Freyr - 01.10.1958, Blaðsíða 19
Ný gerð af dráítarvél
1 októberbyrjun gafst blaðamönnum kostur
á að skoða nýja gerð af hjóladráttarvéL er
Dráttarvélar h/f hefur flutt inn. Hér er um að
ræða disil dráttarvélina Massey-Ferguson 65,
en hún kom fyrst fyrir almenningssjónir á
Smithfield Show í Englandi í desember í fyrra.
Massey Ferguson 65 er stærri og aflmeiri en
eldri gerðir Ferguson dráttarvéla, eða 50,5
hemilhestöfl, er fást úr fjórstrokka Perkins-
dísilhreyfli, með 2000 snún/mín. Þjöppunar-
hlutfallið er 16,5:1.
Dráttarvélin hefur 6 ganghraða áfram með
hraða frá um 1 km til 23 km á klst. Hjólbarða-
stærðir eru 11x32” að aftan, en 6x16” að fram-
an. Vökvalyfta er af sömu gerð og á Ferguson
á þessum breytingum. Sveinn Tryggvason tók
þá aftur til máls og síðan Hafsteinn Pétursson,
en síðan lagði Benedikt Líndal það til að vísa
málinu til stjórnarinnar til athugunar til næsta
fundar.
Var það samþykkt með 25:4 atkvæðum.
Klukkan var þá orðin 3 hinn 5. september og
gaf þá fundarstjóri fundarhlé, svo að menn
gætu sofið, en ákvað að ljúka fundarstörfum
að morgni.
Frá því umræður hófust um tillögur nefnd-
anna, höfðu verið á fundinum margir gestir til
áheyrnar, einkum úr Borgarfirði, en einnig
víðar að.
Þennan dag var einnig mættur á fundinum
Pétur Ottesen alþingismaður, einn af Fram-
leiðsluráðsmönnum, og Jón Bergs, forstjóri
Sláturfélags Suðurlands.
Næst var tekið til fundarstarfa kl. 9 árdegis.
Fundargerðin var þá lesin upp og samþykkt.
Fundarstjóri þakkaði síðan fundarmönnum
störf þeirra og góða samvinnu við sig og sagði
síðan fundi slitið.
Jón Sigurðsson,
fundarstjóri.
Gísli Brynjólfsson Guðm. Ingi Kristjánsson
fundarritarar.
Dráttarvélin aö störfum. Ljóstn. FREYR.
35 og hún vinnur, eins og aflflutningsásinn,
óháð tengslum vélar við afturhjólin. Öll tæki,
sem tengd eru á Ferguson 35, má nota við
Massy-Ferguson 65.
Innkaupsverð vélarinnar var í sumar kr.
62.500. Hægt er að fá vökvastýri með vélinni,
ef óskað er, en vökvastýri auðveldar ökumanni
stórum stjórn vélarinnar í erfiðri vinnu, á mis-
jöfnu landi.
Massey-Ferguson 65 á ekki erindi til bænda
almennt, til þess er dráttarvélin of stór, en aft-
ur á móti er hún tilvalin fyrir ræktunarsam-
bönd til léttari jarðvinnslustarfa, þar sem hún
getur komið í stað beltadráttarvélanna. Hún er
ódýrari í innkaupi og rekstri en þær.
Það er alkunna, að beltadráttarvélar eru dýr-
ar í rekstri, seinar í förum milli vinnustaða og
að slit á beltum og rúllum er mikið, einkum
þegar vélunum er ekið eftir vegum. Oft hefur
verið um það rætt innan ræktunarsamband-
anna, hvernig hægt væri að lækka kostnaðinn
við jarðvinnsluna.Hefur mönnum þá virzt væn-
legast að nota aflmiklar hjóladráttarvélar við
þau jarðvinnslustörf, sem léttari eru og belta-
dráttarvélar hafa verið notaðar við.
Massey-Ferguson 65 er nú í notkun hjá
Ræktunarsambandi Kjalnesinga. Hefur henni
verið beitt fyrir 70 þumlunga breiðan jarðtæt-
ara. Afköst hennar við þá vinnu eru mjög
svipuð og beltadráttarvélar.
Stýrishúsið á dráttarvélinni, sem myndin
sýnir, er íslenzk smíð. Það er smíðað á véla-
verkstæði Rsk. Kjalnesinga á Lágafelli. Það er
sterkt og snoturt. Verkstæðisformaður á Lága-
felli er Þormóður Sigurgeirsson. Verð stýr-
ishússins áætlar hann um 12.000 kr.