Freyr

Árgangur

Freyr - 01.02.1994, Blaðsíða 33

Freyr - 01.02.1994, Blaðsíða 33
Tafla 1. Þungi lamba á fœti, kg, eftir bœjum og slátrunum (dagsetningum). Vigtun nr. 0 1 2 3 4 Bær SI. Dags i e t n i n g nr. nr. Fjöldi 10/n % 4/r 2% S/5 i i 12 (33,1)* 37,1 2 10 (26,0)* 28,4 41,8 2 2 21 28,4 30,0 (36,4)* 3 1 10 32,2 34,6 2 4 30,7 35,0 36,0 3 10 26,7 28,2 30,2 35,7 4 4 10 25,3 34,6 44,1 5 2 14 32,7 36,4 4 5 28,4 32,2 38.4 6 2 8 25.8 35,8 3 13 24,1 34,0 38,3 4 5 22,4 28,8 33,2 38,0 7 1 5 31,6 (33,0) 3 18 28,9 35,1 8 1 5 36,0 35,6 * Áætlaður þungi. Þá var ákveðið að þeir könnuðu hverjir gætu hugsað sér að leggja til lömb og aðstöðu og slátra 4-5 sinn- um veturinn 1992-93. Eftir könnun á vegum Félags sauðfjárbænda í Borg- arfirði skuldbundu eftirfarandi aðil- ar sig til þátttöku og jafnframt að þeir væru með ákveðinn fjölda lamba tiltækan til slátrunar, yrði þess óskað: 1. Ásbjörn Sigurgeirsson, Ás- bjarnarstöðum. 2. Jón Þór Jónasson, Hjarðar- holti. 3. Skúli Kristjónsson, Svigna- skarði. 4. Árni Ingvarsson, Skarði. 5. Finnbogi Leifsson, Hítardal. 6. Jóhann Oddsson, Steinum, og 7. Bændaskólinn á Hvanneyri. Undir lok „sláturtíðarinnar" kom 8. Guðbjartur Gunnarsson, Hjarðarfelli inn í verkefnið, þar sem í Ijós kom að lömb vantaði í síðustu slátrunina. Upphafleg loforð um fjölda hljóð- uðu upp á 151 lamb til slátrunar. III. Skipulag og framkvœmd. Ákveðið var að koma upp verk- efnisstjórn sem í voru: Sveinn Hallgrímsson, kennari á Hvanneyri, Ásbjörn Sigurgeirsson, bóndi, Ásbjarnarstöðum, Gunnar Guðmundsson, forstöðu- maður afurðasviðs KB. Til að ná markmiðum sem upp voru sett var eftirfarandi verkáætlun gerð: 1. Verkefnisstjóri heimsækir alla þátttakendur í upphafi þar sem rætt verður um skipulag, tilgang og fam- kvæmd verksins og skoðuð lömbin sem ætluð eru í verkefnið. 2. Aftur verður farið í heimsókn og lömb metin fyrir hverja slátun. 3. Á lifandi lömbum verða eftir- farandi eiginleikar metnir: * Hold á baki - metin og niðurstaða gefin í stigum. * Lærahold - metin og gefin stig. * Fita - metin með átaki á síðu u.þ.b. þar sem fita er mæld á skrokkunum í sláturhúsi. * Lömb vegin í upphafi og við hvert mat eða slátrun. 4. Metið var hvort lambið var „sláturhæft“ út frá ofangreindum tölum. Við einkunnagjöf var notaður ein- kunnaskali frá 1 til 5 með möguleika á + og — (frá 1,1+ .... 5- og 5) alls 13 möguleikum. Lambið var talið sláturhæft við einkunnir frá 3— til 5 fyrir bak og læri, frá 2+ til 4 fyrir fitu, annars of magurt eða of feitt. 5. Öll lömb sem ekki náðu mati voru skilin eftir til næstu slátrunar. Pá voru lömb aftur metin á sama hátt. 6. Skrokkarnir voru metnir eins og venjulega en síðan gefin eftirfar- andi stig: * Fyrir holdfyllingu í baki og á herð- um. * Fyrir holdfyllingu í lærum. Hér er þó í raun um mat á lærum og mölum að ræða. * Mæld fituþykkt í mm ofan á næst- aftasta rifbeini. * Fallþungi var skráður fyrir hvert fall. Ýmis tæknileg vandamál komu upp s.s. mat á kjöti í fullvirðisrétt, talning inn á forðagæsluskýrslur o.fl. Félag sauðfjárbænda tók á sig mikla vinnu við úrlausn þessara mála, auk þess sem tíma tók til að fá úr því skorið hvort meta ætti skrokk- ana (kjötið) sem dilkakjöt eða kjöt af fullorðnu. Fóðrun lambanna. Bændurnir voru sjálfir ábyrgir fyrir fóðrun og fóðuráætlunum. Verkefnisstjóri ræddi við þá um það leyti sem verk- efnið fór af stað. Þar var m.a. farið yfir hugsanlega próteinþörf miðað við að ná hámarksvexti og bent á möguleika til að koma vexti smá- lamba af stað. Öllum þátttakendum var boðið að senda heysýni til efna- greiningar. Að öðru leyti fóru bænd- urnir eftir eigin venjum og möðgu- leikum við fóðrun og hirðingu. Önnur framkvæmdaatriði. Bændurnir sáu sjálfir um að koma lömbunum í sláturhús en eftir það bar sláturhúsið, Afurðasvið KB, ábyrgð gagnvart bændunum, eins og venja er. Félag sauðfjárbænda hafði milligöngu og samningsgerð við slát- urhúsið með höndum. IV. Fóðurkostnaður, matsaðferðir og útreikningar. Fóðurkostnaður lambanna er tvenns konar: a. Viðhaldsfóður. 3 94 - FREYR 81

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.