Freyr

Árgangur

Freyr - 01.10.1958, Blaðsíða 16

Freyr - 01.10.1958, Blaðsíða 16
312 FREYR Að umræðum loknum fór fram atkvæða- greiðsla. Fyrst voru greidd atkvæði um dag- skrártillöguna. Óskað var nafnakalls og fór það fram. Já sögðu: Guðjón J., Búrf., Ben. H. L., Guðjón H., Jón Jónsson, Ben. Kr., Sig. Haukdal. Alls 6. Nei sögðu: Erl. M., Einar H., Á. Bj., Einar Ól., Eyj. Sig., Þórir Steinþ., Sig. Sn., Sverrir G., Gunnar G., Karl M., Þór. Guðj., Ásg. Bj., Grím- ur A., Sig. EL, Gunnar Ó., Össur G., G. I. K., Jóh. Dav., Ág. H., Guðm. M., Ben. Gr., Sæm. G., Hafst. P., Bjami H., Garðar H., Helgi S., Jón G. P., Þrándur I., Eggert Ó., Ingvar G., Jónas P., Stefán Bj., Vilhj. Hj., Steinþór Þ., Kr. Ben., Sveinn Ein., Gísli Br., Erl. Á., Bj. Bj., Sigurgr. J., Guðjón Jónsson, Dölum. Alls 41. Dagskrártillagan var þannig felld með 41:6 atkv. Þá fór fram atkvæðagreiðsla um tillögu nefndarinnar, einnig með nafnakalli. Já sögðu: Erl. M. Einar II., Ól. Bj., Einar Ól., Eyj. Sig., Þórir Steinþ., Sig. Sn., Sverrir G., Gunnar G., Karl M., Ásgeir Bj., Grímur A., Sig. El., Gunnar Ó., Össur G., G. I. K., Jóh. Dav., Ágúst H., Guðm. M., Ben. Gr., Sæm. G., Hafst. P., Bjarni H., Garðar H., Helgi S„ Jón G. P„ Þrándur I„ Eggert Ó„ Ingvar G„ Jónas P„ Stef- án Bj„ Vilhj. Hj„ Steinþór Þ„ Kr. Ben„ Sveinn Ein„ Erl. Á„ Bj. Bj„ Sigurgr. J„ Guðjón Jónsson, Dölum. Alls 39. Nei sögðu: Þórólfur G„ Guðjón J„ Búrf„ Ben. H. L„ Guðjón H„ Jón Jónsson, Ben. Kr„ Gísli Br„ Sig. Haukdal. Alls 8. Tillaga nefndarinnar var þannig samþykkt með 39:8 atkv. Þá úrskurðaði fundarstjóri, að tillaga Gísla Brynjólfssonar og Þórólfs Guðjónssonar sam- rýmdist ekki samþykkt tillögu allsherjarnefnd- ar og kæmi hún því ekki til atkvæða. Gunnar Guðbjartsson flutti enn þessa tillögu frá allsherjarnefnd, sem hafði haft hana til nýrrar athugunar: 8. „Aðalfutldur Stéttarsambands bænda 1958 felur stjórn sambandsins að vinna að þvi, að innflutn- ings- og gjaldeyrisleyfi fyrir landbúnaðarvélum, tækjum til þeirra og varahlutabirgðum verði veitt svo tímanlega ár hvert, að vélarnar komi bændum að fullum notum og alls ekki komi til stöðvunar slíkra véla vegna varahlutaskorts eins og átt hefur sér stað á þessu sumri. Felur fundurinn stjóminni að leita nýrra ráða til að tryggja árangur í þessu efni. Samþykkt með samhljóða atkvæðum. 13. Tillögur verðlagsnefndar. Vilhjálmur Hjálmarsson lagði fram tillögur verðlagsnefndar og gerði g:ein fyrir þeim. Þær voru þessar: I. „Aðalfundur Stéttarsambands bænda 1958 vill enn beina þvx til stjórnar sambandsins að afla fvllri heimilda varðandi ýmis þau atriði, sem verðlags- grundvöllur landbúnaðarins er byggður á. Bendir fundurinn sérstaklega á eftirfarandi: 1. Að stuðla að því í samráði við búreikningaskrif- stofuna, að fleiri bændur haldi fullkomna bú- reikninga. 2. Að taka til sérstakrar rannsóknar rekstur og af- komu þeirra allmörgu búa í landinu, sem er af sömu stærð og vísitölubúið. Þá felur fundurinn stjórn Stéttarsambandsins að brýna sérstaklega fyrir bændum að telja alla vinnu við búreksturinn, en vitað er, að það hefur ekki verið gert, einkum hvað snertir vinnu unglinga." Verðlagsnefndarmenn stóðu allir að þessari tillögu, nema einn, en það var Ingvar Guðjóns- son. Hann flutti þessa tillögu og talaði fyrir henni, og rökstuddi einkum nauðsyn þess að reka vísitölubú: „Fundurinn telur brýna nauðsyn bera til að vanda enn meira en verið hefur til þeitra heim- ilda, sem verðlagsgrundvöllurinn er byggður á, t.d. með stofnun ákveðinna vísitölu- eða reynslubúa, svo að tryggt sé, að hann sýni fullt og raunhæft framleiðsluverð v:'ð verðskráningu landbúnaðar- vara.“ Sverrir Gíslason ræddi þá um verðlags- grundvöllinn og ýmis atriði hans. Þá gerði hann, einkum vegna allmargra gesta, sem voru á fundinum, grein fyrir samningum, sem yfir stæðu, um verðlagsgrundvöllinn. Síðan töluðu þeir allir aftur, Vilhjálmur Hjálmarsson, Ingvar Guðjónsson og Sverrir Gíslason. Síðan fór fram atkvæðagreiðsla.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.