Freyr

Árgangur

Freyr - 01.02.1994, Blaðsíða 8

Freyr - 01.02.1994, Blaðsíða 8
Landbúnaður á Nýfundnalandi Síðari hluti Dr. Ólafur R. Dýrmundsson ráðunautur í fyrrihluta greinarinnar var fjallað um land og þjóð, atvinnuvegi og vikið sérstakiega að landbúnaði. Þeirri umfjöllun verður nú fram haldið. Ólafur R. Dýrmundsson. Búskaparhœttir. í kjölfar sameiningarinnar við Kanada árið 1949 urðu ekki aðeins breytingar á framleiðslu hinna ýmsu greina landbúnaðar heldur einnig á búskaparháttum. Sérhæfing jókst, búin stækkuðu og bændum fækkaði. Breytingarnar á viðhorfum bænda létu ekki á sér standa og slíkra breyt- inga gætti einnig víðar í þjóðfélag- inu. í áðurnefndri bók „Líf og lands- hagir“ segir dr. Magni Guðmunds- son (bls. 56-57): ... „Innanfárra mánaða hœttuþeir nánast alveg að framleiða búvörur til eigin neyslu, sem verið hafði almenn venja, enda borgaði það sig ekki < lengur andspœnis innfluttu kjöti, grœnmeti og mjólk niðursoðinni sem barnabœtur greiddu. Á sama hátttók að gœta erfiðleika í iðnrekstri. Innan' árs urðu endurteknar lokanir fyrir- tœkja, sem gátu ekki keppt við fram- leiðendur á meginlandinu. ... Út- koman varð sú, að sá geiri atvinnu- lífsins, sem var í samkeppni við inn- flutninginn, þurrkaðist nœstum út, og vöruskiptahalli myndaðist. “ Um þessar mundir er staðan þannig að sérhæfing og stækkun búa hefur fært búskaparhætti alifugla- og svínaræktar inn á svið tæknivædds verksmiðjubúskapar og einnig að vissu marki í mjólkurframleiðslu. Þannig eru bú í þessu greinum al- mennt stærri en hér á landi og á þeim hefur verið fjárfest mikið í bygging- um og tækjum. Sumir sem ég ræddi við töldu ráðamenn leggja of mikla áhersu á stórrekstur. Nefnt var dæmi um stór gróðurhús, eins konar ylræktarver, sem átti að framleiða gúrkur eingöngu. Húsum og búnaði var komið upp með hjálp erlends fjármagns en rekstrargrundvöllur- inn brást. Gúrkuframleiðslan reynd- ist aðeins draumur, húsin voru rifin og efni og tæki seld fyrir lítið verð. Leitað er leiða til að efla landbúnað svo og hvers konar atvinnustarfsemi því að atvinnuleysið er mikið þjóðfé- lagsböl. Ég átti því láni að fagna að kynn- ast nokkrum starfsmönnum Leið- beininga- og rannsóknarþjónustu landbúnaðarins, bæði í höfuðstöðv- unum í St. John’s og vestur í Corner Brook. Agæt samvinna er á milli landsráðunauta og héraðsráðunauta líkt og hér á landi. Þeir virðast halda góðu sambandi við bændur, aðstoða þá á ýmsan hátt og kynna þeim nýjungar. Meðal áhugamála ráðu- nautanna er að auka nýtingu ýmiss konar fiskúrgangs og selkjöts til bú- Fjárbœndurnir Dale og Tom FitzPatrick (t.h.) ásamt Paul loðdýraráðunaut við „votheyspylsu “ og vél sem treðurgrasi í50 m langa plastpoka sem geymdir eru úti. Talið ódýrara en rúllubaggar. (Ljósm. Ó.R.D.) 56 FREYR - 3*94

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.