Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.10.1958, Qupperneq 37

Freyr - 01.10.1958, Qupperneq 37
FREÝR 333 Vikurveggur hefur ekki reynzt neitt betur en veggur úr steinsteypu. Hitinn í kartöflugeymslum má helzt ekki vera yfir 4—5° C. og bezt geymast þær við 2—3° C. Ef hitinn fer niður í 1° C. um lengri tíma, byrja kartöflurnar að breyta sterkjunni í sykur og verða sætar á bragðið. Takmark geymslunnar þarf að vera að hafa hitann um 2° C., svo önd- un og efnabreytingar yfir geymslutímann verði sem minnstar. í kartöflugeymslunni þarf að hafa hitamæli svo hægt sé að fylgjast með hitabreytingum og stuðla að jöfnum hita með hæfilegri loftræstingu. Ef hitinn fer niður í 0° C. þarf að koma honum upp í 2—3° C. Er það hægast með olíukyndingu. Vel geymdar kart- öflur eiga ekki að léttast meir en 5% yfir vet- urinn, og oft hafa þær ekki rýrnað svo mikið í geymslunni á Sámsstöðum. Vel hraustar kart- öflur er hægt að geyma án mikillar rýmunar, ef þess er gætt að láta þær liggja í sem full- komnustu dvalaástandi, en það er hægt í góðri, svalri kartöflugeymslu. (Kartaflan) Gafl og þverskuröur af kartöflugeymslu. Smásöluverð í verzlunum í Reykjavík í okt. 1958 Landbúnaðarvörur: aur. Nýmjólk ........................ ltr. 423 Rjómi ............................. — 3720 Skyr ............................. kg 845 Smjör ............................. — 5500 Heimasmjör ........................ — 4310 Mjólkurostur 45% .................. — 4570 Mysuostur ......................... — 1850 Nautakjöt (steik) ................. — 5500 Nautakjöt (súpukjöt) .............. — 2720 Kálfakjöt ....................... — 2562 Dilkakjöt nýtt .................... — 2950 — saltað .................. — 3035 — reykt ................... — 3985 Flesk reykt ....................... — 10000 Egg I. fl.......................... — 3750 Tólg .............................. — 1335 Kæfa .............................. — 6370 Kartöflur ......................... — 190 Aðrar neyzluvörur: aur. Fiskur (nýr), slægð ýsa ............ kg 490 Fiskur (nýr), þorskur slægður .... — 380 Saltfsikur, þorskur, þurrkaður .... — 900 Rúgmjöl ............................. — 298 Flórmjöl ............................ — 349 Hafragrjón .......................... — 372 Hrísgrjón ........................... — 677 Hvítasykur, höggvinn ................ — 638 Strásykur ........................... — 459 Smjörlíki ........................... — 890 Krystalsápa ......................... — 1280 Kaffi, br. og malað ................. — 4300 Kaffibætir .......................... — 2100 Cacao ............................. pk. 1323 Steinolía ........................ Itr. 165 Kol ............................ 100 kg 7200 Vísitala framfærslukostn. var 217 stig.

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.