Freyr

Árgangur

Freyr - 01.10.1958, Blaðsíða 26

Freyr - 01.10.1958, Blaðsíða 26
Fóðrun kúnna í vetur -------------—^ Fóðrun kúnna í vetur hlýtur að mótast af ágætri nýtingu heyja á Suður- og Suðvest- urlandi nú í sumar og slæmum heyjum á Norður- og Norðausturlandi. Þá hlýtur mikil verðhækkun á kjarnfóðri að hafa nokkur áhrif á. notkun þess, sagði Bjarni Arason, ráðunautur hjá Búnaðarféla i íslands, þegar Freyr ræddi við hann um fóðrun kúnna í vetur með tilliti til heyfengs í sumar og verð- hækkunar á fóðurbæti. Þar, sem hey eru venju fremur góð, á að vera auðvelt að fóðra kýrnar til hárra af- urða án mikillar notkunar á kjarnfóðri. Hversu mikið á að nota af því, er fyrst og fremst komið undir verðhlutfallinu milli kjarnfóðurs og mjólkur. Á meðan 1 kg kjarnfóðurs fæst fyrir 2 kg mjólkur heima á búinu, orkar ekki tvímælis, að hagkvæmt er fyrir bændur að nota það til viðbótar við heyfóður til þess að nýta afurðagetu grip- anna. Að nota kjarnfóður til heysparnaðar kemur hins vegar ekki til greina við venju- leg skilyrði. Hvaða kjarnfóður á að nota? Því miður er mjög lítið úrval af kjarnfóð- urblöndum á markaðinum hér hjá okkur. Hvert fyrirtæki hefur aðeins eina tegund af fóðurblöndu á boðstólum, og þær eru yfir- leitt líkar að efnasamsetningu Ef vel á að vera, þarf hver bóndi að eiga kost á a. m. k. tveimur tegundum af fóðurblöndu fyrir mjólkurkýr með mismunandi innihaldi af eggjahvítu. Það er hvort tveggja, að gripun- um er óhollt að fá í fóðrinu verulegt magn af eggjahvítu umfram þarfir, og F.E. í eggjahvíturíku fóðri, síldar- og fiskmjöli, er nokkru dýrari en í kolvetnafóðrinu. Þær fóðurblöndur, sem framleiddar eru hér, innihalda allar mjög mikið af eggjahvítu, svo mikið að það er nægjanlegt, þar sem þörfin verður mest, það er, handa hámjólka kúm með lélegu heyfóðri. Séu þær notaðar handa kúm í iágri nyt og með snemmsleg- inni og vel verkaðri töðu, verður eggja- hvítumagnið í fóðrinu óhóflega mikið og fóðrið þar af leiðandi óhollara og dýrara en ella. Hvað geta bændur gert til þess að ráða bót á þessu? Þar sem taðan er snemmslegin og vel verkuð, er vafalaust hagkvæmt að blanda fóðurblöndurnar með ódýrara kornfóðri til helminga eða svo. Bezt er að nota til þess maís og hveitiklíð t. d. tvo hluta maís og einn hluta hveitiklíð. Þá má einnig benda á það, að verzlun með fóðurvörur er að langmestum hluta í hönd- um samvinnufélaga bænda, og ætti þeim því að vera innan handar að ráða bót á því sem aflaga fer á því sviði. Hvað um fóðrun kúnna á óþurrkasvæð- unum? Þar sem hey eru hrakin, er sjálfsagt að gefa öllum gripum ofurlítið af eggjahvítu og steinefnaríku kjarnfóðri, t. d. y2—1 kg af eggjahvíturíkri fóðurblöndu á dag á kú, þótt þær séu í lágri nyt eða geldar, og auk þess 30—40 g af steinefnablöndu og 1 mat- skeið af lýsi á dag. Steinefnablöndur. Á markaðinum eru nokkrar tegundir af steinefnablöndum fyrir mjólkurkýr mis- munandi að efnasamsetningu. Hverja þeirra er hagkvæmast að nota, fer eftir aðstæð- um á hverjum stað, og er því ekki hægt að gefa almennar leiðbeiningar um það. Steinefnainnihald töðunnar er mjög mis- munandi frá einni jörð til annarrar, og ræð- ur þar mestu jarðvegur og áburðarnotkun. Steinefnablanda, sem kemur að ágætum notum á einu búi, getur því reynzt gagns- laus eða jafnvel skaðleg á öðru. Óhætt er þó að ráða öllum bændum, sem verða varir

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.