Freyr

Árgangur

Freyr - 01.10.1958, Blaðsíða 39

Freyr - 01.10.1958, Blaðsíða 39
FREYR 335 þetta afrek sitt á sviði trjá- og skrúðgarða- ræktar, enda mun h.ún ekki eiga aðra j afn- ingja þar en frú Schiþth á Akureyri og séra Sigtrygg Guðlaugsson á Núpi í Dýra- firði. Ævistarf Guðtajargar í Múlakoti varð bæði mikið og langt, en garðyrkjustörfin voru léngst af unnin í hjáverkum. Hún veitti fjölmennu heimili forystu nær fram til síðustu ára, með mikilsverðri aðstoð frú Láru Túbals tengdadóttur sinnar. Inntu þær stórkostleg störf af höndum eftir að gestakoman fór að aukast og Múlakot varð gisti- og greiðasölustaður. í ætt þeirra Tú- bals og Guðbjargar hafa lengi verið list- rænir hæfileikar, sem oft hafa komið fram í snilldar handbragði við öll dagleg störf. Tóvinna var til dæmis mikið stunduð á heimili Guðbjarðar og þótti með afbrigð- um falleg. Til þess að geta orðið góð og hagsýn húsmóðir þurfti íslenzka bónda- konan ekki sízt að kunna „að koma ull í fat og mjólk í mat“, eins og þeir gömlu orðuðu það. Sjálfur má ég minnast þess, því að í nær tvo áratugi var ég mest í föt- um, á vetrarferðum mínum fyrir Búnað- arfélag íslands, sem Guðbjörg í Múlakoti hafði kembt og spunnið í og ofið var á hennar heimili. Hefur mér ekki verið hlýrra eða liðið betur í öðrum fötum en þeim. Nú hefur Guðbjörg í Múlakoti lagt frá sér ullarkambana og rokkhjólið hennar snýst ekki lengur. Þann 18. júlí í sumar var hún lögð til hinztu hvíldar, við hlið manns síns, í grafreit, sem hún hafði sjálf látið útbúa þeim fyrir nokkrum árum, þegar Túbal dó. Þar fær hún nú vel for- þénta hvíld eftir mikið starf langrar ævi, en þroskavænleg tré, reynir, björk og barr- fellir skýla reitnum fyrir næðingum og veita skrautblómum skjól. Mikill mann- fjöldi fylgdi Guðbjörgu til grafarinnar. Það var sveitin og héraðið og landið allt, sem vildi sýna henni hve mikils störf hennar voru metin og þakka henni og börnum hennar fyrir allt gott, fyrr og síð- ar. Hún var orðin hálf níræð og þurfandi fyrir hvíldina þegar hún lézt og hafði ver- ið rúmföst síðasta árið. Margir sem þekktu Guðbjörgu munu sakna hennar og minnast hennar lengi. Ég vil svo enda þessi kveðjuorð mín með þremur vísum, sem langafi minn, séra Páll skáldi orti fyrir 115 árum, um bóndakonu, sem þá bjó í Múlakoti, því mér finnst að þær geti alveg eins átt við Guðbjörgu vin- konu mína. Þær eru svona: Von er þó að vífsins hver vinur sorga kenni, því hann missti mikið hér og mátti finnast, svo sem er, eftirsjón og söknuður að henni. Þó vil ég hugga þar með öld: — þess er reynslan borgun. — Rauður ofan í Ránartjöld röðullinn sem fór í kvöld, kemur skærar skínandi upp á morgun. Svo mun aftur saumabrík sú er héðan deyði, endurlifna elskurík englum Guðs að háttum lík á efsta morguns upprisunnar skeiði. Ragnar Ásgeirsson. Aðalfundur NBC á fslandi næsta sumar. Næsti aðalfundur Norræna bændasambandsins verður haldinn á Islandi sumarið 1959. Var þetta ákveðið á aðalfundi NBC í Helsingfors í ágúst s.l. Jafnframt var Sveinn Tryggvason framkvæmdastjóri kosinn forseti bændasamtakanna, en Sæmundur Friðriksson, fram- kvæmdastjóri, var kjörinn ritari þeirra. Hávaxið grænmeti. Fyrir skömmu var sagt frá því í Moskvuútvarpinu, að Rússar hefðu fundið upp lyf, sem hefði þau áhrif á vöxt gulróta, að þær yrðu allt að 1 metra á lengd, og á kál- tegundir hefði það svipuð áhrif. Leyndardómurinn við þetta var, að sögn rússnesks vísindamanns í lífrænni efnafræði, svepptegund ein, sem hefur slík hvetjandi áhrif á vöxt gróðursins, að ekki þekkjast dæmi ti! slíks áður. Fimm grömm af þessu lyfi, dreift yfir 700 m2 nægir ti! að fá þetta risagrænmeti. Ekkert var getið um bragðið á grænmetinu í tilkynningunni.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.