Freyr - 01.10.1958, Blaðsíða 32
328
FREYR
ÞÓRÐUR JÚLÍUSSON:
Viðhald búvéla
Sumarið er sá annatími, sem bæn.'lur nota
flestar vélar við störf sín. Jafnframt því fer
nú í hönd sú árstíð, sem fæstar vélar eru í
notkun. Sláttuvélin, rakstrarvélin, snúnings-
vélin, heyvagnarnir og fleiri vélar standa nú
úti og sumstaðar hafa þær verið skildar eftir
þar, sem þær voru notaðar síðast, og bíða
þess að þær séu hirtar og settar á þann stað,
þar sem þær munu svo bíða næsta vors, eða
við skulum vona að svo verði gert á flestum
bæjum.
Þetta gefur því tilefni til íhugunar um það
hvernig vélarnar séu bezt geymdar yfir vetr-
armánuðina.
Oft hefur verið rætt og ritað um trassa-
skap við geymslu búvéla og mörgum vegfar-
andanum hefur runnið það til rifja að sjá
vélar út um alla haga umhirðulausar. Hefur
þá verið lögð áherzla á nauðsyn þess að
hýsa vélarnar. Það skal þó tekið fram hér,
að þótt hýsing vélanna komi í veg fyrir hið
Ljárinn er tekinn úr greiðunni og hann og greiðan sið-
an ryðvarin með t. d. vélafeiti. Litið er eftir þvi að
skrufur og rær séu tryggilega festar.
mjög svo æsta skap vegfarandans, þá er
það ekki ætíð víst, að það eitt að hýsa vél-
arnar sé nægileg trygging fyrir því að hag-
kvæmlega sé um þær búið yfir veturinn.
Gripahús eru óheppilegar vélageymslur.
Sumir bændur hafa tekið það örþrifaráð,
að geyma vélar sínar í gripahúsum, taka
hjólin af rakstrarvélinni og þræla henni
með miklu erfiði innst inn í eina fjárkróna
og síðan hverri vélinni á fætur annarri
meira og minna sundurtekinni. Þar liggja
þær svo í krónni hjá fénu til vors, er þær
eru grafnar upp úr taði og heyúrgangi.
Þarna eru þær vel geymdar fyrir ásjá
hnýsinna vegfarenda og ádeilublaðamanna,
sem stundum hafa með sér myndavélar. En
á vorin kemur í ljós, að sumir hlutirnir,
sem skrúfaðir voru lausir, eru týndir, vél-
arnar hafa ryðgað af hinu raka lofti, sem
jafnan er í gripahúsum, og illa farnar af
lífrænum efnum, sem slæm áhrif hafa á
alla málma. Ennfremur hefur engin aðstaða
verið til þess að dytta að vélunum þarna í
fjárhúsinu. Þær eru því oft í slæmu ástandi
þegar til þeirra á að taka á vorin. Ég held
að menn ættu að forðast þessar geymslur,
og af tvennu illu gæti ég trúað að útiveran
væri betri.
Geymsluhús með hlaði úti fyrir.
Það má segj a, að æskilegt væri að til væri