Freyr

Árgangur

Freyr - 01.02.1994, Blaðsíða 19

Freyr - 01.02.1994, Blaðsíða 19
hálendisafréttum eins og áður er vikið að. 3. Beitarrannsóknir. Töluvert hefur verið unnið að rannsóknum á hrossabeit hér á landi, einkum á láglendismýrum í Borgarfirði og á Suðurlandi. í þeim tilraunum hafa verið hross á ýmsum aldri og bæði hefur verið safnað upplýsingum um vöxt og þrif gripa svo og áhrif beitar á landið við mismikinn beitarþunga. Auk þess að beita hrossum einum sér hefur blönduð beit með sauðfé verið könnuð. í starfi mínu hef ég haft mikið gagn af niðurstöðum þessara rannsókna og veit ég að ýmsir aðrir sem leiðbeina um þessi mál eru sama sinnis. Pað er því fagnaðarefni að hrossabeitartilraun- um skuli fram haldið þrátt fyrir al- mennan samdrátt í rannsóknarstarf- semi. Aukin kennsla um þessi efni í bændaskólunum rennir einnig styrk- ari stoðum undir faglega umfjöllun um beitarmálin í heild. Á alþjóðlegri ráðstefnu sem haldin var hér á landi í sumar kom í ljós að hérlendir fræði- menn eru mjög svo gjaldgengir í umræðum um bæði fræðilega og hagnýta þætti hrossabeitar. 4. Hestaferðir um hálendið. Víða er umferð ferðamanna á hest- um orðin mikil, ekki síst stórra hópa. Eftir því sem ég kemst næst er að komast betri skipan á þessi mál, svo sem með meiri skipulagningu áður en lagt er upp, og notkun að- flutts fóðurs til þess að ekki þurfi að treysta um of á beit sem víða er af skornum skammti á fjölsóttum án- ingarstöðum. En líkt og í beitarmál- unum sýna ekki allir þá fyrirhyggju sem skyldi og skaða þannig ímynd þeirra fjölmörgu sem njóta þess að ferðast um landið á hestum. Tölu- verð umræða er í þjóðfélaginu um aukið eftirlit með hvers konar ferða- lögum um hálendið og má gera ráð fyrir að auknar kröfur verði gerðar til hestamanna sem annarra varð- andi umgengni á þessum stöðum. 5. Varsla. Á seinni árum hefur mikið verið talað um „lausagöngu búfjár“ og ýmsir aðilar hafa hvatt til aukinnar vörslu hrossa og annars búfjár. Samkvæmt lögum um búfjárhald, nr. 46/1991, hafa sveitar- Láglendismýrar nýtast vel til hrossabeitar. Pótt þcer hafi mikid beitarþol geta landgœðin rýrnað vegna of mikillar beitar og traðks. (Freysmynd). félög mjög víðtækar heimildir til að banna lausagöngu búfjár og setja reglur um búfjárhald og hafa mörg þeirra gert það. Hvað hrossin varðar nýttu margar sveitarstjórnir heim- ildir til að banna lausagöngu þeirra með tilvísun í búfjárræktarlög nr. 31/ 1973 og í breytingu á þeim lögum nr. 57/1989. Þannig er búið að banna lausagöngu hrossa í sveitarfélögum víða um land á undanförnum 20 árum og stöðugt bætast fleiri í þann hóp, bæði vegna umferðar á fjöl- förnum vegum og vegna gróður- verndar. Girðingamál koma að sjálf- sögðu mjög við sögu og þar með kostnaður við uppsetningu og við- hald girðinga til þess að unnt sé að viðhafa trygga vörslu í beitilöndum. Víða hagar þannig til að fjölfarnir vegir liggja þvert um lönd bænda án þess að vera afgirtir. Til umræðu hefur komið að banna með lagaboði alla lausagöngu hrossa. Það tel ég óraunhæft á meðan ekki er ljóst hvernig staðið verður að vegagirð- ingum og tryggingamálum. Reynsl- an sýnir að auðvelt er að setja lög og reglur en framkvæmdin getur reynst torveldari en ætlað var fyrirfram. Að sjálfsögðu er æskilegt að bæta vörslu hrossa og annars búfjár eftir aðstæðum. Einn þáttur þess máls er varsla graðhesta sem hefur tvímæla- laust stórbatnað samfara eflingu ræktunarstarfsins. En jafnvel í þeim efnum koma upp vandkvæði og álitamál. Virðist full þörf á setningu reglugerðar um vörsluþáttinn í heild svo sem reiknað er með í 5. gr. laga um búfjárhald. 6. Umferðarhœtta. Betri vegir og stóraukinn umferðarhraði hafa auk- ið mjög slysahættu fyrir búfé. Kann- anir hafa sýnt að meirihluti þeirra slysa, þar sem ekið hefur verið á hesta, tengjast ákveðnum og tiltölu- lega fáum stöðum á landinu, en auk þess er nokkuð um að ekið hafi verið á hross í rekstri. Slys á fólki hafa einnig orðið í slíkum tilvikum og oft verulegt tjón á ökutækjum. Margir telja að auka þurfi ábyrgð eigenda hrossa og annars búfjár sem lendir í slíkum slysum, en eins og áður er vikið að er að mörgu að hyggja. Ég tel m.a. brýnt að gerður sé greinar- munur á: a) lausagöngu af ásettu ráði eða trassaskap. b) lausagöngu af slysni. Nýlegt dómsmál í Rangárvalla- sýslu, þar sem ekið var á taminn hest sem slapp af slysni úr girðingu fjarri vegi, bendir til þess að viðhorf dómstóla og túlkun þeirra á ákvæð- um um vörslu hrossa séu að breyt- ast. Pótt lausaganga sé bönnuð getur það ekki talist eðlilegt að ökumaður sé losaður frá þeirri skyldu að sýna almenna aðgæslu í umferðinni, hvort sem hross eða annað á í hlut. 3 94 - FREYR 67

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.