Freyr

Árgangur

Freyr - 01.10.1958, Blaðsíða 21

Freyr - 01.10.1958, Blaðsíða 21
alla, sem alls ekki er byggt eða ætlað til slíks sýningarhalds. Sláturfélag Suðurlands lánaði Búnaðarsambandinu hús sitt á Sel- fossi til sýningarinnar. Forstjóri Sláturfé- lags, Jón H. Bergs, og forráðamenn þeirrar stofnunar, sýndu sýningarmálinu alveg framúrskarandi velvild frá upphafi. Ýmsar fleiri stofnanir og einstaklingar sýndu Bún- aðarsambandinu mikla velvild og fyrir- greiðslu í sambandi við sýninguna, en of langt mál yrði hér að minnast á nöfn þeirra allra. Eins og fyrr greinir komst fyrst veruleg- ur skriður á undirbúning um miðjan maí. Hafizt var handa að rækta lóðina og prýða, girða sýningarsvæðið með vandaðri girð- ingu, bera ofan í vegi og hlöð umhverfis húsið. Skilrúm og innréttingar voru settar í sýn- ingarsali, ennfremur raflagnir vegna lýs- ingar o. s. frv. Húsið var málað að utan og innan að miklu leyti. Hús Sláturfélags Suð- urlands á Selfoss er geysi stórt og rúmgott. Það er fyrst og fremst sláturhús, en þrátt fyrir það ótrúlega hentugt til að halda þar í sýningu sem þessa. Flatarmál sýningarsal- anna undir þaki mun hafa verið um 2500 m2, eða V4 ha. Húspláss þetta var gjörnýtt og raunverulega sá rammi, sem markaði stærð sýningarinnar innanhúss, því Bún- aðarsambandið taldi sér ofvaxið að reisa byggingar til viðbótar. Þetta stóra húspláss reyndist of lítið, því sunnudaginn 17. ágúst voru sýningargestir svo margir, að grípa varð til þess ráðs að takmarka aðgang inn í húsið til að afstýra vandnræðum vegna þrengsla og troðnings. Á planinu og túninu sunnan hússins voru svo útisýningar á landbúnaðarvélum og byggingarefni. Er það svæði rúmur hektari og var mikið af því svæði notað. Bílastæði höfðu verið útbúin fyrir 600—700 bíla, en reyndist þó of lítið þegar sýningargestir voru flestir. Umhverfis sýningarsvæðið var þétt fánaborg og þegar mild ágústgolan bærði fánana, fékk staðurinn og umhverfið hátíðiegan og hrífandi blæ. Það duldist eng- Búnaðarsamband Suðurlands minntist hálfrar aldar afmælis síns með veglegri búnaðarsýningu á Selfossi í ágústmán- mánuði s. 1. Sýningin stóð í 6 daga og sóttu hana um 17.000 manns. Fram- kvæmdastjóri sýningarinnar, Einar Þor- steinsson, ráðunautur, hefur skrifað meðfylgjandi grein um sýninguna fyrir FREY. v_____________________________________^ um, að það var hátíð gjörð á Suðurlandi. Laugardaginn 16. ágúst hafði stjórn Bún- aðarsambandsins hádegisverðarboð í Hótel Tryggvaskála fyrir fulltrúa úr öllum hrepp- um sunnanlands og gesti. Að því loknu kl. 14.00 síðd. var ekið vestur yfir Ölfusá til opnunar Landbúnaðarsýningarinnar. Þar hafði þá safnazt saman fjöldi manns. Fólk gekk nú inn á sýningarsvæðið og safnaðist saman við suðurhlið hússins. Lúðrasveit Selfoss lék. Hjalti Gestsson ráðunautur flutti ávarp og bauð gesti velkomna. Þá flutti forsætis- og landbúnaðarráðherra Deild sandgrœðslu rikisins á sýningunni þótti haglega sett upp.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.