Freyr

Árgangur

Freyr - 01.02.1994, Blaðsíða 10

Freyr - 01.02.1994, Blaðsíða 10
Um leið varð ég margs vísari. Það ritaða efni sem ég lagði fram á ráð- stefnunni og fundunum var sent fjöl- miðlum og varð það til þess að mér var boðið að koma fram í útvarps- þáttum og birt voru stutt viðtöl við mig í dagblöðum, bæði í St. John’s og Corner Brook. í ferðinni lá ég ekki á þeirri skoð- un minni að úr því að íslenskir bænd- ur gætu svarað öllum þörfum innan- landsmarkaðarins fyrir margvíslegar gæðavörur ættu starfsbræður þeirra í Nýfundnalandi að geta gert slíkt hið sama, ef þeir fengju skilyrði til þess. Þessum röksemdum var vel tekið en jafnframt var bent á að Island væri sjálfstæð þjóð en ekki jaðarbyggð í stóru samfélagi þar sem markaðs- hyggjan ræður ferðinni. Þá gat ég ekki varist þeirri hugsun, og læt hana koma hér fram, að við gætum lent í svipuðum sporum í framtíðinni ef ráðamenn þjóðarinnar setja um of traust sitt á fjölþjóðleg bandalög á borð við GATT og Evrópubanda- lagið. Eitt er víst að geti bændur á Nýfundnalandi ekki keppt við inn- fluttar landbúnaðarvörur, sem margar hverjar eru afurðir umhverf- isskaðlegs verksmiðjubúskapar, munu hérlendir starfsbræður þeirra ekki heldur gera það. Reynslan þar sýnir að ekki hafa skapast ný störf í stað þeirra sem hafa tapast í land- búnaði því að iðnaðaruppbygging á slíkum jaðarsvæðum gengur treg- lega og sjávarútvegurinn hefur brugðist. Atvinnuleysið er nú komið í20% eins og áður var vikið að. Þessi þróun er vissulega umhugsunarefni, ekki síst fyrir okkur í ljósi þess hve gildi landbúnaðar er vanmetið hér á landi, þrátt fyrir versnandi atvinnuá- stand. Lokaorð. í frétt frá Félagsmálaráðuneytinu í haust kom fram að samkvæmt nýrri könnun kostaði 4% atvinnuleysi ís- lensku þjóðina a.m.k. 7 milljarða króna á ári. Væri nú ekki athugandi fyrir þá hagfræðinga, stjórnmála- menn og aðra, sem einblína á óhefta alþjóðlega markaðshyggju og telja sjálfsagt mál að opna upp á gátt fyrir innflutning landbúnaðarafurða, að skoða efnahagsmálin líka í félags- legu og umhverfislegu samhengi? Pað er víðar en á íslandi sem búfé kemst óhindrað inn á vegsvœði. Suffolk œr með lamb, sennilega blendingar, greinilega vön umferðinni, nádœgt bcenum Placentia. Á nokkrum strjálbýlum svæðum gengurféð laust og víða við þjóðvegi eru skilti sem vara við umferð dýra. (Ljósm. Ó.R.D.) Tíu vetra hestur af smáhestakyni sem er í útrýmingarhœttu á Nýfundnalandi. Pessi liross eru heldur smávaxnari og þungbyggðari en þau íslensku, aðallega notað til að draga tré úr barrskógunum. Vegna skógarvinnunnar er þessi hestur með skeifur sem líkjast skaflajárnum. Fremst á myndinni sést dœmigerð búfjárgirðing úr heimafengnum renglum. (Ljósm. Ó.R.D.) ari en ella. Oftar en ekki er kjötið selt beint til neytenda á mjög breyti- legu verði. Áformað er að koma á opinberri gæðaflokkun til að renna styrkari stoðum undirsölumálin. Því má við bæta að fjárbændur á Ný- fundnalandi eiga erfitt með að koma ull og gærum í verð. Þar er hvorki móttaka né iðnaður fyrir þessar af- urðir og því verður hver og einn að leita fyrir sér í öðrum fylkjum, aðal- lega í Nova Scotia. Vandi jaðarbyggða. Ferðin til Nýfundnalands varð mér bæði til gagns og ánægju. Ég naut einstakrar gestrisni og kynntist mörgu prýðis fólki sem vildi fræðast um Island og íslenskan landbúnað. 58 FREYR - 3*94

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.