Freyr

Volume

Freyr - 01.10.1958, Page 14

Freyr - 01.10.1958, Page 14
310 PRE YR 7. „Aðalfundur Stéttarsambands bænda 1958 lýsir yfir því, að hann telur það þjóðfélagslegt vandamál, hve mörg býli hafa dregizt aftur úr um ræktun og aðrar framkvæmdir og bera þar af leiðandi svo lít- inn bústofn, að þar verður ekki lífvænlegt. Skorar fundurinn á stjórn Stéttarsambandsins að vinna að því af alefli við ríkisstjórn og Alþingi að finna leiðir til að skapa þessum býlum skilyrði, til þess að þar sé hægt að reka bú af viðunandi stærð. Lítur fundurinn svo á, að það sem þessum býl- um sé mest þörf á, séu bættar samgöngur og greið- ur aðgangur að nægilegu lánsfé." Samþykkt með samhljóða atkvæðum. 12. Tillögur allsherjarnefndar: Bjarni Halldórsson gerði grein fyrir afgreiðslu nokkurra mála hjá allsherjarnefnd og ræddi ástæður hennar. Skrifleg álit nefndarinnar voru þessi: 1. Erindi kjörmannafundar í Eyjafirði varð- andi gerð búnaðarskýrslna. Tillaga: „Aðalfundur Stéttarsambands bænda 1958 felur stjóm sambandsins að taka til athugunar, hvort ekki sé þörf á að samræma betur form búnaðar- framtalsskýrslna við form búnaðarhagskýrslna og beita sér fyrir framkvæmdum í því, ef þörf þyk- ir á.“ Samþykkt með samhljóða atkvæðum. 2. Tillaga frá Búnaðarfélagi Vestur-Landeyja- hrepps varðandi niðurfelling útflutnings- sjóðsgjalds á fóðurbæti. Allsherjarnefnd telur ekki ástæðu til af- greiðslu á tillögunni. 3. Tillaga Sigurðar Haukdal varðandi ó- þurrkalán frá 1955. Afgreiðslunefnd telur ekki ástæðu til af- greiðslu á tillögunni. Þegar framsögumaður hafði gert grein fyrir ástæðum nefndarinnar fyrir þessari afgreiðslu, tók Sigurður Haukdal til máls. Óskaði hann þess, að fundurinn tæki þessar tillögur til með- ferðar. Síðan tóku þessir til máls: Bjarni Hall- dórsson, Gunnar Ólafsson, Sverrir Gíslason, Ólafur Bjarnason, Erlendur Árnason. Fundarstjóri bar síðan undir atkvæði fund- armanna þá ákvörðun nefndarinnar, að af- greiða ekki tillöguna um útflutningssjóðsgjald- ið af fóðurbæti. Fundurinn samþykkti að taka sömu afstöðu til tillögunnar með 26:1 atkvæði. Þá var kominn kaffitími og frestaði fundar- stjóri afgreiðslu tillögunnar um óþurrkalán. Þegar fundur hófst aftur flutti Gunnar Guð- bjartsson nokkrar tillögur frá allsherjarnefnd. Þær voru þessar: 4. Út af erindi stjórna bændafélaga á Norð- austur- og Austurlandi varðandi lífeyrissjóð fyrir bændur, leggur allsherjarnefnd til eftirfarandi: „Aðalfundur Stéttarsambands bænda 1958 felur stjórn sambandsins að taka til athugunar, hvort til- tækilegt mund' vera að stofna Hfeyrissjóð bænda og að slíkri athugun lokinni sendi hún málið með athugunum þeim, sem hún gerir, og upplýsingum það varðandi til umsagnar allra búnaðarfélaga og búnaðarsambanda í landinu." Samþykkt með samhljóða atkvæðum. 5. Út af framkomnu erindi frá Garðari Hall- dórssyni og fleirum. Tillaga: „Aðalfundur Stéttarsambands bænda 1958 felur stjóminni að athuga samþykktir Stéttarsambands- ins og leggja fyrir næsta aðalfund tillögur til breyt- inga, ef hún telur ástæðu til. Vill fundurinn sérstaklega benda á, hvort ekki mundi heppilegra að stjórnin væri kosin í tvennu lagi." Samþykkt með 26:2 atkvæðum. Gunnar Guðbjartsson flutti þessu næst til- lögu allsherjamefndar um innflutning búvéla. Um hana urðu nokkrar umræður og tóku þess- ir til máls: Vilhjálmur Vilhjálmsson, Sverrir Gíslason, Einar Ólafsson, Jón Sigurðsson og Sigurður Elíasson. Nefndin tók síðan tillöguna til nánari at- hugunar og var afgreiðslu frestað. Enn flutti Gunnar þessar tillögur frá alls- herjarnefnd: 6. „Aðalfundur Stéttarsambands bænda 1958 telur ekki rétt né æskilegt að stöðvuð sé sú fjárfesting, er bændur af knýjandi nauðsyn hafa með hönd-

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.