Freyr

Árgangur

Freyr - 01.10.1958, Blaðsíða 41

Freyr - 01.10.1958, Blaðsíða 41
FREYR 337 Áss var flæðihætta á engjarnar úr Rauða- læk og Hrútsvatni. Þessi flóð voru alltíð og eyðilögðu þá oft stórkostlega slægju og laust hey. Það varð ráð þeirra Ásbænda að leita aðstoðar Sigurðar Sigurðssonar ráðu- nauts um lausn á þessum vanda og gera kostnaðaráætlun, og síðan var ráðizt I framkvæmd, sem búin er að vera að ærnu gagni nú í nærfellt hálfa öld. Með fyrir- hleðslum og skurðagerð tókst þeim að ná fullu valdi á vatninu, svo að síðan hefur aldrei flætt á engjarnar, en með þessum aðgerðum fékkst og áveita á mikinn hluta þeirra frá því á haustin og fram á vor, eftir því sem henta þótt. Stórbötnuðu engjarn- ar við þessar aðgerðir. Á næstu árum voru skurðir miklir grafnir í engjarnar og þær ræstar svo vel, sem auðið var með þátíma tækjum. Engjarnar voru girtar og allt kapp lagt á að slétta túnið, sem að mestum hluta var stórþýft. Gamla túnið var sléttað með ofanafristu aðferðinni, útfærzlur plægðar og herfaðar. Áður en allmörg ár voru liðin var allt orðið slétt innangarðs og hver mói í nánd bæjarins nýttur. Þá tóku mýrarnar við og sóttist að vonum hægt með skurða- gerð og lokræsa í þeim, þangað til hin stór- virkari tæki komu til sögunnar. Ég veit ekki hvað þessu nýja landnámi er langt komið í dag, en myndi ætla að það næmi milli 30 og 40 hekturum. Húsabætur lét Guðjón jafnan fylgja öðrum framkvæmd- um sínum í búnaði að því hófi, sem við átti og hagkvæmt var. Og snyrtibragur og þrifa á allri umgengni svo að til fyrirmynd- ar var. En þó að Guðjón byggi búi sínu vel og snyrtilega, þá mundi ég telja að búnaðar- saga hans væri vart starfssaga hans hálf, hvað þá meira. Hann átti þar við alla erfið- leika sinnar kynslóðar að etja og virti skil- semi sína hærra en svo, að hann kynni við að leita skjóls með skuldir sínar í kreppu lánasjóði, þó hann ætti þess fullan rétt, sem aðrir bændur, og engu minni þörf, en fjöl- margir, sem það gerðu En sumum mönn- um er svo farið, að þeir kunna aldrei að selja stundirnar né telja, þegar félagsleg þörf eða almannahagur er annarsvegar. Það þykir mér mest um Guðjón vert, hvað hann er gæddur þessu eðli í ríkum mæli. Það er alveg skrumlaust mál, að varla hef- ur það nytjamál verið ofarlega á baugi um daga Guðjóns í Ási í utanverðri Rangár- vallasýslu, að hann hafi ekki verið upp- hafsmaður þess, lagt því liðsinni, eða verið þar með einhverjum hætti í forustu — stundum eitthvað af þessu — oft allt í senn. Hefur þetta og orðið til þess, að sveitungar Guðjóns hafa falið honum að kalla má hvert það trúnaðarstarf, sem sveitarfélag þarf að kveðja mann til og hefur hann gegnt þeim flestum um tugi ára. Má og vera, að hann gegni ýmsum þeirra enn, þrátt fyrir sinn háa aldur. Sú upptalning yrði svo löng, að ég efast um, að dálkur í Frey myndi nægja til hennar og skal því ekki út í það farið, enda auðgert að afla sér þar um vitneskju á öðrum stöðum. Fyr- irhyggja, gát og rík ábyrgðartilfinning hafa einkennt öll störf hans í almanna þágu. Ósíngjarn, ráðagóður, greiðvikinn og ærið ólatur hefur hann verið um dagana, kapp- samur og ýtinn en jafnframt stilltur og flaslaus. Hann hefur alla tíð verið hug- sjónamaður og umbóta og öruggur oddviti, þar sem hann beitir sér fyrir máli. Hann er unnandi allrar ræktunar, jafnt ræktun- ar lands sem lýðs og hefur unnið þeirri hugsjón sinni af brotalausri trúmennsku. Guðjón í Ási er sómi stéttar sinnar, vaskur drengur og góður, svo að slíka munum vér sem flesta kjósa í byggðir þessa lands. Árið 1911 skiptu þeir bræður Eiríkur og Guðjón búi sínu og 1. júní þá um sumar- ið kvæntist Guðjón Ingiríði Eiríksdóttur bónda Eiríkssonar frá Minni-Völlum í Landmannahreppi. Frú Ingiríður er hin mesta ágætiskona, sem staðið hefur við hlið mans síns af miklum dugnaði og myndar- skap í allri hans margháttuðu umsýslu og átt sinn drjúga þátt í að skapa það hlýja traust og vinarhug, sem jafnan hefur um- leikið heimilið. Með djúpri virðingu og þökk árnum vér þeim allra heilla á þessum tímamótum æv- innar. Bóndi er bústólpi, bú er landstólpi, því skal hann virður vel. Þeir kveða þau orð í garð sinn, er svo hafa lifað, sem Guðjón í Ási.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.