Freyr

Árgangur

Freyr - 01.02.1994, Blaðsíða 14

Freyr - 01.02.1994, Blaðsíða 14
fjártegunda eru óbreyttar. Auk þess hafa menn vart nú né síðar eftir neinu að sækjast með innflutningi hrossa, líkt og um sumar aðrar bú- fjártegundir, þar sem án vafa er unnt að auka arðsemi með innflutningi á erfðaefni. Mjög öflug starfsemi hestamanna- félaga í landinu eykur stöðugt á þörfina fyrir góða reiðhesta og kröf- urnar um gæði þeirra verða meiri með auknum fjölda góðra reið- manna. Því þyrftu allir hrossarækt- endur að gefa gaum. íslenskir bændur munu fyrst á seinni hluta 19. aldar hafa haft tekj- ur af hrossasölu, svo að nokkru nemi, til útlanda. Hrossakaupmenn ferðuðust um landið, keyptu hross og ráku síðan í flokkum að skipshlið til útflutnings í námur. Talið er að fram til ársins 1939 hafi farið úr landi allt að 150 þúsund hross. Markaðurinn með lífhross byggist ekki nú til dags á sölu í þrælkunar- vinnu. íslenski hesturinn hefur með hjálp snjallra reiðmanna, markaðs- ráðgjafa og starfi Félags hrossa- bænda unnið stöðugt stærri sigra á erlendum vettvangi, þannig að mikl- ir markaðsmöguleikar hafa skapast. í lok síðustu heimsstyrjaldar hóf Gunnar Bjarnason starf sitt við kynningu íslenska hestsins á erlend- um vettvangi og vann ötullega að því verkefni fram á síðustu ár. Störf hans hafa borið mikinn árangur. Fjöldamörg félög íslandshestaeig- enda voru stofnuð í nágrannalönd- um okkar. Ég kom fyrr á árum á fundi í nokkrum slíkum samtökum og sá og heyrði hvílíkur drifkraftur Gunnar hafði verið í störfum sínum með þessum félagasamtökum. Sala hrossanna var þung árum saman. Pannig voru aðeins skráð 39 íslensk hross í Danmörku árið 1969, en eru nú komin yfir 10.000. í Þýska- landi munu vera um 40.000 íslensk hross. Hin erlendu félagssamtök hafa unnið markvisst að því að kynna íslenska hestinn og ryðja úr vegi þeirri skoðun sem nú verður lítið vart við en var almenn, að ís- lenski hesturinn væri smáhestur (pony) sem lítt hæfði fullvöxnu fólki að ríða. Allt til ársins 1988 var sala líf- hrossa til annarra landa nokkur hundruð hross á ári. Mikið var um Gimnar Bjarnason kynnti íslenska hestinn erlendis. að erlendir kaupendur kæmu til landsins og heimsæktu einstaka bændur í viðskiptaerindum. Ég minnist þess frá þessum árum að ég heimsótti bónda á Suðurlandi á vetrardegi. Hann var að koma úr fjósi er mig bar að garði og hann var að koma moðinu úr fjósinu undir vegg til að gefa stóði sínu sem bar að í þessu. Hann sagði tímaskyn þess óbrigðult að koma i moðið rétt fyrir hádegisfréttir útvarps. „Hrossin mín fá ekkert annað en moðið úr fjósinu og síld“, sagði bóndinn, en þau borga hallareksturinn af búinu. Hann seldi jafnan nokkuð af hross- um til lífs til þeirra sem sóttu hann heim og keyptu ótamið úr stóði hans, sláturhúsið tók síðan við því sem umfram var. Þessu er ekki að heilsa lengur og nú eru breiðurnar af hrossum dreifð- ar út um allar þorpagrundir, langt umfram það sem mörkuðum er ætl- andi að taka við, í það minnsta ef menn vilja halda uppi einhverju verði. Ástæða er til að ætla að forsjár og fyrirgreiðslukerfi það sem ríkt hefur í landbúnaði um marga áratugi hafi firrt alltof marga bændur markaðs- vitund eða markaðskennd og hvöt- inni til að leita sölutækifæra fyrir afurðir sínar, hvað þá að haga fram- leiðslu í samræmi við þarfir mark- aða. Mjólkurframleiðandinnn þurfti ekki að huga lengra að framleiðslu sinni en að koma henni á brúsapall- inn, sauðfjárbóndinn var með sitt á hreinu, eftir að fé hans var komið í sláturdilkinn. Eftir það sá kerfið um að koma afurðunum í verð og fá fyrir það greiðslur, sem fóru á innleggs- reikninga, hvort sem þörf var fyrir framleiðsluna eða ekki. Hrossa- bændur höfðust flestir lítið að, en biðu þess að menn bæri að garði. Petta tímabil er vissulega liðið og atvinnuvegurinn kominn í allt annað viðskiptaumhverfi, sem knýr fram- leiðendur á öllum sviðum til að vera vakandi fyrir mörkuðum og mark- aðsspám og hafast eitthvað að til að styrkja stöðu sína í harðnandi sam- keppni. Lífhrossasala hefur aukist mjög undanfarin ár. Ekki er um að efast að Félag hrossabænda hefur unnið stórvirki í þágu bænda við að ná fram aukningu í sölu. Meðfylgjandi súlurit sýna verð á hrossum á erlendum mörkuðum 1988-1992, fjölda seldra hrossa á sama tímabili og útflutningsverð- mæti þeirra. Súlurit þessi gefa ærið tilefni til að huga að ýmsum þáttum markaðar- ins. Rétt er einnig að gefa því gaum hvernig útflutningurinn skiptist á út- flytjendur. Pannig eru á síðasta ári um 1500 af 2000 hrossum flutt út af fjórum aðilum. Sárafá hross eru flutt beint út frá framleiðendum til er- lendra kaupenda. Ég hef ráðgast ítarlega við kunn- uga aðila um markaðshorfur erlend- is og mat þeirra er að þær séu áfram góðar, nema þungar efnahagslægðir gangi yfir, enda takist að halda kostnaði við flutning og margvísleg gjöld sem á eru lögð í skefjum. Þetta er sagt þrátt fyrir að landrými til hrossaræktar erlendis hafi aukist þar sem land hefur víða verið tekið úr hefðbundinni landbúnaðarfram- leiðslu og þrátt fyrir að meira sé um sumarexem í hrossum innfluttum frá íslandi en heimafæddum - og þrátt fyrir að vaxandi hrossarækt, oft með úrvals gripi er stunduð í nágranna- löndunum. Ástœðan er að íslenski hesturinn frá upprunalandinu höfð- ar mjög sterkt til manna. Auk þess eru rök til að gera sér vonir um nýja markaði, einkum ef hægt er að leysa vanda við háan 62 FREYR - 3*94

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.