Freyr

Árgangur

Freyr - 01.10.1958, Blaðsíða 24

Freyr - 01.10.1958, Blaðsíða 24
320 FREYR um og nýjum tækjum. Settu þau mjög svip sinn á umhverfið úti fyrir. Mikils virði er fyrir bændur að geta komið á slíka sýn- ingu og séð allt það nýjasta sem er á boð- stólnum af vélum. Garðyrkjudeildin. Garðyrkjufélag Árnessýslu sá um þessa deild og forstöðumaður hennar var Ingimar Sigurðsson í Hveragerði. Þarna sýndu átta garðyrkjubændur úr Hveragerði blóm, bæði í pottum og afskorin. Ennfremur sýndi Gróðrarstöðin Alaska trjáplöntur og Sölu- félag garðyrkjumanna grænmeti. Garðyrkjusýningin var mjög fögur. Blóm og ávextir eru flestum hlutum fegurri og svo þegar því er stillt upp af færustu lista- mönnum í sinni grein, verður úr því unaðs- legt lifandi listaverk. Garðyrkjubændurnir í Hveragerði, sem sýndu þarna, voru: Paul Michelsen, Skafti Jósefsson, L. Christian- sen, Gunnar Björnsson, Guðjón Sigurðs- son, Gufudal, Garðyrkjustöðin Lyngbrekka, Fagrihvammur h.f. og Hannes Arngrímsson. Sandgræðsla ríkisins. Sandgræðslan hafði stóra og skemmti- lega sýningu. Var þar sýnt glögglega hvern- ig það starf er í veruleikanum. Þarna gaf að líta bæði uppblástur, sandfok og eyð- ,*•* • i»»V»VW ' in»; ' ingu og svo starf Sandgræðslunnar með girðingum, görðum og sáningu, og að lok- um ræktun með búskap og búsetu. Þessi sýning var afar fróðleg og lærdómsrík, eink- um fyrir þá, sem ekki eru þessu starfi mjög kunnugir. Tilraunastöðin á Sámsstöðum. Klemens á Sámsstöðum sýndi þarna nokkrar grastegundir, sem hann hefur þroskað fræ af. Einnig sýndi hann sýnis- horn frá tilraunum. Kornrækt sýndi hann, þá stofna, sem bezta raun hafa gefið, og ýmislegt fleira. Þarna var ennfremur hey- mjöl og margt fleira frá starfsemi tilrauna- stöðvarinnar á Sámsstöðum. Flóaáveitan. Flóaáveitan sýndi mýrarstör og gulstör af áveituengi og án áveitu; ennfremur mis- muninn á heygæðum. Hér var líka yfirlit yfir framkvæmdir þessa merka fyrirtækis. Búfjársýningin. Búfjársýningin var hér, eins og á öllum landbúnaðarsýningum, mjög vinsæl. Þar kemur fram hneigð fólksins og gleði yfir skepnunum. Búfjársýningin var í rétt Slát- urfélagsins. Hér voru nokkrar ær og úr- vals hrútar, m. a. þyngsti hrútur landsins, Jökull frá Austurkoti, sem vó 144 kg á s.l. hausti. Tvær fjórlembur voru hér: önnur frá Miklaholtshelli, en hin frá Brjánsstöð- um. Nokkrar kýr voru sýndar af Klufta- stofni og ein af Mýrdalsstofni, Rönd frá Hlíðarhóli. Hér var nythæsta kýr landsins: Skrauta frá Hjálmholti. S.l. ár mjólkaði hún 6580 kg, 4.70%, 30929 fe. og er það íslenzkt met í þeirri grein. Skrauta er frábærlega fögur kýr. Við hlið hennar stóð dóttir henn- ar, mjög þroskamikil, fyrsta kálfs kvíga, sem virðist ætla að verða úrvalsgripur líka. Eitt naut var sýnt frá kynbótastöðinni í Laugardælum; var það Kolur, ættaður frá Minni-Mástungu. Meðalafurðir 34 dætra hans, fullmjólka, eru 3807 kg 4.18% 15913 fe. Ein stóðkýr var sýnd frá Gunnarsholti og Margir fagrir og vel unnir munir voru á heimilisiðn- aðarsýningunni.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.