa framleiðenda að kaupliður verðgrundvallarins fengi þessa hækkun. Fulltrúar neytenda buðu hins vegar upp á 6% hækkun á tekjum bóndans og vildu um leið hækka kjötþungann á kind í 15 kg, úr 14 40 kg á kind. Fulltrúar framleiðenda gerðu þá kröfu til þess að fyrning véla væri hækkuð, að vextir hækkuðu og að kaup- liðurinn allur hækkaði um 6%. Að lokum varð það að samkomulagi að kaupliður verðgrundvallarins hækkaði um 6% auk þeirra 5% sem áður getur, og að kjöt- magnið væri aukið úr 14.4 kg á fóðraða kind í 14.68 — er það þriggja ára meðaltal. Hafði þá verðlagsgrundvöllurinn hækkað um rúm 13% og eru þá þessar breytingar helztar: 1. Kjarnfóður ........ 2. Tilbúinn áburður .. 3. a) Viðhald fasteigna b) Viðhald girðinga 4. Kostnaður v. vélar 5. Plutningskostnaður 6. og 7. liðir óbreyttir. 8. Vinnan, tekjur bónda Aðkeypt vinna...... úr kr. 9.614.00 í kr. 14.514.00 ------ 8.752.00 ----- 9.055.00 ------ 2.162.00 ----- 2.530.00 ------ 1.322.00 ----- 1.553.00 — — 5.854.00 -------- 6.842.00 ------ 4.600.00 ----- 5.612.00 ------59.760.00 ---- 67.257.00 -------12.577.00 ----14.155.00 Eins og fyrr segir lagði hagstofustjóri fram úrtak úr búnaðarskýrslunni fyrir árið 1956. Bústærðirnar voru sem hér segir fyrir: I. 8.00 naut:r. og 84.64 kindur og 5.08 hross II. 8.95 — — 106.83 — — 6.95 — III. 9.62 — — 115.90 — — 5.92 — IV. 10.50 — — 131.55 — — 5.55 — Heyfengur I. 500 hb. II. 562 hb. II. 574 hb. og IV. 593 tb. Þá voru í skýrslunni upplýs- ingar um afurðamagn hvers flokks, mjólk seld, slátrað sauðfé, garðávextir o. fl. einnig um allan framleiðslukostnað hvers bús. Fyrra ár var einnig lögð fram skýrsla sams- konar og þessi. Skýrslur þessar gefa mjög góðar upplýsingar um tekjur og gjöld bú- anna það sem þær ná. En ekki er hægt að segja að útkoman sé ánægjuleg, fram- leiðsluaukning frá ári til árs lítil, en veru- leg aukning í tilkostnaði. Hér á óefað nokk- urn þátt vonda sumarið á Suður- og Vestur- landi 1955, sem hefur haft áhrif á afkomu landbúnaðarins það ár og langt fram á árið 1956, en skýrslurnar eru frá þessum árum. Það hefur nokkuð verið deilt á verðlags- grundvöllinn fyrir síðast liðið verðlagsár. Ekki er það svo, að það hafi verið gert af neinu offorsi eða ósanngirni. Ég hefi ekki svarað þessum greinum, meðal annars af því, að ég tel ekki heppilegt að bændur deili um verðlagsmál í pólitískum blöðum. Hins vegar er ekki nema sjálfsagt að stjórn Stéttarsambandsins láti mæta eða mæti á fundum út um land og ræði þar þessi mál við bændur. Ég vil aðeins benda á eitt dæmi: það er um kostnað við vélar, fyrn- ingu og allan rekstur. Ég hefi hér fyrir framan mig meðaltilkostnað yfir vélar, meðal annars úr öllum sýslum landsins, samkvæmt búnaðarskýrslum í árslok 1956, þær síðustu, sem til eru fullgerðar. í þeirri sýslu, sem hefur lægstan fyrningar- og reksturskostnað er kostnaður véla kr. 2.488.00, en í þeirri, sem hefur hæstan kostn- að við vélar kr. 8 365.00 meðaltal á bónda, og svo allt þar á milli. Á þessu umrædda ári eru það 5 sýslur, sem hafa kostnað við vélar ofan við það, sem er í síðasta verð- lagsgrundvelli, hinar allar eru þar fyrir neðan, eða frá kr. 2.488 — kr. 8.365. — að meðaltali á bónda. Austur-Húnavatnssýslan verður að öllum líkindum að teljast vera á

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.