Freyr

Årgang

Freyr - 01.10.1958, Side 22

Freyr - 01.10.1958, Side 22
318 FREYR býlanna síðustu árin. Ljósmyndari sýning- arinnar var Gunnar Rúnar Ólafsson, og ljósmyndir úr lofti tók Ágúst Böðvarsson landmælingamaður. Báðir þessir menn unnu mjög gott starf á stuttum tíma. í þessari deild voru einnig töflur og línurit er skýrðu frá þróun búnaðarmálanna á starfssvæði Búnaðarsambands Suðurlands síðustu 50 árin. Of langt mál er að rekja efni þeirra allra hér, en það væri nóg efni í margar greinar. Aðeins skal þó minnzt á hvað töðu- fengur og ræktuð jörð hefur aukizt: Skemman frá 1908 á sýningunni. Taða Stærð túna 1908 (góðæri) 147 þús. hestb. 3796 ha 1918 (kalár) 89 — — 4488 — 1928 151 — — 5019 — 1938 212 — — 7485 — 1948 358 — — 10011 — 1957 875 — — 18532 — Hermann Jónasson ræðu og lýsti sýninguna opna. Þegar við opnunina var kominn fjöldi fólks úr öllum byggðum sunnanlands og víð- ar að og var svo alla dagana meðan sýn- ingin var opin. Forsetahj ónin frú Dóra Þórhallsdóttir og hr. Ásgeir Ásgeirsson heimsóttu sýninguna fyrsta daginn sem hún var opin. Veður var bjart og fagurt þennan dag svo og alla dag- ana, sem sýningin var opin. Vegna þeirra, sem ekki áttu þess kost að sjá sýninguna, skal nú vikið nokkuð að hin- um einstöku deildum hennar. Deild Búnaðarsambands Suðurlands. Það var fyrsta deildin þegar gengið var inn í aðalsýningarskálann. Þar blasti fyrst við landabréf af félagssvæðinu og voru merkt inn á það hreppabúnaðarfélögin og tilgreint stofnár þeirra og félagsmannatala. Elzta búnaðarfélagið á félagssvæðinu er Búnaðarfélag Grímsneshrepps, stofnað 1883. Bændur á starfssvæði Búnaðarsam- bands Suðurlands eru hátt á 15. hundrað, eða um (4 hluti allra bænda í landinu. Hér var einnig héraðslýsing í ljósmyndum. Blasti við hinn glæsilega uppbygging sveita- Sést af þessu að stærð túna hefur nærri fimmfaldazt og töðufengur sexfaldazt á síð- astliðnum 50 árum. Sérstaklega er athygl- isvert hvað þróunin hefur verið ör síðustu 10 árin. Fólki við landbúnaðarstörf hefur fækkað mikið síðastliðin 40 ár. 1910 voru 9282 við landbúnaðarstörf, en 1950 voru 6199. Á hinn bóginn hefur verðmæti land- búnaðarframleiðslunnar aukizt (umreiknað til verðlags 1957) úr 57.1 milj. 1908 í 178.6 milj. árið 1957, eða rúmlega þrefaldazt. í þessari deild voru töflur yfir tilrauna- niðurstöður frá tilraunastöð Búnaðarsam- bandsins í Laugardælum, og var þar mikinn fróðleik að finna. Jón Kristinsson bóndi í Lambey í Fljótshlíð vann frábært starf fyr- ir Búnaðarsambandið við teikningu þess- ara línurita. Hið tölulega efni þeirra út- veguðu ráðunautar Búnaðarsambandsins, Búnaðarfélag íslands og Hagstofan. Verkfærahús frá 1958. Sjálfsagt má deila um, hvað eigi að vera í nýtízku verkfærahúsi í sveit. í þessari deild var saman safnað miklum fjölda alls- konar verkfæra og áhalda, sem eru næst- um daglega í þjónustu bóndans. Innflutningsdeild SÍS sá um uppsetningu þessarar deildar.

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.