Freyr

Árgangur

Freyr - 01.10.1958, Blaðsíða 11

Freyr - 01.10.1958, Blaðsíða 11
FREYR 307 í lélegu grasári eftir mjög kalt og erfitt vor. Var rætt um nauðsyn á aðstoð við þessa bænd- ur og úrræði í því sambandi til hjálpar í ár og öryggis í framtíðinni. í því sambandi bentu Gunnar Guðbjartsson og Guðmundur Ingi á nauðsyn aukinnar votheysverkunar og Helgi Símonarson ræddi gildi súgþurrkunar. Gísli Brynjólfsson sýndi fram á, hvílík fjar- stæða væri að íslendingar flyttu inn mikið af kartöflum. Þeir ættu að rækta nóg fyrir sig, en niðurgreiðslan á verði þeirra hefði óheppileg áhrif á framleiðsluna. Jónas Pétursson birti niðurstöður búreikninga sauðfjárbúsins á Skriðukiaustri. Einar Ólafsson vakti athygli á því, að innan skamms myndi þurfa að flytja út helming af sauðfjárafurðum landsmanna. Ennfremur sýndi hann fram á, að þrátt fyrir verðhækkun á fóðurbæti væri bændum hagstæðara að gefa hann nú en árið 1952 miðað við mjólkurverð. Sigurður Elíasson ræddi þörf þess að ívilna bændum, sem búið hefðu við sprettuleysi í ár, t. d. með verðlækkun fóðurbætis, hvatti til að gefa sauðfé síldarmjöl, einkum með beit, og benti á ýmis atriði í sambandi við afurðasölu og markaðsöflun. 8. Nefndakosningar. Fundarstjóri lagði til að kosnar yrðu 4 nefnd- ir eftir venju. Hann lýsti því, að fram væri komin tillaga frá Benedikt Kristjánssyni um að kjósa sérstaka nefnd vegna óþurrkanna á Norður- og Austurlandi og úrræða í því efni, en stjórn sambandsins lagði til, að allsherjar- nefnd fjallaði um það mál og yrðu nefndar- menn valdir með tilliti til þess og fleiri en venja væri. Tók þá Benedikt aftur tillögu sína. Þá fór fram kosning í nefndirnar. Framleiðslunef nd: Sigurður S. Haukdal, Garðar Halldórsson, Kristján Benediktsson, Össur Guðbj artsson, Einar Halldórsson, Stefán Björnsson, Þórir Steinþórsson, Sigurður Elíasson, Sigurgrímur Jónsson, Hafsteinn Pétursson. Verðlagsnefnd: Jóhannes Davíðsson, Sigurður Snorrason, Karl Magnússon, Guðjón Jónsson, Búrfelli, Er- landur Magnússon, Steinþór Þórðarson, Jón Jónsson, Erlendur Árnason, Ingvar Guðjóns- son, Vilhjálmur Hjálmarsson, Einar Ólafsson, Ólafur Bjarnason. Fjárhags- og reikninganefnd: Benedikt Líndal, Þrándur Indriðason, Þór- ólfur Guðjónsson, Sæmundur Guðjónsson, Eyjólfur Sigurðsson, Grímur Arnórsson, Ágúst Hálfdánarson, Guðjón Hallgrímsson. Allsher jarnefnd: Sveinn Einarsson, Bjarni Halldórsson, Gunn- ar Guðbjartsson, Helgi Símonarson, Guðmund- ur Magnússon, Ásgeir Bjarnason, Eggert Ólafs- son, Guðjón Jónsson, Dölum, Gunnar Ólafsson, Jónas Pétursson, Páll Metúsalemsson, Jón Gauti Pétursson, Benedikt Grímsson, Bjarni Bjarnason, Benedikt Kristjánsson. 9. Erindi til fundarins. Sæmundur Friðriksson las upp tillögur, sem fundinum höfðu borizt. Voru þar á meðal á- lyktanir frá tveimur kjörmannafundum, sem haldnir voru í ágúst í Skagafjarðar- og Eyja- fjarðarsýslum, en aðrar ályktanir einkum frá fundum búnaðarsambanda bændafélaga, kaupfélaga og einstakra búnaðarfélaga. Flest- ar voru þessar ályktanir um verðlagsgrundvöll og ýmislegt í því sambandi, en nokkrar voru um óþurrkana í sumar og aðstoð við bændur vegna þeirra. Bændafélög Þingeyinga og Fljóts- dalshéraðs sendu ályktun um lífeyrissjóð fyrir bændur, Kaupfélag Héraðsbúa m. a. um mark- aðsleit fyrir dilkakjöt, Kaupfélag Austur- Skaftfellinga um mat og efnagreiningu á inn- lendum fóðurbæti. Einstök búnaðarfélög sendu ályktanir um að hætta bæri niðurgreiðslu á smjörlíki, en greiða niður allt smjör, og um lækkun verðs á fóðurbæti og áburði. Samband eggjaframleiðenda sendi erindi um söludreifingarstöð. Stjórn Stéttarsambandsins lagði fram til- lögu um hækkun á Búnaðarmálasjóðsgjaldi og rynni hækkunin til húsbyggingar sambandsins og Búnaðarfélags íslands. Jónas Pétursson o. fl. lögðu fram tillögu um að fela stjórn Stéttarsambandsins að undir- búa lagabreytingu um kosningu stjórnarinnar, þannig að hún verði ekki kosin öll í einu og kjörtímabil stjórnarmanna lengt.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.