Freyr

Árgangur

Freyr - 01.10.1958, Blaðsíða 18

Freyr - 01.10.1958, Blaðsíða 18
314 PRE YR „Aðalfundur Stéttarsambands bænda 3. og 4. sept. 1958 beinir þeirri ákveðnu áskorun t'l stjómar Stéttarsambandsins, að bún í samráði og samvinnu við stjórn Búnaðarfélags íslands beiti sér fyrir því við ríkisstjórn og Alþingi, að bændum á óþurrka- svæðunum verði nú þegar veitt nauðsynleg aðstoð til bjargar bústofni stnum og til varanlegra úrræða, setn tryggi betur en nú er búskaparafkomu þeirra í framtíðinni. Vill fundurinn í því sambandi taka fram og leggja áherzlu á eftirtaldar leiðir: 1. Fullkomin athugun verði látin fara fram á fóð- uröflun bænda á öllu óþurrkasvæðinti og verði henni lokið fyrir septemberlok. 2. Tryggður verði nægur fóðurbætir til afnota á óþurrkasvæðunum og rannsakaðir allir inöguleik- ar á heykaupum handa þeim, sem verst eru sett- ir, þar á meðal verði kannaðir möguleikar á heymiðlun innan héraða og skiptum á heyi og fóðurbæti. 3. Haft verði strangt eftirlit með öruggum ásetn- ingi- 4. Veitt verði óafturkræf framlög og hagkvæm lán úr Bjargráðasjóði til fóðurkaupa og ríkið greiði a.m.k. t/2 flutningskostnað á heyi. 5. Komi til verulegrar fækkunar búfjár nú í haust, vegna skorts á fóðri, fái bændur aðstoð haustið 1959 vegna afurðatjóns og til að koma upp full- um bústofni aftur hliðstætt og um fjárskipti væri að ræða. Verði bæturnar miðaðar við þá- gildandi verðlag. G. Tryggt verði nægilegt lánsfé til þess að veita bændttm hagkvæm lán, svo að þeir geti bætt hjá sér aðstöðu til heyverkunar nteð votheysgeymsl- um og súgþurrkun til að verjast áföllum sem þessum. 7. Bættar verði með snöggu átaki samgöngur á þeim svæðum, þar sem þær eru örðugastar, þannig að þau komist í öruggt vegasamband við næstu markaðsstaði og með því unnið gegn eyð- ingu einstakra byggðarhluta. Tillögur þessar voru bornar upp í einu lagi og samþykktar með samhljóða atkvæðum. 15. Votheysgerð og súgþurrkun. Jónas Pétursson flutti tillögu frá allsherjar- nefnd og talaði fyrir henni. Meðal annars skýrði hann frá tilraunum sínum með votheys- fóðrun sauðfjár, en þær höfðu gefið góða raun. Aillagan var svo: „Aðalfundur Stéttarsambands bænda haldinn að Bifröst 3. og 4. sept. 1958 skorar á stjórn sambands- ins og Búnaðarfélags íslands að vinna að því, að aukin verði vísindaleg fræðsla og hvatning til bænda um votheysgerð og súgþurrkun." Samþykkt með samhljóða atkvæðum. 16. Fundartími. Jónas Pétursson lagði fram þessa tillögu: „Aðalfundur Stéttarsambands bænda 1958 lýsir ánægju sinni yfir því að hafa að þessu sinni fengið tækifæri að ræða verðlagsgrundvöllinn áður en samningum er lokið urn hann og telur rétt og sjálf- sagt að framvegis verði aðalfundur haldinn áður en frá samningum er gengið." Jónas Pétursson. Helgi Símonarson. Guðm. Magnússon. Eggert Ólafsson. Guðjón Jónsson. Gunnar Ólafsson. Tillagan var samþykkt með 18:1 atkvæði. 17. Endurskoðun Iaga um framleiðslu- ráð o. s. frv. Sveinn Tryggvason skýrði frá þeirri endur- skoðun, sem framhafði farið samkvæmt álykt- un síðasta aðalfundar. Vilhjálmur Hjálmarsson gat ekki unnið í nefndinni, en í hans stað kaus stjórn Stéttarsambandsins 3 menn í nefndina til að vinna með þeim Gunnari Guðbjartssyni og Jónasi Péturssyni. Kosnir voru: Jón Sigurðs- son, Páll Zóphóníasson og Sveinn Tryggvason. Gerði Sveinn nú grein fyrir þeim breytingum, sem nefnd þessi taldi ráðlegt að gera á lögun- um. Síðan las hann upp tillögu, sem stjórn Stétt- arsambandsins hafði samið og lagði fyrir fund- inn. Hún var svo: „Aðalfundur Stéttarsambands bænda 1958 lýsir yfir, að hann er í aðalatriðum smamála þeim tillög- um til breytinga á lögum nr. 94 frá 5. júní 1947 um Framleiðsluráð landbúnaðarins o. fl„ sem nefnd sú, er kosin var á síðasta aðalfundi, til að endurskoða lögin, leggur til. Á þeim grundvelli felur fundurinn stjórn Stéttar- sambandsins og Framleiðsluráði að semja frumvarp til laga um breytingar á lögunum og fá það lagt fyrir næsta Alþingi." Guðjón Hallgrímsson taldi ástæðu til að fundarmenn fengju rýmri tíma til athugunar

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.