Freyr

Árgangur

Freyr - 01.10.1958, Blaðsíða 12

Freyr - 01.10.1958, Blaðsíða 12
308 FREYR Guðjón Jónsson, Búrfelli, lagði fram tillögu um starfsemi til útbreiðslu og aukningu vot- heysverkunar. Öllum þessum erindum var vísað til nefnda eftir eðli sínu. Er því lauk var klukkan orðin 19 og var þá fundi frestað til næsta dags. Fundur hófst að nýju fimmtudaginn 4. sept. kl. 14.10. Fundarstjóri minntist þá fráfalls Jóns Guð- manns og skýrði frá því, að um nóttina hefði sonur Jóns komið og hefði þá lík Jóns verið flutt burt frá Bifröst. Þá flutti séra Sveinbjörn Högnason minningarorð við dyr fundarhússins. Fundarstjóri las þvi næst upp samúðarskeyti, er stjórn Stéttarsambandsins og aðalfundur sendu ekkju Jóns Guðmanns vegna hins svip- lega fráfalls hans. Síðan var tekið til dagskrármála. 10. Tillögur fjárhagsnefndar: Þrándur Indriðason hafði framsögu um reikninga sambandsins og lagði nefndin til, að þeir yrðu samþykktir. Síðan voru reikningarnir samþykktir í einu hljóði. Þá lagði Þrándur Indriðason fram fjárhags- áætlun fyrir Stéttarsambandið fyrir árið 1959. Hafði nefndin gert á henni tvær breytingar. Var önnur sú, að áætlun tekna úr Búnaðar- málasjóði var hækkuð um kr. 25.000, en í öðru lagi voru gjöld til erindisreksturs og skýrslu- gerðar hækkuð um 25.000. Hækkuðu þannig báðar hliðar áætlunarinnar, tekjur og gjöld, um 25.000 krónur. Þessar breytingar voru báð- ar samþykktar af fundarmönnum með sam- hljóða atkvæðum. Síðan var fjárhagsáætlunin sjálf borin undir atkvæði og samþykkt í einu hljóði. Var hún á þessa leið: Fjárhagsáætlun fyrir Stéttarsamband bænda árið 1959. TEKJUR: 1. Úr búnaðarmálasjóði ......... kr. 750.000.00 2. Vaxtatekjur ................. — 20.000.00 kr. 770.000.00 GJÖLD: 1. Stjórnarkostnaður ............... kr. 12.000.00 2. Framkvæmdastjórn .................. — 12.000.00 3. Erindisrekstur og skýrslugerð .... — 65.000.00 4. Aðalfundur ........................ — 100.000.00 5. Þátttaka í útgáfu Freys ........... — 38.000.00 6. Þátttaka í I.F.A.P................. — 6.000.00 7. Þátttaka í N.B.C................... — 45.000.00 8. Skrifstofukostnaður ............... — 10.000.00 9. Úthlutun jeppabifreiða ............ — 6.000.00 10. Húsnæði, ljós og hiti ............ — 6.000.00 11. Til bókasafns ...................... 5.000.00 12. Framlag til Tryggingarsjóðs .... — 50.000.00 13. Framlag til Húsbyggingarsjóðs .. — 395.000.00 14. Óráðstafað og til óvissra útgjalda — 20.000.00 kr. 770.000.00 Framsögumaður skýrði frá því í framsögu, að hækkun sú, sem nefndin gerði á kostnaði við erindisrekstur og skýrslugerð, væri byggð á tillögu, sem Jónas Pétursson hefði lagt fyrir nefndina og hún hefði fallizt á og legði fyrir fundinn. Tillagan var á þessa leið: „Aðalfundur Stéttarsambands bænda 1958 leggur til að varið sé árlega nokkurri upphæð til ferða- kostnaðar stjórnar og framkvæmdastjóra Stéttar- sambandsins og framkvæmdastjóra Framleiðsluráðs til þess að ferðast um byggðir landsins, kynnast bú- skaparháttum, högum og skoðunum bændafólksins, og einnig til að kynna starfsemi samtakanna, fram- kvæmd afurðasölumálanna og annað, sem nauðsyn er að kynna bændum og búaliði, sem byggja upp þessi samtök." Þessa tillögu samþykkti fundurinn með sam- hljóða atkvæðum. Að því loknu var fjárhagsáætlunin borin und- ir atkvæði og samþykkt svo sem áður segir. 11. Tillögur framleiðslunefndar: Sigurður Elíasson mælti fyrir nokkrum til- lögum og rökstuddi þær. Þær voru þessar: 1. „Undanfarin ár hafa Stéttarsambandsfundunum borizt kvartanir frá bændum um að síldarmjöl, sem selt er til fóðurbætis, sé oft mjög misjafnt að gæð- um og jafnvel skemmt. Út af því beinir fundurinn þeirri eindregnu á-

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.