Freyr

Árgangur

Freyr - 01.10.1958, Blaðsíða 42

Freyr - 01.10.1958, Blaðsíða 42
338 FREYR Reglugerð um meðferð búfjár við rekstur og flutning með vögnum, skipum og flugvélum 1. gr. Við rekstur og flutning skal ávallt sýna búfé fyllstu nærgætni, svo að því líði eins vel og kostur er. 2. gr. Ef reka þarf hross um langan veg, t. d. vegna sölu eða útflutnings, skal járna þau áður en þau fara úr heimahögum, en draga skal undan þeim áður en þau fara á skipsf j öl. Búfé, sem flytja á með skipi, skal njóta hvíldar á útskipunarhöfn í einn sólarhring að minnsta kosti áður en það er flutt á skipsfjöl. Gildir einu, hvort gripirnir eru reknir eða fluttir á vögnum til útskipunar- hafnar, ef um verulega vegalengd er að ræða. 3. gr. Búfé, sem flutt er með skipum, skal geyma í rúmgóðum, traustum stíum, básum eða kössum undir þiljum. Á tíma- bilinu frá 15. júní til 30. september má þó flytja búfé ofan þilja, en þess skal þá gætt, að það sé varið gegn stormi og ágjöf með traustum tjaldseglum. Áður en skipstjóri tekur búfé til flutn- ings skulu eigendur eða umráðamenn þess láta af hendi ríflegt og gott fóður, er nægi til allrar ferðarinnar að dómi viðkomandi héraðsdýralæknis eða hreppstjóra. Skip- stjóri skal sjá fyrir nægum vatnsbirgðum Ef margir gripir eru fluttir samtímis, skal velja gripi af svipaðri stærð og aldri sam- an í stíu. Eigi skal hafa fleiri en 6 stórgripi saman í stíu og eigi fleira sauðfé en 12. Stíubotna og bása skal strá sandi, heyi eða moði eða draga úr hálku á annan lík- an hátt. Grindur og milligerðir skulu gerðar úr straustum, sléttum viði, án skarpra brúna eða horna, sem meitt geta skepnurnar, og svo þéttar, að eigi sé hætta á, að skepnur festi fætur í þeim. Skipstjórar skulu gæta þess að hafa nægan og vanan mannafla til hirðingar og eftirlits meðan á flutningi stendur. 4. gr. Þegar stórgripir eru fluttir með bifreiðum, skal leitazt við að nota til þess yfirbyggðar eða yfirtjaldaðar bifreiðar, sem veiti gripunum skjól og birgi þeim útsýn, en jafnframt skal þess gætt, að loftræst- ing sé nægileg. Nautgripi og tamin hross skal binda tryggilega með múlbandi meðan á flutn- ingi stendur. Til þess að draga úr hálku skal ávallt strá flutningspall sandi, heyi eða tréspónum. Meðan á flutningi stendur, skal sérstakur gæzlumaður hafa eftirlit með gripunum. Ef um einstaka gripi er að ræða, má flytja þá í traustum kössum eða básum. Hliðar slíkra flutningsbása skulu sléttar og þétt klæddar, hæð eigi minni en 1.20 m, nema fyrir ungviði, enda séu hliðar þá jafnan svo háar, að skepnan geti staðið eðlilega án þess að ná upp fyrir þær. Með- an á flutningi stendur skal skýla gripunum með seglum og ábreiðum. Þegar margir gripir eru fluttir í einu, má flytja þá í stíum, og skal velja saman í stíu gripi af svipaðri stærð og aldri. Að vetrarlagi skal ávallt flytja gripi í yfirbyggðum eða yfirtjölduðum bifreiðum. Hrossum skal eigi ætla skemmri hvíld en einn sólarhring að loknum flutningi með bifreið eða skipi. Hryssur og kýr, sem komnar eru að burði, má ekki flytja með skipum eða bifreiðum. 5. gr. Sýna skal sauðfé fyllstu nærgætni við smölun og rekstur, og forðast ber að hundbeita það um nauðsyn fram. Þegar sauðfé eða svín eru flutt með bif- reiðum, skal ávallt hafa gæzlumann hjá gripunum, jafnvel þó að um skamman flutning sé að ræða. Bifreiðar þær, sem ætlaðar eru til sauð- fjárflutninga, skal útbúa sérstaklega til þeirra nota. Pallgrindur skulu þéttar og sléttar og eigi lægri en 90 cm. Flutnings- pall skal hólfa sundur með traustum grind-

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.