Freyr

Árgangur

Freyr - 01.02.1994, Blaðsíða 20

Freyr - 01.02.1994, Blaðsíða 20
Hestaferðir um hálendið krefjast góðrar skipulagningar. Ekki má treysta um ofá beit á viðkvœmu gróðurlendum. (Freysmynd). Verði þessum dómi ekki hrundið í Hæstarétti skapar hann að mínu áliti alvarlegt fordæmi. Pá má benda á að víða koma vegagirðingar ekki að tilætluðum notum, enda fæstar girt- ar til að friða vegina, og mikil slysa- hætta getur skapast ef gripir eru ekki fjarlægðir fljótt úr vegköntum þar sem vegsvæði eru afgirt. Hér þurfa allir að taka saman höndum til að bæta ástandið, bændur, hestamenn, sveitarstjórnir, lögregla og síðast en ekki síst Vegagerð ríkisins sem ætti að kosta bæði uppsetningu og við- hald gripheldra girðinga þar sem þeirra er þörf, a.m.k. með fjölförn- ustu vegunum. sbr. ályktanir Bún- aðarþings 1990, 1991 og 1993. 7. Meðferð útigangshrossa. Oft eru hrossabændur og hestamenn gagnrýndir fyrir meðferð útigangs- hrossa. Ég verð þess áþreifanlega var í harðindaköflum líkt og síðast- liðinn vetur, að kvörtunum um þessi efni fjölgar, bæði úr þéttbýli og dreifbýli. Sem betur fer eru margar þeirra ekki réttmætar en því miður eru þess dæmi, á hverjum vetri, að búfjáreftirlitsmenn, ráðunautar og dýralæknar þurfi að grípa í taumana lögum samkvæmt. Sú ánægjulega þróun hefur þó orðið að meðferð útigangshrossa hefur batnað víðast hvar síðustu áratugina, einkum hvað varðar fóðrun með beitinni. Uti- gangshrossum er ætlað mun meira fóður en áður tíðkaðist og víða er þeim gefið mikið út allan veturinn, sérstaklega eftir að rúllubaggarnir komu til sögunnar. Pví verður þó ekki á móti mælt að sums staðar eru hross látin ganga of nærri landinu, sérstaklega þegar snjólétt er. Einnig ber nokkuð á því að landið er ekki nógu loðið á haustin, hefur verið beitt of mikið yfir sumarið, væntan- lega vegna þess að of mörg hross eru á jörðinni eða að beitin er illa skipu- lögð. Mikil umferðarhætta getur Sturla Friðriksson var í kvöld- veislu hjá frændfólki sínu og ferðafé- lögum nú í byrjun þorra, þar sem mikið var framreitt af þjóðlegum réttum. Taldi Sturla þar, að hætta væri á því að matarsmekkur manna hér á landi væri að breytast og að Síst ég mundi sakna þess þótt súrmaturinn færi. Eg hef samþykkt EES og et því kalkúnslæri. Súrmatsát og þorraþamb þörf er á að minnka, úr því fyrir fjallalamb fæst nú erlend skinka. skapast að vetrinum þar sem hross komast á vegi, einkum þegar girð- ingar og hlið fennir í kaf. Þá getur skipt sköpum að gefa hrossunum vel út og haga gjöfinni þannig að þeim sé haldið sem mest frá vegsvæðum. Hvað skjól og húsakost varðar ályktaði Búnaðarþing 1993 um þau mál og var forðagæslu Búnaðarfé- lags íslands falið að kanna stöðuna. Sú könnun er nú í gangi. Pá má geta þess að fyrir tveim ár- um skipaði landbúnaðarráðherra nefnd til að undirbúa reglugerð um aðbúnað og umhirðu hrossa. Víða hafa útigangshross aðgang að góðu skjóli eða þau liggja við opið. Það veldur þó nokkrum áhyggjum að á sumum jörðum komast þau hvergi í skjól, eru á marflötum berangri hvernig sem viðrar. Slíkt skaðar ímynd hrossabúskapar og þarfnast úrbóta sem ekki þurfa að vera kostn- aðarsamar. Að lokum vil ég benda á það ákvæði laga um búfjárhald, að séu hross í hagagöngu, t.d. á jörð þar sem ekki er föst búseta, skal eigandi ætíð tilgreina aðila innan viðkom- andi sveitarfélags, samþykktan af sveitarstjórn, sem skal hafa eftirlit og umsjón með hrossunum. Petta ákvæði var sett í lögin að beiðni sveitarstjórna, einkum vegna hrossa í eigu þéttbýlisbúa. með auknum innflutningi á land- búnaðarvöru myndi hefðbundinn matur Islendinga eiga í vök að verj- ast og jafnvel leggjast af með öllu. Svona í gamni og sem öfugmæli við skoðanir hans sjálfs fór Sturla með þessar vísur. Harðfisksjapl og hákarlssmakk hentar ekki að sinni. Ég vil ekkert íslenskt - takk í EB-samvinnunni. Á hákarlsát ég enda batt og aldrei mat úr súru fæ, síðan ég hef samþykkt GATT samninginn frá Urúgvæ. Þorrablót 1994 68 FREYR - 3’9A

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.