Freyr

Árgangur

Freyr - 01.10.1958, Blaðsíða 15

Freyr - 01.10.1958, Blaðsíða 15
FREYR 311 um og skorar því á rikisvaldið að tryggja Rækt- unarsjóði fé til áframhaldandi lánastarfsemi, eftir þvi sem heilbrigt getur talizt og verða mætti m. a. til að koma í veg fyrir að byggilegar sveitir fari í eyði." Samþykkt með samhljóða atkvæðum. 7. „Aðalfundur Stéttarsambands bænda, haldinn i Bifröst dagana 3. og 4. sept. 1958, ályktar að fela stjórn Stéttarsambandsins að vinna að því, að lög- um um stofnun Búnaðarmálasjóðs verði breytt þannig, að sett verði inn í lögin ákvæði til bráða- birgða svohljóðandi: „Á árunum 1958—1961 að báðum meðtöldum skal greiða i/2% viðbótargjald af söluvörum land- búnaðarins sem um ræðir í 2. gr. og rennur það til Búnaðarfélags Islands og Stéttarsambands bænda til húsbyggingar félaganna við Hagatorg í Reykjavfk í sömu hlutföllum og eignarhluti þeirra er í byggingunni. Um álagningu og innheimtu gjaldsins gilda sömu reglur og um Búnaðarmálasjóðsgjaldið, sem nú er." Þessa tillögu, sem stjórn Stéttarsambandsins hafði lagt fyrir fundinn, tók nefndin upp ó- breytta og mælti Gunnar Guðbjartsson fyrir henni. Um tillöguna urðu miklar umræður. Þessir tóku til máls: Sigurgrímur Jónsson spurðist fyrir um, hvort hægt mundi verða að ná gjaldi fyrir árið 1958. Sveinn Tryggvason kvað svo vera, þar sem gjalddagi Búnaðarmálasjóðsgjalds væri ekki fyrr en 1. apríl næsta árs. Jón Jónsson á Hofi andmælti tillögunni og vildi ekki að svo komnu samþykkja hækkun Búnaðarmálasjóðsgjalds, sem rynni til „opinberrar stofnunar" eins og hann taldi Búnaðarfélag íslands vera. Gunn- ar Guðbjartsson rakti þá nauðsyn þess að fá fjármagn til húsbyggingarinnar og samþykkja tillöguna. Benedikt H. Líndal andmælti þá til- lögunni, en Einar Ólafsson, Bjarni Bjarnason og Jóhannes Davíðsson mæltu með samþykkt hennar. Guðjón Hallgrímsson var tillögunni andvígur, en Sæmundur Friðriksson lýsti þörf- inni á húsbyggingunni og að halda áfram með hafið verk. Enn töluðu þessir: Benedikt H. Líndal, Þórólfur Guðjónsson og Jón Jónsson. Þá var gefið hlé til kvöldverðar, en áður en fundarstjóri sleit fundi, bar hann undir at- kvæði þá tillögu, að ræðutími fundarmanna verði hér eftir takmarkaður við 5 mínútur, nema um framsöguræður sé að ræða. Var þetta samþykkt með samhljóða atkv. Að kvöldverði loknum var umræðum haldið áfram. Gunnar Guðbjartsson mælti enn með tillögunni. Þá talaði formaður Búnaðarfélags íslands, Þorsteinn Sigurðsson, um sjónarmið Búnaðarfélagsins í þessum efnum og þörf þess fyrir húsið, og ennfremur um stöðu B. í. í þjóð- félaginu, en hann kvaðst alla tíð hafa talið það félag bændanna í landinu. Enn töluðu þess- ir: Ásgeir Bjarnason, Gunnar Ólafsson, Ágúst Hálfdánarson, Gísli Brynjólfsson, Guðm. Ingi Kristjánsson, Þórir Steinþórsson og Benedikt H. Líndal. Undir umræðunum kom fram þessi dagskiártillaga: „Þar sem nú þegar hafa komið fram mótmæli margra búnaðarfélaga og bændafunda um hækk- un Búnaðarmálasjóðsgjaldsim, sér fundurinn sér ekki fært að mæla með hækkun þess, enda ekki líkur til að Stéttarsambandið, með þeim tekjum, sem því nú þegar eru tryggðar, skorti fé til þess að standa straum af nauðsynlegum byggingar- kostnaði, er fullnægi húsnæðisþörf sambandsins eftirleiðis. Hins vegar lítur fundurinn svo á, að Búnaðar- félag Islands geti treyst því nú sem fyrr, að því verði af hálfu hins opinbera séð fyrir nauðsynlegu fjármagni til alhliða starfsemi sinnar eins og verið hefur. Þá er og ekki viðeigandi að Stéttarsam- bandsfundurinn skapi slíkt fordæmi að velta á herðar bænda þeim kostnaði, er rfkissjóði ber að standa straum af. Samkvæmt framansögðu samþykkir fundurinn að vísa máli þessu frá og tekur því fyrir næsta mál á dagskrá. Benedikt H. Líndal. Benedikt Kristjánsson. Jón Jónsson. Guðjón Hallgrímsson. Einnig kom fram þessi tillaga og talaði séra Gísli Brynjólfsson fyrir henni: „Aðalfundur Stéttarsambands bænda 1958 mælir eindregið með því við búnaðarfélögin í landinu, að þau samþykki allt að helmingshækkun á bún- aðarmálasjóðsgjaldinu næstu 4 ár, vegna húsbygg- ingar Stéttarsambandsins, ef þörf krefur." Gísli Brynjólfsson. Þórólfur Guðjónsson.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.