Freyr

Árgangur

Freyr - 01.10.1958, Blaðsíða 28

Freyr - 01.10.1958, Blaðsíða 28
324 FREYR háttu og neyta þar brauðsins í sveita síns andlitis. Samkvæmt þessu væri það ekki óviðeig- andi að bændastéttin ætti sinn lögvernd- aða dag, til þess að heiðra sjálfa sig og sinn merkilega atvinnuveg, því að það er hann eða stétt landbúnaðarins, sem fyrst og fremst heldur uppi tilveru, lífi og heilsu þjóðarinnar í heild. Þetta hefur nú komið til tals, að bænda- stéttin eignaðist einn sameiginlegan upp- áhaldsdag, og samkomur er þegar farið að halda á stöku stöðum í landinu í þessu skyni. En allt er það þó enn laust í reip- unm. Það vantar að dagurinn sé ákveðinn sameiginlegur um allt land og fáist lög- verndaður. En áhuginn fyrir þessu er hreint ekki almennur og er það vægast sagt ekki vanzalaust fyrir hlutaðeigendur, með tilliti til þess, sem orðið er, í þessu falli, hjá öðr- um stéttum þjóðfélagsins og með tilliti til þess að hjá þjóðinni í heild verður vart ekki lítils vanmats á þessum göfuga at- vinnuvegi hennar: landbúnaðinum, sem ég skal þó ekki fara frekar út í að þessu sinni. En aðaltilgangur með svona degi bænda- stéttinni til handa er að afnema það van- mat og efla nauðsynlegt fylgi við landbún- aðinn. Þegar dagurinn er fenginn sam- eiginlegur og lögverndaður, getur bænda- fólkið gert við hann, sem því sýnist, en sjálfsagt mundi hann verða hafður til sam- komuhalds. En þá tel ég líka sjálfsagt að hvert hérað eða sveit, sem héldu samkomu vegna dagsins, hefðu þá á boðstólum það, sem til er heima fyrir í ljóði, lögum, ræð- um o. fl., og þá eitthvað fyrir alla, yngri og eldri, á svæði samkomunnar. En halda fast á þeim menningarlega tilgangi, sem þessar samkomur verða að hafa. Þessi sameiginlegi merkisdagur verður að ákveðast þegar jörðin hefur færzt í við- hafnarklæði sumarsins svo að hægt sé að komast í hátíðarskap og vegsama gróður jarðar. Dagurinn má ekki rekast á aðra daga, sem hafa með sér annan tilgang. Tel ég að laugardagurinn fyrstur í júlí sé mjög vel til þessa fallinn. Þá er komið sumar, jafnvel eftir hörðustu vor. Á fjölmennri bændahátíð að Laugum 1950 var þessi dag- ur ákveðinn og í gegnum kynningu mína við búnaðarsambönd landsins, út af þessu máli, virtist mér að þessi dagur, fyrsti laug- ardagur í júlímánuði, hefði mest fylgi til þessarar hátíðar. Leiðin til að koma þessu á virðist ekki erfið eða vandrötuð: Búnaðarsamböndin senda erindi um þetta til Búnaðarþings. Það undirbýr málið til Alþingis og sér um flutning á því þar. En svo verður bænda- fólkið að skilja sitt hlutverk og fylgja því eftir með virðingu á sinni stétt. Ég get þess að lokum, að fyrsta samkoma bænda, í þessu augnamiði, var haldin að Laugum sumarið 1948. Ég veitti henni for- stöðu og svo 5 sumur eftir það á sama stað. Við höguðum samkomunum á þá lund, að eftir fundarsetninguna fór fram guðsþjón- usta. Þá var haldin ræða til heiðurs land- búnaðinum, bændafólkinu og hinni gróandi jörð. Þá komu ýmsir ræðumenn með stutt erindi eða frumort kvæði. Voru það innan- héraðsmenn, er jafnan stóðu vel fyrir máli sínu. Þá var íþróttaþáttur og þá kvikmynd- ir úr sveitum hérlendis eða erlendis og loks dansinn. Sungið var milli þátta. Lögðu þar fram krafta sína Karlakór Reykdæla og Karlakór Mývetninga. Get ég þess hér að ég hef oft orðið hrifinn af söng, en aldrei meira, en er þessir kórar sungu í samein- ingu, lofsönginn: Ó, guð vors lands. Líka var almennur söngur, sem átti mjög vel við fólkið, og þar sungu börnin með. Ég geng út frá því að þessu máli verði ágengt, svo sem viðunanlegt er og að dag- urinn verði ákveðinn og lögverndaður. En þess verður að vænta, að forgöngumenn framkvæmda á deginum gleymi ekki til- gangi dagsins, svo að samkomur hans standi vörð um sveitamenninguna, en taki ekki á sig, eða láti sefjast af þeim menn- ingarlega innihaldslausu samkomum, sem nú tíðkast svo mjög út um sveitir landsins. Það er ekki hægt að segja: íslandi allt, nema við höldum vörð um íslenzka menn- ingu. Eitt atriði hennar er bændadagur, þar sem viðurkennt er og heiðrað það sem líf þjóðarinnar í landinu byggist fyrst og fremst á, en það er landbúnaður. 25. ágúst 1958.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.