Freyr

Árgangur

Freyr - 01.10.1958, Blaðsíða 33

Freyr - 01.10.1958, Blaðsíða 33
FREYR 329 Þessi verkjœri eru þarfleg á hverjum sveitabœ við vélavið- hald. T. d. skiptilyklar, skrúf- járn og rörtöng; t. h. stjörnu- lyklar. á hverjum bæ rúmgott hús, sem rúmað gæti allar vélar búsins, án þess að þörf sé á því að taka þær í sundur. Ennfremur þarf hún að vera björt og þurr og nóg rými til þess að gera við vélarnar. Nauðsynlegt væri að framan við hús þetta væri þurrt og rúm- gott, afgirt hlað með eldsneytistank, að- gang að vatni og öðru varðandi vélarnar. Á hlaði þessu væri hægt að geyma vélarnar milli þess sem þær eru notaðar á sumrin og vinna við viðgerðir og viðhald, þvotta og annað. Vélarnar þrifnar og yfirfarnar eftir notkun. Nú er það svo, að jafnvel góðar geymslur tryggja ekki einar góða endingu vélanna. Ekki er til dæmis nægilegt að aka áburðar- dreifaranum inn í góða geymslu óþvegnum, svo að eitt dæmi sé tekið, hann er jafn ryðgaður eins og þótt hann hefði verið geymdur úti þegar til hans á að taka næst. Það er með öðrum orðum ekki eingöngu það, hvar vélarnar eru geymdar, sem á- kvarðar endingu þeirra, heldur hitt, hvernig þeim er haldið við, og hve vel þær eru búnar undir geymslu þann tíma, sem þær eru ekki í notkun. Hins vegar er það stað- reynd, að góð geymsla gerir þetta verk minna og léttara. Góðar geymslur eru dýrar í byggingu og viðhaldi. Menn verða því að gera það upp við sig, hvort borgar sig betur: að leggja í þann kostnað og fyrirhöfn að byggja slíkt hús og halda því við, eða geyma vélarnar í stað þess úti og eyða heldur meiri tíma og fyrirhöfn í viðhald þeirra. Það má þó ekki skilja við vélarnar út um allar engjar, því þó sleppt sé alveg þeirri taugaveiklun, sem þetta veldur vegfarend- um, þá er augljóst mál, að vélar þær, sem þannig eru geymdar, eru algerlega um- hirðulausar og liggja undir skemmdum. Frumskilyrðið til þess að hægt sé að halda þeim við og búa þær undir vetrarvistina er, að þær séu allar á einum stað nálægt verk- stæðisskúr, og má þá hafa í huga hlaðið, sem áður var getið um. Það er allt við hendina, sem á þarf að halda: verkfæri, smurolía, feiti, málning, yfirbreiðslur o. fl. Og hvað er það svo, sem gera þarf við vélarnar svo þær geymist vel og verði í góðu standi á næsta vori? Reglusemi um hirðingu véla. Búvélar, sem notaðar eru hérlendis, eru flestar grófgerðar og einfaldar. Það er þvi Verjið vélarnar gegn ryði með oliu eða öðrum ryð- varnarejnum.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.