Freyr

Árgangur

Freyr - 01.10.1958, Blaðsíða 17

Freyr - 01.10.1958, Blaðsíða 17
Í’REYR 313 Tillaga meiri hiuta nefndarinnar var sam- þykkt með 36:1 atkv. En tillaga Ingvars var felld með 24:2 atkvæð- um. Aðrar tillögur, sem Vilhjálmur Hjálmarsson flutti af hálfu verðlagsnefndar, voru þessar: 2. „Aðalfundur Stéttarsambands bænda 1958 skorar á verðlagsnefnd að vinna að því með festu, að kaup bænda og aðkeypt vinna í verðlagsgrundvelli land- búnaðarins hækki til fulls samræmis við launa- hækkanir þær, sem orðið hafa og verða kunna á næstunni. Þá bendir fundurinn á, að hækka beri eftirtalda kostnaðarliði í verðlagsgrundvellinum: Fyrningu véla, vexti og „annan reksturskostnað“.'‘ Samþykkt samhljóða. 3. „Aðalfundur Stéttarsambands bænda 1958 lýsir á- nægju sinni yfir því, að kostnaðarliðir við vörumeð- ferð voru á s.l. ári leiðréttir, svo að nú mun nær því en oftast áður, að framleiðendur fái verðlags- grundvallarverð. Skorar fundurinn enn á stjórn sambandsins að gæta vel þessa atriðis nú og fram- i vegis. Samþykkt samhljóða. 4. „Aðalfundur StéLtarsambands bænda 1958 gerir enn þá kröfu til ríkisvaldsins, að það verðbæti allar út- fluttar landbúnaðarvörur, svo að bændur fái fyrir þær það verð, er þeim ber, samkvæmt verðlags- grundvellinum. Samþykkt samhljóða. Ingvar Guðjónsson, einn af verðlagsnefndar- mönnum, bar enn fram þessa tillögu, sem aðr- ir nefndarmenn höfðu ekki viljað taka upp: „Aðalfundur Stéttarsambands bænda að Bifröst 1958 ítrekar samþykkt frá síðasta aðalfundi svo- hljóðandi: „Þar sem fram hafa komið ákveðnar raddir úr flestum sauðfjárhéruðum landsins í þá átt að verðlag á sauðfjárafurðum sé bændum óhagstæð- ara en mjólkurverðið, þá láti Framleiðsluráð fara fram athugun á því, hvort þessar umkvartanir séu á rökum reistar og leiðrétti síðan misræmið ef um það er að ræða. Má á það benda, að nú er hag- kvæmari útflutningur á sauðfjárafurðum en mjólk- urvörum." Þá vill fundurinn vekja athygli á því í þessu sambandi, að samkvæmt núgildandi verðlagningu þarf ca. 29 kindur til að gefa sörnu brúttótekjur og 1 kýr og auk þess minna á 2. gr. í 5. lið laga um Framleiðsluráð o. fl. frá 1947. Ingvar Guðjónsson mælti fyrir tillögu sinni, en síðan tóku til máls: Sverrir Gíslason, Er- lendur Árnason, Jónas Pétursson, Guðjón Hallgrímsson, Einar Ólafsson og Ingvar Guð- jónsson aftur. Vilhjálmur Hjálmarsson gerði þá grein fyrir þessari dagskrártillögu: „Með Jtví að stjórn sambandsins hefur orðið við óskum hinna ýmsu héraða frá haustinu 1957 varð- andi sérstaka athugun á verðhlutfalli milli mjólk- ur og kjöts og i trausti þess, að stjórnin geri sitt bezta í málinu, telur fundurinn ekki ástæðu til að gera nýja samþykkt um þetta efni, en tekur fyrir næsta mál á dagskrá." Vilhjálmur Hjálmarsson. Sigurður Snorrason. Dagskrártillagan var samþykkt með 27:2 at- kvæðum. 14. Ráðstafanir vegna óþurrkanna. Bjarni Halldórsson gerði grein fyrir tillögum allsherjarnefndar um þetta efni. Jafnframt gerði hann grein fyrir ástandi á óþurrkasvæð- inu í Skagafjarðarsýslu, en þar taldi hann 5 hreppa vera verst setta. Gaf hann yfirlit um hey það, sem þar var í hlöðu 20. ágúst s.l. Kom þar fram, að í engum hreppum höfðu menn þá fengið í hlöður fullan þriðjung af heyþörf sinni og í einum þeirra ekki sjöunda hluta. Eggert Ólafsson gerði grein fyrir ástandinu í Norður- Þingeyjarsýslu, og Páll Metúsalemsson ræddi horfurnar í Norður-Múlasýslu. Benedikt Gríms- son gaf yfirlit um ástandið í Strandasýslu. Jón Jónsson þakkaði nefndinni skilning hennar og tillögur. Sigurður Elíasson vakti athygli á vot- heysgerð í skurðgryfjum. Helgi Símonarson ræddi um ástandið við Eyjafjörð og Jón Gauti Pétursson í Suður-Þingeyjarsýslu. Bjarni Bjarni Bjarnason ræddi um reynslu af aðstoð vegna óþurrka 1955 og Benedikt H. Líndal skýrði frá óþurrkum á Vatnsnesi í Húnavatns- sýslu. Tillögur allsherjarnefndar um þessi mál voru á þessa leið:

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.