Freyr

Árgangur

Freyr - 01.10.1958, Blaðsíða 35

Freyr - 01.10.1958, Blaðsíða 35
F R E Y R 331 -----------------------------------------------------------------n Smurolíur og feiti þarf að geyma með varúð Gœtið þess vandlega að óhreinindi komist ekki i smurolíuna. Það er mjög áríðandi að verja smurefnin fyrir utanaðkomandi efnum (vatni, ryki o.þ.u.l.). Helzt á að geyma öll smurningarílát undir þaki og láta olíuföt standa á stokkum, því það auðveldar stórum aftöppun á olí- unni. Spons og kranar eiga ávallt að vera vel skrúfuð aftur; það kemur í veg fyrir leka og hindrar rigningarvatn frá að komast í olíuna, sé ílátið geymt úti. Setja ætti lekadollur undir krana á fötum. Mæliílát fyrir olíu á að varðveita fyrir ryki og óhreinindum. Feitiefnin fást oftast í dunkum. Gætið þess að láta lokin á þá þegar að aflokinni áfyllingu á smursprautur og smurkoppa. Munið, að varkárni í því sambandi er aldrei um of. Smurefnin eru fullkomlega laus við óhreinindi, þegar þau koma frá verksmiðjunni, en jafnvel hinn minnsti aðskotahlutur getur valdið mikl- um truflunum, ef hann lendir í viðkvæmri legu. v________________________________________________________________________________________> Hjátrú um skeifur Oft má sjá skeifu yfir dyrum á bæjum og hesthúsum. Eru skeifurnar taldar vera til heilla og hamingju. Þessa trú má rekja aftur til fyrrihluta miðalda. Margur trúir statt og stöðugt á heilla- mátt skeifunnar og ef menn sjá skeifu á förnum vegi, gera þeir sér gjarnan ómak til þess að hirða hana. Það er raunar erfitt að finna skýringu á því hvers vegna þessi trú hefur festst við skeifurnar, en vegir hjátrúarinnar eru oft órannsakanlegir og ekki er það einkum miður gefið fólk, sem er hjátrúarfullt. — Leikarar, listamenn og rithöfundar meðal annarra eru oft hjátrúafullir. En einhver ástæða hlýtur að vera fyrir því, að skeifur eru taldar heillagripir. Ein líklegasta skýringin, sem menn hafa getið sér til er sú, að lögun skeifunnar minni á vaxandi tungl, en það hefur frá fornu fari verið talið boða heill. í annan stað hefur sú trú löngum leikið á, að járn og stál fældi burt illar vættir. Áður fyrr var það trú í ýmsum löndum, að járnsmiðir vissu lengra en nef þeirra náði, og þar sem þeir smíð- uðu skeifur, fengu þær sinn skammt af trúnni. Um allan heim, að kalla má, og einkum þó í Ameríku, er skeifan álitin heillagripur. Ein undantekning er þó frá þessu: f Bæheimi í Þýzkalandi er það álitið boða ógæfu að hirða skeifu upp af götu sinni.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.