Freyr

Árgangur

Freyr - 01.02.1994, Blaðsíða 6

Freyr - 01.02.1994, Blaðsíða 6
FRR MTSTJÓRN Landbúnaður á liðnu ári, fyrri hluti Veðurfar á liðnu ári var hagstætt til hey- skapar á Suður- og Vesturlandi, en óhagstætt á Norður-, Norðaustur- og Austurlandi. Því réðu norðlægar áttir í júlí og fram yfir miðjan ágúst. Að auki var nokkuð um kalskemmdir um norðanvert landið, einkum austan til. Úr rættist um haustið þar sem hlýtt og þurrt var í september og október. Uppskera garðávaxta var léleg og úthagagróður seinn á ferð en vöxtur gróðurs fram á haustið stuðlaði að því að fallþungi sauðfjár varð mikill. Seinkun hey- skapar leiddi sums staðar til slakari fóðurverk- unar og hefur það komið fram í minni mjólk fyrri hluta vetrar. íslenskur landbúnaður, eins og landbúnað- ur víða um heim, hefur verið í endurskipulagn- ingu á síðustu árum. Að baki þess liggur offramleiðsla búvara í hinum ríkari hluta heims og almennur samdráttur í efnahagsmál- um. Samningur um EES var gerður á árinu 1992 og á liðnu ári náðist niðurstaða á Uruguay-lotu GATT viðræðnanna. Hvorir tveggja þessara samninga opna fyrir innflutn- ing búvara til íslands sem áður var ekki leyfð- ur. íslenskur landbúnaður hefur á undanförn- um árum verið að taka hvert skrefið eftir annað í áttina að því að standa meira á eigin fótum. Opinber framlög hafa verið að dragast saman, útflutningsbætur lagðar niður, niður- greiðslum á kindakjöti og mjólk breytt í bein- greiðslur á frumstigi framleiðslunnar og jarða- bótaframlög hafa gufað upp þótt enn sé mælt fyrir um þau í jarðræktarlögum. Þessi umskipti hafa verið afar sársaukafull fyrir suma þætti landbúnaðarins en bærilegri fyrir aðra. Verst hefur þetta bitnað á fjárbænd- um, einkum hinum yngri sem stóðu til skamms tíma í byggingaframkvæmdum og öðrum fjár-; festingum í góðri trú um að þeir væru að búa í haginn fyrir framtíðina. Yfir þriðjungs sam- dráttur á framleiðsluheimildum, vegna þess að hefðbundnir útflutningsmarkaðir hurfu og neysla innanlands á kindakjöti hefur dregist saman, skilur fjölda þessara bænda eftir neðan við fátæktarmörk og er mikið áfall fyrir alla sem lifa af sauðfjárrækt þó að sumir bjargi sér á annarri tekjuöflun. Brest í afkomu þessa hóps ber hæst í íslenskum landbúnaði um þessar mundir, sem og í afkomu ýmissa annarra smærri hópa svo sem meðal garðyrkjubænda, kartöfluræktenda og loðdýrabænda. Hagur hinna síðasttöldu er þó að vænkast samkvæmt síðustu uppboðum á loðskinnum. Oft hefur verið bent á jafnaðarmerki megi setja milli sauðfjárræktar og byggðar í dreifbýli á Islandi. Þó að byggðin sé víða orðin veik- burða á hún sér viðreisnar von ef aftur glædd- ust markaðir fyrir sauðfjárafurðir. Unnið er markvisst að því að svo megi verða og þá fyrst og fremst undir þeim merkjum að íslenskt lambakjöt sé lífræn hágæðaafurð, þar sem notkun tilbúinna efna sé í algjöru lágmarki. Þegar sjást ákveðin merki um árangur í þeim efnum. íslenskir bændur og dreifbýlið á mikið undir því komið að allar þær greinar sem þjóna atvinnuveginum skili hlutverki sínu á skilvirk- an og hagkvæman hátt. Auk þess er þetta mikilvægt til að íslenskur landbúnaður eigi sér jákvæða ímynd meðal þjóðarinnar. Ýmislegt hefur áunnist í þeim efnum og að öðru er verið að vinna. Þar skal fyrst nefnt að unnið er að því að einfalda félagskerfi landbúnaðrins, bæði í þeim tilgangi að spara fé og tryggja betur að atvinnuvegurinn samræmi stefnu sína innávið sem útávið. í öðru lagi þarf að koma betra skipulagi á afurðastöðvar landbúnaðarins. Þar mætti leita fyrirmynda á öðrum Norðurlöndum, þar sem samvinnurekstrarformið hefur reynst farsælt, en þar er einnig mikil félagsleg samstaða innan sölusamtakanna.. í þriðja lagi skal nefnt að það hefur skaðað 54 FREYR - 3*94

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.