Freyr

Árgangur

Freyr - 01.02.1994, Blaðsíða 31

Freyr - 01.02.1994, Blaðsíða 31
3) Varnarefni Mjög lítið er notað af varnarefn- um í hefðbundnum landbúnaði hér á landi (hér er átt við lyf gegn illgresi, meindýrum og sjúkdómum). Þau eru hins vegar eitthvað notuð í garð- yrkju og garðrækt, en í ylrækt hefur notkun þeirra minnkað verulega vegna aukinnar notkunar lífrænna varna. Það þarf að stefna að því að nota varnarefni aðeins ef nauðsyn ber til og skiptir þá öllu að nota þau á réttum tíma og við rétt skilyrði. Með aukinni þekkingu á ferli meindýra og sjúkdóma hefur þörfin á notkun varnarefna minnkað og á væntan- lega eftir að minnka enn frekar. 4) Þungmálmar Þungmálmar berast í tún og út- haga með iðnaðarmengun og út- blæstri bifreiða og vinnuvéla. í sum- um tegundum fosfóráburðar er svolítið af kadmíum, þó mjög lítið í þeim áburði sem notaður er hér á landi. Þess þarf að gæta að sem minnst sé af aðskotaefnum í áburð- inum sem notaður er. Þungmálmar geta einnig borist í jarðveg með líf- rænum úrgangi sem dreift er á rækt- að eða óræktað land, t.d. áburði sem unninn er úr skólpi. Eitthvað berst af blýi út í náttúruna með skotveiði- mönnum. 5) Viðhald auðlinda Þess þarf að gæta að hægfara rýrnun á næringarefnum, jarðvegi og gróðri eigi sér ekki stað við notk- un landsins. Jarðvegur og gróður er auðlind sem þarf að nýta á skynsam- legan hátt. Landsvæði sem ekki þola beit þarf að friða og stjórna beit á landi sem hægt er að nýta (beitartími og búfjárfjöldi). Hér skiptir miklu að beitt sé allri þekkingu og reynslu sem fyrir hendi er. 6) Úrgangsefni Á sveitabæjum fellur til ýmis úr- gangur sem losna þarf við, t.d. sorp, plast, rafgeymar o.fl. Það er afar mikilvægt að bændur geti á þægileg- an hátt losnað við þessi efni og þurfi ekki að urða þau eða brenna sjálfir. Á þessu sviði er enn víða pottur brotinn. 7) Loftmengun Loftmengun af völdum véla í landbúnaði er lítill hluti af heildar- loftmengun hér, en eigi að síður er sjálfsagt að halda henni í lágmarki. Þá má nefna að metan myndast í haughúsum. en þessi lofttegund er ein þeirra sem veldur svokölluðum gróðurhúsaáhrif um. 8) Útlit sveitabýla Það skiptir miklu að umgengni og ásýnd sveitabýla sé sem best þannig að sveitabýli séu augnayndi þeim sem um landið fara. Ennfremur verður að hafa í huga að þetta er það sem neytandinn getur sjálfur skoðað og það getur verið erfitt að sannfæra hann um ágæti vörunnar þegar um- gengni er greinilega ábótavant. 9) Náttúruminjar og framræsla Þess þarf að gæta við nýtingu landsins að náttúruminjar séu varð- veittar og svæði friðuð eftir því sem ástæða þykir til. Ennfremur að vot- lendi sé ekki ræst nema að undan- gengnu mati á landinu. Hér hafa fyrst og fremst verið taldir upp þættir sem snúa að um- hverfi bóndans í hefðbundnum land- búnaði en margt fleira kemur einnig til, t.d. skógrækt, fiskeldi, loðdýra- rækt og allur iðnaður sem tengist landbúnaðinum. Að sjálfsögðu þarf að fylgjast með hollustu og gæðum framleiðslunnar eins og þegar er gert og reyna að minnka þörfina fyrir lyf í búfjárhaldi eftir því sem tök eru á. Saman þarf að fara góð meðferð á landinu og holl og góð matvæli. Einnig er rétt að hafa í huga að erlendis hafa kom- ið upp ýmsar kröfur um meðferð dýra og frelsi þeirra. Það er sjálfsagt að skoða okkar mál með tilliti til þessa. Leiðir til úrbóta Eins og áður segir er það frumskil- yrði að bæði stjórnvöld og markað- urinn viðurkenni og geri ráð fyrir kostnaði við að stunda hér umhverf- isvænan landbúnað, þ.e. landbúnað þar sem leitast er við að taka tillit til þeirra þátta sem að ofan hafa verið nefndir eftir því sem tækni og þekk- ing leyfir á hverjum tíma. Hagsmunaaðilar þurfa að setjast niður og gefa út leiðbeiningar um það hvernig hægt sé að stunda búskap í sem mestri sátt við um- hverfið og gera langtímaáætlun um endurbætur á því sviði. Þeir munu komast að því að mörgu er ósvarað og því þarf rannsóknastarfsemin að vera öflug. Sjálfsagt er að byrja þar sem götin eru stærst og mest að vinna. Ég hygg að gera megi töluvert án þess að kosta miklu til. Þá er einnig afar æskilegt að bændasamtökin hafi sjálf frumkvæði í þessu máli og vinni með stjórnvöldum og sérfræðingum að lausn. Lokaorð Islenskur landbúnaður virðist þegar á heildina er litið vera um- hverfisvænn miðað við það sem ger- ist víða erlendis. Við eigum að lag- færa það sem laga þarf í því efni og notfæra okkur þetta við markaðsöfl- un og kynningu á landbúnaðarvör- um okkar. Þetta er sterkasta vopnið í samkeppni við innflutt matvæli og einnig það sem gefur okkur von um að geta selt landbúnaðarvörur er- lendis á því verði sem við þurfum að fá. Mengun af ýmsu tagi er vaxandi vandamál í heiminum og því má ætla að eftirspurn eftir hreinum vörum muni aukastíframtíðinni. Spurning- in um það hvort áburðurinn á ein- göngu að vera á lífrænu formi er af allt öðrum toga. M OLflR Engin líftœknibylting í búfjárrœkt Nútíma líftækni veldur varla neinni byltingu í búfjárrækt, segir í grein í Svineavlsnytt. Bjartsýnismenn spáðu fyrir 8-10 árum miklum framförum i kynbót- um búfjár vegna þess að unnt væri að bæta arfbera dýra með nýjum að- ferðum, en tilraunir í þá veru hafa hingað til valdið vonbrigðum og meðal annars leitt til aukinnar óhreysti hjá tilraunadýrunum. Aftur á móti spáir Svíneavlsnytt vel fyrir líftækni til baráttu við búfjársjúkdóma. Meðal annars hafa verið framleidd mörg áhrifarík bólu- efni handa grísum með líftækniað- ferðum. Talið er líka að unnt verði að finna arfgenga sjúkdóma í dýrum með því að beita líftæknilegum að- ferðum við arfbera. 3*94 - FREYR 79

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.