Freyr

Árgangur

Freyr - 01.10.1958, Blaðsíða 34

Freyr - 01.10.1958, Blaðsíða 34
330 FRE YR auðvelt fyrir bóndann að kynnast notkun þeirra og byggingu. Ennfremur er frekar lítið verk að halda þeim við, sé það gert reglulega. Reglusemi varðandi vélar er því eitt höfuðskilyrði til þess að viðhalda end- ingu þeirra. Fyrsta atriðið, sem hafa þarf í huga, er, að óhreinindi hafa tærandi áhrif á alla málma. Það er því nauðsynlegt að hreinsa vélarnar og halda þeim hreinum eins og unnt er. Sérstaklega er þetta nauðsynlegt með tæki eins og áburðardreifara, sem ryðga bókstaflega fastir ef þeir eru ekki þvegnir eftir hverja notkun. Gott er að hreinsa all- ar legur og aðra hreyfanlega hluti, sem smurðir eru með þykkri feiti, þvo þá upp úr dieselolíu, bæði til þess að fjarlægja upp- þornaða feiti og eins til þess að þvo í burtu sand og önnur sverfandi efni. Munið það, að sandur í feiti hefur jafnvel verri áhrif á legur og aðra slitfleti heldur en væru þeir ósmurðir. Síðan þarf að smyrja þessa hluti aftur með feiti vandlega, þannig að enginn flötur sé ósmurður. Alla fægða fleti þarf að smyrja með feiti. Ef málning hefur dottið af vélunum og hætta er á ryðmyndun, er nauðsynlegt að mála þær. Þetta er ekki einungis vegna augnayndis heldur og vegna þess að ryðgi hlutir, missa þeir nokkuð af styrkleika sínum, og gæti smá málningar- sletta komið í veg fyrir brot á hlutum, sem mikið reynir á. Ekki má gleyma að panta varahluti. Um leið og vélarnar eru yfirfærðar á þennan hátt, er gott að athuga hvort nokk- Eitt þýðingarmesta atriÖiS í viðhaldi véla er, að þær séu smurðar reglulega. Myndin sýnir áhöld, sem menn þurfa að eiga til þeirra hluta: trekt með siu, oliumál, smursprautu og olíukönnu. uð hefur farið úr lagi, herða bolta, sem losnað hafa, skrifa niður vélahluta, sem panta þarf; er þá gott að hafa varahluta- listann á réttum stað og panta varahlutina í tíma. Reimar þarf að losa svo að ekki togni á þeim og bezt er að geyma þær inni á þurr- um stað svo að þær fúni ekki. Bezt er að setja undir öll hjól og aðra hluti, sem ann- ars mundu hvíla á jörðinni. Dráttarvélin er sú vélin, sem mesta um- önnun þarf, enda er það dýrasta og flókn- asta vélin. Hún er meira og minna notuð allt árið, en þó minnst á veturna. Haustið er hentugasti tíminn til vélaviðhalds. Haustið er því bezti tíminn til þess að yfirfara hana og ákveða hvort ekki þarf að koma henni á verkstæði, kaupa varahluti o. s. frv. Ekki má gleyma að setja frostlög- inn á hana á þessum tíma árs til varnar frostskemmdum. Einnig er talið að frostlög- ur varni ryðmyndun í kælikerfi; er því ráð- legt að hafa hann á þó að dráttarvélin standi ónotuð, í stað þess að tæma kæli- kerfið. Sé dráttarvélin lítið notuð, að vetrinum, er gott að ræsa hana öðru hverju og hreyfa hana til, svo að allir slitfletir nái til að smyrjast. Bezt er að láta þá vélina ganga meðalhratt svo að hún sóti sig síður. Sé lítið rafmagn á geyminum, er öruggara að geyma hann inni, því hætt er við að frjósi á honum. Hjólbarða er bezt að geyma vel hreinsaða Feiti og olía eru verstu óvinir gúms, svo rétt er að þvo þá af með benzíni. Varast ber þó að gera það inni í húsi vegna eldshættunn- ar. Sterkt sólarljós getur einnig farið illa með hjólbarðana og ber að hafa það í huga, sé dráttarvélin geymd úti. Fjölhreytni búvéla eykst með ári hverju. Aðstæður eru ekki alls staðar jafn góðar ti! viðhalds og gevmslu þeirra. Höfuðskilyrðið fvrir aóðri endingu vélanna er reglusemi við viðhald þeirra og góður undirbúningur fyrir gevmslu þeirra þann tíma, sem þær eru ekki í notkun. 29. september 1958.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.