Freyr - 01.10.1958, Page 13
FRE YR
309
skorun til Atvinnudeildar Háskóians, að hún reyni
að finna framkvæmanlega leið til þess að meta síld-
ar- og karfamjöl, sem selt er innanlands til fóður-
bætis, eftir raunverulegu fóðurgildi þess og beita
sér fyrir breytingu á gildandi lögum um þetta efni,
svo sem þurfa þykir.
Ennfremur skorar fundurinn á Framleiðsluráðið
að vinna að auknu eftirliti með fóðurblöndun,
þannig að þær fullnægi jafnan þeim kröfum, er
gera verður til fyrsta flokks fóðurvöru."
Samþykkt með samhljóða atkvæðum.
2. „Þar sem vitað er, að steinefnainnihald heyfóðurs
er mjög misjafnt eftir jarðvegi, landshlutum o. fl„
skorar fundurinn á innflytjendur fóðurvara að hafa
jafnan á boðstólum fleiri gerðir af fóðursaltblönd-
um. Efnahlutföll fóðursaltanna verði ákveðin x
samráði við yfirdýralækni ásamt forstöðumönnum
Atvinnudeildar í jarðvegsrannsóknum og fóður-
fræði.
Þá bendir fundurinn á, að vegna langvarandi
þurrka í vor og sumar á Suður- og Suðvesturlandi,
er sýnt að steinefnaþörf verður meiri en í meðal-
ári. Er því áríðandi að nægilegt magn fóðursalta
verði flutt til landsins fyrir haustnætur."
Samþykkt samhljóða.
3. „Fundurinn skorar á Framleiðsluráð og stjórn S.Í.S.
að vinna ötullega að öflun nýrra markaða fyrii
sauðfjárafurðir erlendis. Vill fundurinn einkum
mæla með öflugri auglýsingastarfsemi á þessu
sviði.“
Samþykkt samhljóða.
Ekki urðu umræður um þessar tillögur nema
þá síðustu. í sambandi við hana skýrði Sveinn
Tryggvason frá rækilegum tilraunum og að-
gerðum Framleiðsluráðs og Sambands íslenzkra
samvinnufélaga í því skyni að afla markaða
fyrir sauðfjárafurðir. Jafnframt brýndi hann
fyrir mönnum að vöruvöndun væri bezta aug-
lýsing og markaðstrygging hverrar vöru.
Þá talaði Einar Halldórsson fyrir næstu til-
lögu og gerði grein fyrir ástandi eggjasölumála
og nauðsyn þess að skiþuleggja hana. En til-
laga nefndarinnar var svo:
4. „Aðalfundur Stéttarsambands bænda 1958 skorar á
Framleiðsluráð að viðurkenna Samband eggja-
framleiðenda, samkvæmt lögum um breytingu á
lögum um Framleiðsluráð o. fl. frá 23. marz 1956,
sem sölufélag eggjafiamleiðenda."
Samþykkt samhljóða.
Garðar Halldórsson talaði fyrir öðrum tillög-
um nefndarinnar og lagði þær fram. Þær voru
þessar:
„Þar sem vitað er að hin mikla niðurgreiðsla á
smjörlíki, sem nú er, gerir mör svo til verðlausan
og xlregur úr smjörneyzlu í landinu, skorar aðal-
fundur Stéttai'sambands bænda á hæstvirta rikis-
stjórn að láta hætta niðurgreiðslu á smjörlíki, en
greiða í þess stað niður allt smjör á innlendum
markaði.“
Formaður Stéttarsambandsins gerði grein
fyrir ítrekuðum viðræðum Framleiðsluráðs við
stjórnarvöldin um þessi efni, en þar fengjust
engar undirtektir vegna áhrifa þeirra, sem nið-
urgreiðsla smjörlíkis hefði á vísitöluna. Hins
vegar hefði niðurgreiddur smjörskammtur
fengizt aukinn. Tillaga þessi, þótt samþykkt
yrði, mundi því fyrst og fremst verða að skoð-
ast sem mótmæli gegn fyrirkomulaginu, en
vonlaust mætti kalla um breytingu að sinni.
Tillagan var síðan samþykkt með samhljóða
atkvæðum.
6. „Aðalfundur Stéttarsambands bænda 1958 óskar
eftir því, að Framleiðsluráð taki til endurskoðun-
ar núgildandi reglur um heimsendingu á mjólk-
uivörum, þannig að ekki verði framvegis sendar
heim til framleiðenda mjólkurvörur fram yfir eðli-
lega neyzluþörf á heimilum þeirra.
Bendir fundurinn á eftirtalda leið til úrbóta:
Að mjólkurbúunum verði heimilað að jafna
heimsendinguna eftir óskum framleiðenda, þar
sem mjólkurmagn og fólk í heimili er mjög mis-
jafnt milli árstíma."
í fyrstu var ein málsgrein enn í tillögunni,
en framleiðslunefnd felldi hana niður áður en
umræðum lauk
Nokkrar umræður urðu um tillöguna og fyr-
irkomulag heimsendinga. Þessir tóku til máls:
Sverrir Gíslason, Garðar Halldórsson, Einar
Ólafsson, Sigurður Elíasson, Guðm. Ingi
Kristjánsson, Helgi Símonarson og Sveinn
Tryggvason.
Síðan var tillagan samþykkt með 14 atkv.
gegn 9.