Freyr

Árgangur

Freyr - 01.10.1958, Blaðsíða 10

Freyr - 01.10.1958, Blaðsíða 10
306 FREYR Öngulstaðahreppi samkvæmt framtalsskýrslum bænda. Meðal þessara liða voru fóðurbætir, áburður, vélakostnaður og flutningskostnaður. Síðan var gefið hlé til miðdegisverðar. 5. Ávarp forsætisráðherra. Þegar fundur var settur á ný, flutti Hermann Jónasson, forsætis- og landbúnaðarráðherra ræðu og hóf mál sitt á þvi að minnast land- búnaðarsýningarinnar, er Búnaðarsamband Suðurlands hafði á Selfossi í minningu um 50 ára afmæli sitt. Kvað ráðherrann þá sýningu hafa verið mjög merka og gefið gott og áhrifa- mikið yfirlit yfir hinar stórfelldu framfarir síð- ustu 50 ára. En í því sambandi hvarflaði þó að sér, hvort þessar miklu framfarir hafi ekki að sumu leyti verið of örar, þannig að vissar veilur hefðu komið fram við hinn mikla vöxt. Drap hann síðan á atriði, sem bæta þyrfti í íslenzkum landbúnaði. Bændur þyrftu að auka búreikn- inga til þess að sjá betur, af hverju þeir hefðu raunverulegan hag. Þeir þyrftu að haga fram- leiðslu sinni í samræmi við það, sem hentaði erlendum markaði um verðlag og gæði. Þeir þyrftu að tryggja sig gegn óþurrkum og harð- indum, til þess að hafa árvissa afkomu. „Fyrn- ingar eru betri en gull,“ sagði ráðherrann, og „votheysgerðin er sú lausn, sem við verðum að fullkomna.“ Árnaði hann síðan fundinum og íslenzkum bændum allra heilla. 6. Ávarp varaforseta Alþýðusambands fslands. Eðvarð Sigurðsson, fulltrúi Alþýðusambands íslands á fundinum og varaforseti þess, flutti stutt ávarp. Þakkaði hann af Alþýðusambands- ins hálfu boð Stéttarsambandsins um að senda fulltrúa á fundinn. Taldi hann sig hafa bæði gagn og ánægju af veru sinni á fundinum og kynni af bændum og hagsmunamálum þeirra. Vænti hann góðrar samvinnu þessara tveggja sambanda og óskaði fundinum og Stéttarsam- bandi bænda allrar velgengni. Að þessu loknu hófust almennar umræður. 7. Framhaldsumræður um skýrslu formanns. Hafsteinn Pétursson talaði um kaup bóndans og verkamannsins og Guðjón Hallgrímsson drap á ýmis atriði. Sagði hann að Alþýðusambandið ætti að beita sér fyrir gerðardómi um kaup- gjaldsmál. Hann ræddi um hve bóndinn þyrfti að vinna langan tíma fyrir tekjum sínum; með tilliti til vinnutíma væri „kaup“ hans of lítið. Hann gat þess, að bændur í Húnavatnssýslu hefði vantað 45 aura til að fá það verð, sem þeir áttu að fá fyrir mjólk og enn þyrfti að auka verðmiðlun. Erlendur Árnason sagði, að ekkert væri eins illa borgað og vinnan við landbúnað- arstörf. í verðlagsgrundvellinum væru kostn- aðarliðirnir of lágir. Ólafur Bjamason ræddi m. a. um hækkun á verði fóðurbætis vegna að- gerða ríkisvaldsins og hve það kæmi illa við bændur. Garðar Halldórsson gaf upplýsingar um framleiðslumagn bænda í Öngulstaða- hreppi í framhaldi af skýrslu sinni um kostnað þeirra og Bjarni Bjarnason kvað ekki að sak- ast um hátt kaup verkamanna eða stuttan vinnudag, en vinnuafköst væru of lítil. Þegar hér var komið gerði fundarstjóri, Jón Sigurðsson, hlé á umræðum til að flytja fundarmönnum þá sorgarfregn, að einn af gestum fundarins hefði andazt skyndilega í herbergi sínu á fundarstaðnum. Það var Jón Guðmann, bóndi á Skarði við Akureyri, landskunnur atorkumaður og myndarbóndi og mikill áhugamaður um velgengni ís- lenzkrar bændastéttar. Fundarstjóri minnt- ist Jóns Guðmanns með nokkrum orðum, en fundarmenn risu úr sætum í virðingar- skyni við hinn nýlátna merkismann. Umræður hófust síðan að nýju. Formaður sambandsins, Sverrir Gíslason, ræddi þá nokk- ur atriði, sem fram höfðu komið á fundinum. Benti hann m. a. á, að kostnaðarliðir vísitölu- búsins væru fundnir samkvæmt framtölum bænda víðsvegar um land allt. Síðan urðu miklar umræður og féllu enn á víð og dreif. Þessir tóku til máls: Gunnar Guð- bjartsson, Gísli Brynjólfsson, Benedikt H. Lín- dal, Steinþór Þórðarson, Jónas Pétursson, Guðm. Ingi Kristjánsson, Hafsteinn Péturs- son, Ingvar Guðjónsson, Helgi Símonarson, Jón Gauti Pétursson, Sigurður Haukdal, Eggert Ólafsson, Einar ólafsson, Þórólfur Guðjónsson, Sigurður Elíasson, Gunnar Ólafsson. Höfðu þá 25 menn tekið þátt í umræðunum. Auk þess sem ma, gir ræðumenn töluðu um verðlagsgrundvöllinn og einstök atriði hans, ræddu ýmsir þeirra þau vandræði og erfiðleika, sem bændur í ýmsum héruðum norðanlands og austan ættu nú í, sökum langvarandi óþurrka

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.